Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 56 háhitasvæði (eða háhitakerfi) ann- ars vegar og lághitasvæði hins vegar, eða allt frá því Gunnar Böðvars- son30 setti fram þessa flokkun. Háhitasvæði svara til flokks (1) í flokkun þeirra Goff og Janik29 en lághitasvæði, a.m.k. í flestum til- fellum, til flokks (2). Háhitakerfi Jarðfræðileg bygging Flest háhitakerfi á Íslandi liggja á eða nálægt flekaskilum í gosbeltunum þar sem eldstöðvarkerfi með sprungu- reinum skera flekaskilin (4. mynd). Í eystra gosbeltinu eru háhitasvæðin tengd megineldstöðvum en í vest- ara gosbeltinu eru ekki megineld- stöðvar nema í Hengli. Jarðskorpunni undir Íslandi hefur verið skipt í fimm lög (0 til 4) út frá mældum hraða hljóðbylgna í hverju lagi.31 Borholur ná niður í þrjú efstu lögin (0 til 2). Lag 3 er talið gert úr innskotabergi en lög 0 til 2 úr set- lögum, hraunlögum og móbergi. Dýpi niður á lag 3 í gosbeltunum er yfirleitt 3–4,5 km. Lag 3 bungar upp undir fornum rofnum megineld- stöðvum í gömlu bergi utan gosbelt- anna. Ólafur G. Flóvenz32 telur að jarðskorpan skiptist ekki í regluleg lög ofan lags 3 heldur að samfelld breyting verði á eðlisþyngd bergsins með vaxandi dýpi. Þversnið gegnum háhitakerfi má sjá í fornum og rofnum megineld- stöðvum í berggrunni frá kvarter en þó einkum frá neógentímabilib (áður síðtertíer) hér á landi. Vitað er um tugi fornra megineldstöðva og a.m.k. í mörgum þeirra eru útkulnuð háhitasvæði (5. mynd). Í eldra bergi utan Íslands, þar sem roföflin hafa haft lengri tíma til að vinna sitt verk, má sjá enn lengra niður í jarðskorp- una. Þannig sjást lagskipt gabbró- innskot frá paleógentímabili (áður ártertíer) í Skotlandi sem hafa mynd- ast á 3–5 km dýpi og enn stærra inn- skot, hið fræga Skaergaard-gabbró, af sömu gerð á austurströnd Græn- lands sem myndaðist á 5–8 km dýpi.33 Ummyndun bergs í og við innskot í fornum megineldstöðvum hér á landi bendir eindregið til þess að háhitakerfin tengist innskotum. Í hinum djúpstæðu innskotum utan Íslands sýna súrefnissamsætur að bergið í þeim hefur hvarfast við mikið vatn sem er úrkoma að upp- runa.34,35 Þessi samsætuskipti segja þó ekkert um lekt bergsins þegar það var að ummyndast. Basaltkvika sem myndast í möttli er eðlisléttari en möttulbergið og vill því rísa. Kvikan hefur tilhneigingu til að safnast upp í stórar kvikuþrær á mótum möttuls og jarðskorpu36 en einnig í minni hólf ofar, eða á mótum laga 2 og 3, vegna þess að kvikan er gjarnan eðlisléttari en bergið í lagi 3 en eðlisþyngri en lag 2. Þannig vex lag 3 ofan frá en þrýstist niður um leið.37 Oft nær kvikan þó að mynda smærri innskot í lagi 2, en boranir í mörg virk háhitasvæði sýna að inn- skot eru jafnan tiltölulega algeng á um 1000 m dýpi og ríkjandi neðan um 2000 m dýpis. Talið er að inn- skot efst í lagi 3 séu meginvarma- gjafi háhitakerfanna, ýmist bráðin eða storknuð. Grunnstæðari inn- skot gefa minni varmainnspýtingu í þessi kerfi. Djúpstæðari innskot gætu einnig veitt varma inn í háhita- kerfi ef góð lekt nær nógu djúpt. Að öðrum kosti kólna þessi innskot mjög hægt með varmaleiðingu og duga því ekki til að viðhalda afl- miklum háhitakerfum. Varmaflæði hefur verið mælt nákvæmlega á háhitasvæðinu á Reykjanesi.38 Náttúrulegt varmatap frá jarðhitakerfinu nemur 130 MWt á um 2 km2 svæði. Erfitt er að skýra svo mikið varmaflæði um jafnlítið svæði, nema ef varmagjafinn undir kerfinu sé mjög heitur, þ.e. kvika eða storknuð innskot sem enn eru mjög heit. Lekt bergsins yfir varma- gjafanum verður líka að vera góð til að öflug hræring jarðhitavökv- ans sé möguleg. Líkur eru á að hið sama gildi um mörg önnur háhita- svæði en líklega þó ekki öll. Nátt- úrulegt varmatap hefur einnig verið mælt á ýmsum jarðhitasvæðum erlendis.15,16 Hræring Gliðnunarsprungurnar og mis- gengin í reinunum sem skera háhita- svæðin hafa meiri lekt en þau ungu hraun sem þau skera39 og af gögnum Kristjáns Sæmundssonar og Ingvars Birgis Friðleifssonar40 að dæma miklu meiri lekt en berg í dýpri jarðlögum sem þau hafa brotið upp. Írennsli í háhitasvæðin er því að lík- indum mest eftir þessum sprungum og uppstreymi verður í þeim yfir heitum varmagjafa. Allar líkur eru á því að öll háhitakerfi séu hræring- arkerfi vegna þess hve hiti í þeim er hár og jarðhitavatnið því eðlislétt. Hræringin hlýtur að einkennast af niðurstreymi á köldu grunnvatni í næsta nágrenni háhitakerfanna, jafnvel innan þeirra, en uppstreymi yfir varmagjafanum. Mögulegt er að írennslisvatnið sé langt að komið, en sé svo er líklegt að aðrennslið sé tiltölulega grunnt en svo steypist vatnið niður nærri svæðunum sjálfum.41 Sum háhitasvæði landsins eru margir tugir ferkílómetra að flat- armáli. Ólíklegt verður að teljast að þau einkennist af einu hræring- arkerfi, þ.e. einu meginuppstreymi heits vatns og gufu, heldur að upp- streymissvæðin séu fleiri. Boranir á tveimur háhitasvæðum (Kröflu og Nesjavöllum) benda til þess að gufupúði sé í rótum kerfanna næst varmagjafanum, en ofar er heita- vatnskerfi þar sem vatnið er sjóð- andi (6. mynd). Í Kröflu er hiti undir suðumarki víða ofan á sjóð- andi heitavatnskerfi. Síðarnefnda kerfið er jafnan nefnt neðra kerfi en hið fyrrnefnda efra kerfi.42 Innihald svonefndra utangarðsefna (klóríðs, bórs) í jarðhitavökvanum í Kröflu- kerfinu bendir til þess að vökvinn í hinu sjóðandi vatnskerfi sé blanda af gufu úr gufupúðanum og vatn- inu úr efra kerfinu.43 Af landslagi á Kröflusvæðinu að dæma streymir grunnvatn frá norðri til suðurs yfir háhitakerfið. Niðurstöður Giroud43 gefa til kynna að hluti vatnsins í þessum straumi sígi niður að b Samkvæmt jarðsögutöflu Alþjóðajarðfræðisambandsins hefur jarðsögutímabilið tertíer verið fellt út og í stað þess eru komin tvö tímabil, neógen og paleógen. Neógen nær yfir míósen- og plíósentíma og paleógen yfir paleósen-, eósen- og ólígósentíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.