Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 137

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 137
137 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags á Suðaustur-Grænlandi (2. og 3. mynd).22 Borstaðurinn við Dye-3 var hins vegar ekki sá ákjósanleg- asti og kemur þar tvennt til: Annars vegar eru sumrin það hlý á Suður- Grænlandi að bráðnun á sér stað; bráðin sýgur í sig uppleyst efni úr andrúmsloftinu áður en hún frýs á ný og efnasamsetning íssins breyt- ist þannig. Hins vegar geymir hinn tæplega 2.040 m langi kjarni ein- ungis samfelldar upplýsingar um umhverfisþætti jarðarinnar síðustu 50 þúsund árin, vegna þess að lag- skiptingin í neðstu 100 m íssins hafði raskast. Til að halda kostn- aði niðri réðst val á þessum bor- stöðum báðum, Camp Century og Dye-3, af staðsetningu bandarískra herstöðva á Grænlandi. Eftir niður- stöður og túlkanir mælinga úr þeim varð það draumur margra að bora í hábungu Grænlands, þar sem menn töldu mestar líkur á að fá kjarna með óraskaðri lagskiptingu og elsta ís sem Grænland geymir. Þessi draumur varð að veruleika á árunum 1988–1993 þegar tveir ískjarnar, GRIP og GISP 2, voru bor- aðir út á hábungu Grænlandsjökuls (Summit), sá fyrri af evrópskum vísindaleiðangri23,24 en sá síðari af bandarískum vísindamönnum.25 Báðir voru kjarnarnir rúmlega 3 km langir og elsti ís við botninn a.m.k. 150.000 ára. Hins vegar reyndist lag- skipting í neðstu metrum kjarnanna röskuð.26 Kjarnarnir endurspegla vel veðurfarssögu Norður-Atlants- hafssvæðisins aftur undir lok síð- asta jökulskeiðs. Auk þess er veður- far á nútíma, eins og okkar hlýskeið nefnist, vel varðveitt í kjörnunum. Til að freista þess að ná óröskuðum ís frá síðasta hlýskeiði (Eem) var á árunum 1997–2003 ráðist í NGRIP- djúpborunina, um 325 km NNV af Summit (2. mynd). Eem-hlýskeiðið er þýðingarmikið til samanburðar við okkar eigið hlýskeið og mögu- leg endalok þess, því fyrri rann- sóknir á Grænlandskjörnum sýna að hitastigið á Eem hefur verið um 5°C hærra en nú. Þess vegna veitir jökulís frá þessu tímabili okkur tækifæri til að rannsaka hvaða lofts- lagsbreytinga við getum vænst ef hitastig jarðar heldur áfram að hækka eins og loftslagsspár gera ráð fyrir. Hitastreymi við botn NGRIP-bor- staðarins og þar suðuraf er óvenju- lega hátt og því á sér stað bráðnun við botninn. Það þýðir að lagskipt- ing kjarnans er ótrufluð allt til botns, en röskuð lagskipting hefur verið vandamál í neðstu metrum fyrri kjarna. Hins vegar er elsti ísinn horfinn.2 Niðurstöður samsætu- mælinga sýna engu að síður að NGRIP-kjarninn geymir óraskaða veðurfarssögu Norður-Atlantshafs- svæðisins síðustu 123.000 árin. Þetta þýðir að NGRIP-kjarninn er fyrsti ískjarni á norðurhveli sem endur- speglar nákvæmlega óraskaða veð- urfarssögu frá lokum síðasta hlý- skeiðs (Eem) og nákvæmar breyt- ingar frá hlýskeiði yfir í jökulskeið. Vegna bráðnunarinnar er hvert árlag NGRIP-kjarnans þykkara en fengist hefur í eldri kjörnum og því unnt að rannsaka þær veðurfarsbreytingar sem í kjarnann eru skráðar með mun hærri upplausn en hingað til hefur verið mögulegt.2 Þykkt árlaganna gerir okkur kleift að aldursgreina NGRIP-ískjarnann mjög nákvæm- lega með talningu árlaga.27–29 Sem dæmi má nefna að á um 3.000 m dýpi, þar sem ísinn er um 105.000 ára, er hvert árlag um 1,1 cm að þykkt. Með núverandi tækjabúnaði og mæliaðferðum er einmitt unnt að greina breytingar í árlögum með þykkt niður undir 1 cm. Í tengslum við alþjóðlegt heim- skautaár 2007 var þess enn á ný freistað að ná upp jökulís sem endurspeglar veðurfar á öllu Eem- hlýskeiðinu (NEEM – North Eemian Ice Project). NEEM-borstaðurinnn (55°N 51,6°W) liggur á ísaskilum milli NGRIP- og Camp Century-bor- staðanna (2. mynd). Sumarið 2010 lauk borun 2.538 m langs kjarna. Niðurstöður hafa ekki verið birtar, en frumniðurstöður benda til ein- hverrar röskunar árlaga í neðstu u.þ.b. 300 metrum kjarnans. Vonir standa þó til að unnt verði að túlka 3. mynd. Sigfús J. Johnsen og Pálína Kristinsdóttir að störfum við borun á Dye-3 á Suðaustur-Grænlandsjökli. – Sigfús J. Johnsen and Pálína Kristinsdóttir operat- ing the ice core drill at Dye-3, S-Greenland. 4. mynd. Nýr ískjarni kominn upp á yfirborð. – Newly drilled icecore still within the core barrel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.