Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 135

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 135
135 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Árný E. Sveinbjörnsdóttir og Sigfús J. Johnsen Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 135–145, 2012 Ritrýnd grein Fornveðurfar lesið úr Grænlandsjökli Rannsóknir á ískjörnum úr Grænlandsjökli sýna að jökullinn geymir a.m.k. 123 þúsund ára nákvæma og samfellda veðurfarssögu. Endurteknar bor- anir í jökulinn sýna að veðurfar hefur verið mjög óstöðugt á síðasta jökul- skeiði, en 25 sinnum hlýnaði snögglega um 10–15°C og síðan kólnaði aftur, en mun hægar. Hlýindakaflarnir vöruðu flestir í um 1.000–2.000 ár. Mikill munur er á hraða veðurfarsbreytinga við upphaf og lok síðasta jökulskeiðs. Breytingin frá síðasta jökulskeiði í tiltölulega milt veðurfar, sem markaði upphaf okkar eigin hlýskeiðs (nútíma) fyrir um 11,7 þúsund árum, gerðist á einungis 3–50 árum eftir því hvaða breyta er skoðuð. Hröðust er breyt- ingin í sk. tvívetnisauka. Breyting frá síðasta hlýskeiði (Eem) og yfir í síð- asta jökulskeið, sem hófst fyrir um 122 þúsund árum, gerðist aftur á móti á um 7.000 árum. Síðasta hlýskeið hefur verið um 5°C heitara en nú er, en hæð jökulsins hefur þó verið svipuð og nú á öllum borstöðum nema Dye-3 á Suður-Grænlandi, en þar hefur jökullinn verið um 500 m lægri vegna bráðnunar. Miðað við jökulskeiðið hefur veðurfar á nútíma verið stöðugt. Þegar rýnt er nákvæmlega í gögn er þó ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á þessu tæplega 12 þúsund ára tímabili. Mesta og örasta sveiflan varð fyrir 8.200 árum, en þá kólnaði mjög snögglega um einar 4–5 gráður, hélst kalt í u.þ.b. 100–200 ár en þá hlýnaði jafnsnöggt á ný. Minni kuldaköst, en greinileg, hafa einnig orðið fyrir 11,3 þúsund árum og 9,3 þúsund árum. Hlýjast á nútíma var á tímabilinu fyrir 9.000 til 6.000 árum. Af öðrum veður- farsbreytingum sem sjást í kjörnunum nálægt okkur í tíma má nefna hita- aukninguna upp úr 1920 og köldu tímabilin í lok 17. og 14. aldar. Inngangur Á undanförnum árum hefur áhugi manna beinst í auknum mæli að rannsóknum á veðurfarssveiflum fyrri tíma og orsökum þeirra. Þennan áhuga má ekki síst rekja til þeirrar hlýnunar sem menn telja sig nú sjá og hefur verið útskýrð með aukn- ingu á styrk svokallaðra gróður- húsalofttegunda í andrúmsloftinu vegna ýmiss konar mengunar af mannavöldum. Æ sterkari vísbend- ingar eru um að hlýnunin geti raskað umhverfi jarðarinnar veru- lega. Breytt straumakerfi, sem drægi úr Golfstraumnum, gæti haft mikil áhrif á fiskistofna og búsetuskilyrði, meðal annars í okkar heimshluta.1 Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyrri jarðlífsöldum. Þær eru skráðar í jarðlög og sem dæmi má nefna að á kvarter, en svo nefnist 1. mynd. Séð yfir Neem-búðirnar á Norðvestur-Grænlandi (77.45°N 51.06°W). – The Neem camp, NW Greenland (77.45°N 51.06°W).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.