Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 137
137
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
á Suðaustur-Grænlandi (2. og 3.
mynd).22 Borstaðurinn við Dye-3
var hins vegar ekki sá ákjósanleg-
asti og kemur þar tvennt til: Annars
vegar eru sumrin það hlý á Suður-
Grænlandi að bráðnun á sér stað;
bráðin sýgur í sig uppleyst efni úr
andrúmsloftinu áður en hún frýs á
ný og efnasamsetning íssins breyt-
ist þannig. Hins vegar geymir hinn
tæplega 2.040 m langi kjarni ein-
ungis samfelldar upplýsingar um
umhverfisþætti jarðarinnar síðustu
50 þúsund árin, vegna þess að lag-
skiptingin í neðstu 100 m íssins
hafði raskast. Til að halda kostn-
aði niðri réðst val á þessum bor-
stöðum báðum, Camp Century og
Dye-3, af staðsetningu bandarískra
herstöðva á Grænlandi. Eftir niður-
stöður og túlkanir mælinga úr þeim
varð það draumur margra að bora
í hábungu Grænlands, þar sem
menn töldu mestar líkur á að fá
kjarna með óraskaðri lagskiptingu
og elsta ís sem Grænland geymir.
Þessi draumur varð að veruleika
á árunum 1988–1993 þegar tveir
ískjarnar, GRIP og GISP 2, voru bor-
aðir út á hábungu Grænlandsjökuls
(Summit), sá fyrri af evrópskum
vísindaleiðangri23,24 en sá síðari
af bandarískum vísindamönnum.25
Báðir voru kjarnarnir rúmlega 3 km
langir og elsti ís við botninn a.m.k.
150.000 ára. Hins vegar reyndist lag-
skipting í neðstu metrum kjarnanna
röskuð.26 Kjarnarnir endurspegla
vel veðurfarssögu Norður-Atlants-
hafssvæðisins aftur undir lok síð-
asta jökulskeiðs. Auk þess er veður-
far á nútíma, eins og okkar hlýskeið
nefnist, vel varðveitt í kjörnunum.
Til að freista þess að ná óröskuðum
ís frá síðasta hlýskeiði (Eem) var á
árunum 1997–2003 ráðist í NGRIP-
djúpborunina, um 325 km NNV af
Summit (2. mynd). Eem-hlýskeiðið
er þýðingarmikið til samanburðar
við okkar eigið hlýskeið og mögu-
leg endalok þess, því fyrri rann-
sóknir á Grænlandskjörnum sýna
að hitastigið á Eem hefur verið um
5°C hærra en nú. Þess vegna veitir
jökulís frá þessu tímabili okkur
tækifæri til að rannsaka hvaða lofts-
lagsbreytinga við getum vænst ef
hitastig jarðar heldur áfram að
hækka eins og loftslagsspár gera
ráð fyrir.
Hitastreymi við botn NGRIP-bor-
staðarins og þar suðuraf er óvenju-
lega hátt og því á sér stað bráðnun
við botninn. Það þýðir að lagskipt-
ing kjarnans er ótrufluð allt til botns,
en röskuð lagskipting hefur verið
vandamál í neðstu metrum fyrri
kjarna. Hins vegar er elsti ísinn
horfinn.2 Niðurstöður samsætu-
mælinga sýna engu að síður að
NGRIP-kjarninn geymir óraskaða
veðurfarssögu Norður-Atlantshafs-
svæðisins síðustu 123.000 árin. Þetta
þýðir að NGRIP-kjarninn er fyrsti
ískjarni á norðurhveli sem endur-
speglar nákvæmlega óraskaða veð-
urfarssögu frá lokum síðasta hlý-
skeiðs (Eem) og nákvæmar breyt-
ingar frá hlýskeiði yfir í jökulskeið.
Vegna bráðnunarinnar er hvert árlag
NGRIP-kjarnans þykkara en fengist
hefur í eldri kjörnum og því unnt að
rannsaka þær veðurfarsbreytingar
sem í kjarnann eru skráðar með mun
hærri upplausn en hingað til hefur
verið mögulegt.2 Þykkt árlaganna
gerir okkur kleift að aldursgreina
NGRIP-ískjarnann mjög nákvæm-
lega með talningu árlaga.27–29 Sem
dæmi má nefna að á um 3.000 m
dýpi, þar sem ísinn er um 105.000
ára, er hvert árlag um 1,1 cm að
þykkt. Með núverandi tækjabúnaði
og mæliaðferðum er einmitt unnt
að greina breytingar í árlögum með
þykkt niður undir 1 cm.
Í tengslum við alþjóðlegt heim-
skautaár 2007 var þess enn á ný
freistað að ná upp jökulís sem
endurspeglar veðurfar á öllu Eem-
hlýskeiðinu (NEEM – North Eemian
Ice Project). NEEM-borstaðurinnn
(55°N 51,6°W) liggur á ísaskilum
milli NGRIP- og Camp Century-bor-
staðanna (2. mynd). Sumarið 2010
lauk borun 2.538 m langs kjarna.
Niðurstöður hafa ekki verið birtar,
en frumniðurstöður benda til ein-
hverrar röskunar árlaga í neðstu
u.þ.b. 300 metrum kjarnans. Vonir
standa þó til að unnt verði að túlka
3. mynd. Sigfús J. Johnsen og Pálína Kristinsdóttir að störfum við borun á Dye-3
á Suðaustur-Grænlandsjökli. – Sigfús J. Johnsen and Pálína Kristinsdóttir operat-
ing the ice core drill at Dye-3, S-Greenland.
4. mynd. Nýr ískjarni kominn upp á yfirborð. –
Newly drilled icecore still within the core barrel.