Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 75
75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Íslandi á elsta hluta síðasta jökul-
skeiðs (ár-Weichsel) nema það sem
komið hefur fram við rannsóknir
á berggrunni ungra megineld-
stöðva, t.d. Kröflu og Hengils.9,10
Þar eru hraunlög og móbergsmynd-
anir vitnisburður um að við upp-
hleðslu staflans skiptust á hlýinda-
og kuldakaflar. Á hlýindaköflum
voru a.m.k. hlutar gosbeltanna á
Norður- og Suðvesturlandi íslausir,
en á kuldaköflum er líklegt að jök-
ull hafi þakið allt landið og jökul-
brúnin legið utar en sem nemur
núverandi strönd landsins. Aldurs-
greiningar (40Ar/39Ar) súrra berg-
myndana á Kröflusvæðinu benda
til þess að fyrir 85.000 til 90.000
árum hafi þar staðið yfir kuldakafli
og jökulskjöldur hulið svæðið.9,10
Skálamælifell og fleiri smástapar
á sunnanverðum Reykjanesskaga
mynduðust fyrir um 94.000 árum11
en þá huldi a.m.k. 250 m þykkur
jökull þann hluta skagans og náði
jökullinn út fyrir núverandi strönd
landsins.
Margs konar jarðmyndanir, setlög,
hraunlög og aðrar gosmyndanir frá
miðhluta síðasta jökulskeiðs (mið-
Weichsel) hafa fundist á nokkrum
stöðum á Reykjanesskaga2,12 og í
nágrenni Reykjavíkur,13 en einnig
í nágrenni Rauðanúps á Melrakka-
sléttu á norðausturhorni landsins.2,14
Í setlögum í Rauðamel í nágrenni
Stapafells fannst hvalbein, sem við
aldursgreiningu reyndist vera um
39.500 ára gamalt.2 Seinna lækk-
aði sjávarborð og landið umhverfis
Rauðamel varð að þurrlendi. Þá
rann hraun upp að og að hluta til
yfir fyrrnefnda setmyndun. Jökul-
rákir á yfirborði hraunsins eru til
vitnis um að jöklar á hámarki síðasta
jökulskeiðs, fyrir um 25.000 árum,
gengu yfir þetta svæði. Um 32.200
ára gamlar skeljar í sjávarsetlögum
á Seltjarnarnesi sýna að þá var sá
hluti landsins íslaus og neðan sjávar-
máls. Við Rauðanúp á Melrakka-
sléttu segja jarðlög okkur nokkurn
veginn sömu sögu. Því er ljóst að á
tímabilinu fyrir 39.500–25.000 árum
voru a.m.k. núverandi strandsvæði
landsins íslaus.
Hámark síðasta jökul-
skeiðs
Við hámark síðasta jökulskeiðs, fyrir
um 25.000 árum, voru jöklar á
Íslandi mjög stórir eins og annars
staðar á norðurhveli jarðar og höfðu
jöklar stækkað frá því sem áður var
um miðhluta jökulskeiðsins (mið-
Weichsel), þegar a.m.k. núverandi
strandsvæði landsins og hluti gos-
beltanna á Suðvestur- og Norður-
landi voru íslaus.2 Um hámark
síðasta jökulskeiðs þakti stór jökul-
skjöldur allt landið; ísaskil hans
lágu sennilega frá austri til vest-
urs yfir miðju þess en frá þeim
teygðu jökultungur sig langt út á
landgrunnið. Landslag og landform,
eins og djúpir firðir, jökulruðningur
og stefna jökulráka á eyjum og
annesjum, sýna að öll strandsvæði
landsins hafa einhvern tíma hul-
ist jökli. Um miðja 20. öld var sýnt
fram á að jökull hafði náð norður
yfir Grímsey.15,16,17 Seinna kom í ljós
að þessi jökull átti uppruna sinn á
Miðnorðurlandi.18,19 Árið 1975 var í
fyrsta sinn lýst um 100 km löngum
og allt að 50 m háum jökulgarði á
200–350 m dýpi á landgrunninu
undan Breiðafirði.20 Í kjölfar rann-
sókna á Hornströndum í upphafi
níunda áratugar síðustu aldar voru
settar fram hugmyndir um að við
hámark síðasta jökulskeiðs hafi jök-
ulþekjan þar náð a.m.k. 10–20 km
út á landgrunnið.21
1. tafla. Skipting síðjökultíma og upphafs
nútíma í hin mismunandi skeið sem vísað er
til í greininni. Hér hefur geislakolsárum BP
(14C árum BP) fyrir nútíma (AD 1950)
verið breytt í kvörðuð ár (calibrated [cal.]
years BP) með forritinu „CALIB Radiocar-
bon Calibration, Version 6.0html“.
2. mynd. Stóri-Sandhóll í mynni Skorradals. Aldursákvarðanir á skeljum sjávardýra
sýna að hann myndaðist á fyrri hluta Bøllingskeiðs, fyrir 14.600 árum, þegar afstætt
sjávarborð var í um 150 m hæð yfir sjó. – The marine limit formation Stóri-Sandhóll at
150 m a.s.l. in Skorradalur, West Iceland. Two radiocarbon-dated samples of mollusc
shells have yielded Bølling ages. Ljósm./Photo: Hreggviður Norðdahl.