Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 65
65 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags streymi kviku í möttli. Varminn sem berst með kvikustreymi upp í rætur háhitakerfis nægir til að standa undir upphitun bergs og vökva og náttúrulegu varmatapi. Vinnsla sem fæli í sér upptöku varma umfram náttúrulegt flæði væri því hreint varmanám. Varma- námið gæti raunar verið meira, því náttúrulegt varmaflæði til yfirborðs stöðvast ekki við nýtingu. Þvert á móti gæti það aukist, sérstaklega ef vinnsla leiðir til mikils niðurdráttar grunnvatnsborðs, en slíkur niður- dráttur örvar suðu í uppstreymis- rásum og eykur þannig varmatap um yfirborð. Eins og áður kom fram, hefur Gunnar Böðvarsson17 metið varma- flæði út í gegnum háhitasvæði landsins ~8.000 MWt (8 GWt). Þessi tala hlýtur að vera meðaltal yfir nokkurt tímabil fyrir hvert háhita- svæði, en ætla má að það sé mjög breytilegt milli svæða. Af fjölda inn- skota í fornum megineldstöðvum að dæma er kvikustreymi upp í rætur háhitakerfa tiltölulega sjaldgæfur atburður, en mismikið, alveg eins og eldgos í einstökum eldstöðvum. Til dæmis hefur gosið tvívegis í Öræfa- jökli frá því land byggðist en oft á öld í Grímsvötnum. Endurnýjun varma með kvikuinnspýtingu getur því verið takmörkuð ef nokkur á afskriftartíma einstakra virkjana, jafnvel í ljósi sjálfbærrar þróunar, en slík þróun miðast við að einstök jarðhitakerfi endist í 100–300 ár, sbr. Jónas Ketilsson o.fl.74 Væri miðað við tölu Gunnars Böðvarssonar17 um varmaflæði upp í gegnum háhitasvæði landsins, gert ráð fyrir að djúpvatn væri 300°C í öllum þessum kerfum og að inn- taksþrýstingar á hverfla jarðgufu- virkjana væri 5 bör, samsvarar þetta varmaflæði til rúmlega 900 MW rafafls. Í raun er útilokað að haga borunum svo að nýta megi allt þetta varmaflæði, jafnvel þótt borað væri á öllum háhitasvæðum lands- ins. Einhver varmi hlýtur alltaf að tapast til yfirborðs eða við að hita upp berg. Því er nýtilegur varma- straumur minni en sem nemur 900 MW rafafls. Þegar háhitakerfi eru tekin til nýtingar verður þrýstifall í jarðhita- lindinni sem örvar írennsli grunn- vatns úr umlykjandi bergi. Reynslan sýnir að þetta kalda írennsli skilar sér sem upphitað vatn og gufa inn í vinnsluholur. Upphitunin felur í sér varmanám úr berginu. Fyrir- boði kalds írennslis er lækkun á styrk klóríðs í borholuvökvanum. Styrkur þessa efnis í köldu vatni er lágur en talsvert eða miklu hærri í jarðhitavatni. Það jarðhitakerfi sem vafalítið er best rannsakað allra slíkra kerfa m.t.t. írennslis kalds vatns er Wairakei-jarðhitasvæðið á Nýja-Sjálandi. 15. mynd sýnir lækkun klóríðs með tíma á hinum ýmsu vinnslusvæðum á Wairakei- svæðinu14, en 16. mynd sýnir hluta upphitaðs kalds vatns í holurennsli. Á grundvelli grunnvatnsfræðilegra gagna og breytinga á styrk klóríðs hefur varmanám úr kerfinu vegna 16. mynd. Írennsli kalds grunnvatns í Wairakei-jarðhitakerfið frá upphafi vinnslu 1958 samkvæmt gögnum frá Glover og Mroszek.14 – Cold ground water recharge into the Wairakei geothermal system since exploitation began in 1958 according to data in Glover and Mroszek.14 0 10 20 30 40 1960 1970 1980 1990 2000 2010 % k al t í re nn sl i – % c ol d gr ou nd w at er re ch ar ge Ár – Year 15. mynd. Breytingar á meðalstyrk klóríðs í djúpvatni á hinum ýmsu borholusvæðum á Wairakei-jarðhitasvæðinu á Nýja-Sjálandi. Úr grein eftir Glover og Mroszek.14 – Changes in the average Cl-concentrations of the reservoir fluid in different wellfields at Wairakei. From Glover and Mroszek.14 1000 1200 1400 1600 1960 1970 1980 1990 2000 Önnur svæði – Other areas Vestursvæðið – West Austursvæðið – East Öll svæði – All areas C l- (m g/ kg ) Ár – Year
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.