Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 131

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 131
131 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags með ströndum Grænlands til þess síðan að komast í skip til Dan- merkur. Vafasamt er að nokkuð hafi frést af þeim til Íslands eða megin- lands Evrópu sumarið 1913. Þar biðu ástvinirnir milli vonar og ótta eftir fréttum frá Grænlandi. Höfðu þeir komist yfir jökulinn eða höfðu þeirra beðið svipuð örlög og Scotts og félaga hans á Suðurskautsland- inu árið áður? Það tók þá þrjá mánuði að kom- ast til Danmerkur og hafa þeir líklega stigið á land í Kaupmanna- höfn seinast í október. Um það leyti má búast við að fréttir af þeim hafi borist til Íslands. Þá fyrst hafa Guðbjörg og börn hennar losnað úr eins og hálfs árs óvissu um afdrif Vigfúsar og vitað hann heilan á húfi. Í Kaupmannahöfn var þeim félögum tekið með kostum og kynjum og kóngurinn veitti þeim heiðursorður. Else Köppen, heit- kona Wegeners, hafði dvalið í Ósló og lagt þar stund á norræn mál meðan hún beið unnusta síns. Nú var hún komin til Hafnar og saman fóru þau heim til Þýskalands og giftu sig skömmu síðar. Vigfús kom svo til Reykjavíkur með skip- inu Ceres þann 10. nóvember og tveimur dögum síðar birtist stutt frétt um ferðir hans í Morgun- blaðinu. Vafalítið hafa eiginkonan og börnin beðið hans á hafnarbakk- anum, en engar heimildir eru um það og Vigfús var hættur að halda dagbók. Síðar um veturinn hélt hann nokkra fyrirlestra um ferð- ina og sýndi skuggamyndir; auk þess hugði hann á útgáfu ferðasög- unnar þótt ekki yrði af því fyrr en löngu síðar. Á þessum árum hefur nafn Wegeners sennilega verið jafn- þekkt á Íslandi og í heimalandi hans. Wegener sjálfur var hins vegar sendur í herinn enda heim- styrjöldin fyrri að skella á með allri sinni grimmd og ofsa. Wegener dró ekki af sér þar fremur en annars staðar og særðist í tvígang. Meðan hann sat heima og greri sára sinna er sagt að hann hafi skrifað hina frægu bók Uppruni meginlanda og hafa. Vigfús gerðist hins vegar vita- vörður á Reykjanesvita; þangað flutti hann með fjölskyldu sína og var þar í mörg ár. Wegener á Íslandi 1930 Koch andaðist árið 1928. Það sama ár hafði Wegener samband við Vig- fús og sagði honum frá áformum sínum um leiðangur til Grænlands, þar sem hann hugðist m.a. setja upp rannsóknarstöð inni á miðjum jökli til athugana í jökla- og veður- fræði. Hann vildi fá Vigfús til liðs við sig, m.a. til að útvega sér íslenska hesta og aðstoðarmenn og taka þátt í flutningum á vistum og búnaði upp á jökul. Bréf Wegeners þessa efnis er til í fórum afkom- enda Vigfúsar. Vigfús sló til, áfjáður í mannraunir og ævintýri á norður- slóðum eins og fyrri daginn. Hann hafði reyndar farið í eina slíka ferð árið 1929. Það var Gottu-leið- angurinn svokallaði, sem farinn var til að fanga sauðnaut á austur- strönd Grænlands og flytja þau til Íslands.15 Í aprílmánuði 1930 kom Grænlandsfarið Diskó til Íslands og þá hittust þeir á ný gömlu félag- arnir. Enn er í minnum haft þegar Wegener snaraðist upp á bryggjuna, þar sem Vigfús beið, og þeir féllust í faðma og klöppuðu hvor öðrum um bak og herðar, kátir og kump- ánlegir. Vigfús hafði keypt 25 hesta og ráðið tvo menn að auki til far- arinnar, þá Jón Jónsson frá Laug og Guðmund Gíslason læknastúdent frá Eyrarbakka. Í Morgunblaðinu birtist ágæt grein og viðtal við Wegener: „Skipið kom hér að hafnarbakk- anum kl. 5 í gær en Wegener pró- fessor var kominn í land rjett áður og stóð á hafnarbakkanum með myndavjel til að taka myndir af skipinu. … Hafði jeg því tækifæri til að virða þennan heimsfræga vísindamann fyrir mjer stund- arkorn áður en jeg tók hann tali. En Wegener prófessor hefir hlotið heimsfrægð sína að mestu leyti fyrir kenningar sínar um landa- flutningana. Að Ameríkumegin- landið hafi eitt sinn verið áfast við Afríku og Evrópu en smátt og smátt hafi hið forna meginland klofnað – og Ameríka „siglt sinn sjó“ vestur á bóginn. Áður höfðu 5. mynd. Larsen, Vigfús og Wegener máta skó á Grænlandsjökli 1912. Koch hefur tekið myndina og hann notaði hana í ferðabók sinni, Yfir hájökul Grænlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.