Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 75

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 75
75 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Íslandi á elsta hluta síðasta jökul- skeiðs (ár-Weichsel) nema það sem komið hefur fram við rannsóknir á berggrunni ungra megineld- stöðva, t.d. Kröflu og Hengils.9,10 Þar eru hraunlög og móbergsmynd- anir vitnisburður um að við upp- hleðslu staflans skiptust á hlýinda- og kuldakaflar. Á hlýindaköflum voru a.m.k. hlutar gosbeltanna á Norður- og Suðvesturlandi íslausir, en á kuldaköflum er líklegt að jök- ull hafi þakið allt landið og jökul- brúnin legið utar en sem nemur núverandi strönd landsins. Aldurs- greiningar (40Ar/39Ar) súrra berg- myndana á Kröflusvæðinu benda til þess að fyrir 85.000 til 90.000 árum hafi þar staðið yfir kuldakafli og jökulskjöldur hulið svæðið.9,10 Skálamælifell og fleiri smástapar á sunnanverðum Reykjanesskaga mynduðust fyrir um 94.000 árum11 en þá huldi a.m.k. 250 m þykkur jökull þann hluta skagans og náði jökullinn út fyrir núverandi strönd landsins. Margs konar jarðmyndanir, setlög, hraunlög og aðrar gosmyndanir frá miðhluta síðasta jökulskeiðs (mið- Weichsel) hafa fundist á nokkrum stöðum á Reykjanesskaga2,12 og í nágrenni Reykjavíkur,13 en einnig í nágrenni Rauðanúps á Melrakka- sléttu á norðausturhorni landsins.2,14 Í setlögum í Rauðamel í nágrenni Stapafells fannst hvalbein, sem við aldursgreiningu reyndist vera um 39.500 ára gamalt.2 Seinna lækk- aði sjávarborð og landið umhverfis Rauðamel varð að þurrlendi. Þá rann hraun upp að og að hluta til yfir fyrrnefnda setmyndun. Jökul- rákir á yfirborði hraunsins eru til vitnis um að jöklar á hámarki síðasta jökulskeiðs, fyrir um 25.000 árum, gengu yfir þetta svæði. Um 32.200 ára gamlar skeljar í sjávarsetlögum á Seltjarnarnesi sýna að þá var sá hluti landsins íslaus og neðan sjávar- máls. Við Rauðanúp á Melrakka- sléttu segja jarðlög okkur nokkurn veginn sömu sögu. Því er ljóst að á tímabilinu fyrir 39.500–25.000 árum voru a.m.k. núverandi strandsvæði landsins íslaus. Hámark síðasta jökul- skeiðs Við hámark síðasta jökulskeiðs, fyrir um 25.000 árum, voru jöklar á Íslandi mjög stórir eins og annars staðar á norðurhveli jarðar og höfðu jöklar stækkað frá því sem áður var um miðhluta jökulskeiðsins (mið- Weichsel), þegar a.m.k. núverandi strandsvæði landsins og hluti gos- beltanna á Suðvestur- og Norður- landi voru íslaus.2 Um hámark síðasta jökulskeiðs þakti stór jökul- skjöldur allt landið; ísaskil hans lágu sennilega frá austri til vest- urs yfir miðju þess en frá þeim teygðu jökultungur sig langt út á landgrunnið. Landslag og landform, eins og djúpir firðir, jökulruðningur og stefna jökulráka á eyjum og annesjum, sýna að öll strandsvæði landsins hafa einhvern tíma hul- ist jökli. Um miðja 20. öld var sýnt fram á að jökull hafði náð norður yfir Grímsey.15,16,17 Seinna kom í ljós að þessi jökull átti uppruna sinn á Miðnorðurlandi.18,19 Árið 1975 var í fyrsta sinn lýst um 100 km löngum og allt að 50 m háum jökulgarði á 200–350 m dýpi á landgrunninu undan Breiðafirði.20 Í kjölfar rann- sókna á Hornströndum í upphafi níunda áratugar síðustu aldar voru settar fram hugmyndir um að við hámark síðasta jökulskeiðs hafi jök- ulþekjan þar náð a.m.k. 10–20 km út á landgrunnið.21 1. tafla. Skipting síðjökultíma og upphafs nútíma í hin mismunandi skeið sem vísað er til í greininni. Hér hefur geislakolsárum BP (14C árum BP) fyrir nútíma (AD 1950) verið breytt í kvörðuð ár (calibrated [cal.] years BP) með forritinu „CALIB Radiocar- bon Calibration, Version 6.0html“. 2. mynd. Stóri-Sandhóll í mynni Skorradals. Aldursákvarðanir á skeljum sjávardýra sýna að hann myndaðist á fyrri hluta Bøllingskeiðs, fyrir 14.600 árum, þegar afstætt sjávarborð var í um 150 m hæð yfir sjó. – The marine limit formation Stóri-Sandhóll at 150 m a.s.l. in Skorradalur, West Iceland. Two radiocarbon-dated samples of mollusc shells have yielded Bølling ages. Ljósm./Photo: Hreggviður Norðdahl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.