Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 106
Náttúrufræðingurinn
106
úr Vopnafirði og suður að Horna-
firði (1. mynd). Aðeins voru ald-
ursgreind bergsýni úr jarðmynd-
unum nálægt kjarna eldstöðvanna.
Notaðar voru tvær aðferðir þegar
færi gafst en önnur þeirra byggist
á niðurbroti úraníumsamsæta (238U
og 235U) í blýsamsætur (206Pb og
207Pb) í steindinni zirkon (ZrSiO4;
2. mynd), sem verður þá að vera til
staðar í bergsýninu. Þessari aðferð
er því aðeins beitt á súrt berg eða
mjög þróað gabbró (þar sem síðasta
bráðin hefur safnast saman fyrir
fullstorknun bergkvikunnar). Hin
tæknin er Ar-Ar aðferðin, sem bygg-
ist á niðurbroti geislavirks kalís í
eðalgastegundina Ar, og hentar sú
aðferð best íslensku bergi. Aðferðin
byggist á umbreytingu 40K í 39Ar
í kjarnaofni (e. nuclear reactor) og
nákvæmri mælingu hlutfalls 40Ar
og 39Ar í massagreini. Gert er ráð
fyrir að allt Ar afgasist við storknun
NIRZ
MIVZ
SIVZ
RRZ
Tertíer berggrunnur Plíó-pleistósen berggrunnur Yngri pleistósen og hólósen berggrunnur
SNVZ
ÖVB
64° 64°
66°66°
22° 18° 14°
14°18°22°
Hell
Hofn
Bur
Vatnajökull
10 Ma
12,7*
14,7
11,7
10,7*
10,1
12,5*
13,1*
12,8
13,4
(12,5)
(9,5)
6,5* –6,6*
5,3-5,7
(6,6)
3,7–3,9*
4,3
(6,6)
11,3
(11,9)
9,2*
9,1–9,2
1. mynd. Kort sem sýnir sýnatökustaði og aldur í milljónum ára. Sýndar eru niðurstöður Ar-Ar og U-Pb aldursgreininga (stjarna við
aldur) ásamt eldri K-Ar greiningum frá Moorbath o.fl.6 (sjá 1. töflu). Brotni hvíti ferillinn táknar 10 Ma jafnaldurskúrfu (e. isochron) á
Austurlandi. Skammstöfun sýna er skýrð í Töflu 1. SNVZ: Snæfellsnesgosbeltið; RRZ: Reykjanesrekbeltið; NIRZ: Norðurlandsrekbeltið;
MIVZ: Mið-Íslandsgosbeltið; SIVZ: Suðurlandsgosbeltið; ÖVB: Öræfajökulsgosbeltið. – Sample locations and their age in million years
(Ma). The 40Ar/39Ar and U-Pb in zircon ages (the latter noted with an asterisk) are indicated as well as older results (in parentheses)
which are from Moorbath et al.6 (see Table 1 for details). The dashed white curve represents the 10 Ma isochron in E-Iceland. Active
volcanic zones: SNVZ: Snaefellsnes Volcanic Zone; MIVZ: Mid-Iceland Volcanic Zone; SIVZ: South Iceland Volcanic Zone; ÖVB:
Öræfajökull volcanic belt; RRZ: Reykjanes Rift Zone; NIRZ: North Iceland Rift Zone.
2. mynd. Bakskautsljómunarmyndir (e.
cathodoluminescence images) af dæmi-
gerðum zirkonkristöllum. A: Fínbeltaður
zirkon úr Berufjarðarrhýólíti stækkaður
500 falt; B: Zirkon með sveiflukenndri
beltun úr granófýri frá Vesturhorni stækk-
aður 350 falt og C: Hlutbeltaður (e. sec-
tor zoning) zirkon úr súra hluta samsetta
gangsins á Streitishvarfi stækkaður 750
falt. – Cathodoluminescence images of
typical zircon crystals. A: Beruf1 rhyolite;
B: Ves2 granophyre and C: Streit1 rhyolite
from a composite dyke.