Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 49
49 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Stefán Arnórsson Varmi í jarðskorpunni og einstökum jarðvarmakerfuma getur ekki flokkast með endurnýjanlegum orkulindum skv. viðtekinni skilgreiningu, sem segir að endurnýjanlegar orkulindir endurnýi sig jafnhratt eða hraðar en af þeim er tekið. Raunar er endurnýjun jarðvarma hvar sem er á jörðinni, a.m.k. þar sem nýting er umfangsmikil, svo hæg að það munar nánast ekkert um hana. Því er rétt að líta á öll jarðvarmakerfi sem varmanámur. Það skiptir miklu máli, bæði fyrir almenning og ráðamenn á Íslandi, að vita og skilja að jarð- hitaauðlindin er í eðli sínu ekki endurnýjanleg. Sú vitneskja og sá skilningur skipta raunar sköpum fyrir mótun viðhorfa okkar til þess hvernig auðlindin skuli nýtt. Evrópusambandið og orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna (Min- istry of Energy) flokka jarðvarma sem endurnýjanlega orkulind þótt það standist ekki eðlisfræðilega. Svo virðist sem flokkun þessara aðila byggist ekki á eðli jarðvarma heldur því að jarðvarminn er tiltölulega vistvænn orku- gjafi og varmaforðinn í jarðskorpunni gífurlegur. Af þeim sökum er ástæða til að leggja aukna áherslu á nýtingu jarðvarma en draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis vegna þeirra hnattrænu breytinga á umhverfinu sem fylgja nýtingu þess. Hingað til hefur nýting jarðvarma á heimsvísu byggst á borunum í jarðhitakerfi með leku bergi. Þorri alls varma í jarðskorpunni er hins vegar í þéttu, vatnssnauðu bergi, enda er það algengast. Núverandi tækniþekking leyfir ekki nýtingu varma í þéttu bergi, en með þróun nýrrar tækni gæti hún tekist. Fari svo, opnast gífurlega stór varmanáma. Mikið fé er nú lagt í að þróa slíka tækni, en hún er tæplega áhugaverð fyrir jarðhita- nýtingu á Íslandi, a.m.k. ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 49–72, 2012 Eðli og endurnýjanleiki jarðvarmakerfa Inngangur Jarðhiti er meðal verðmætustu auð- linda á Íslandi. Á heimsvísu er jarðhitinn lítil orkulind þótt hann sé mikilvægur í mörgum löndum, ekki síst þróunarlöndum. Jarðhiti hefur nokkra sérstöðu meðal orku- linda. Hann er staðbundin auðlind í jörðu og notkunarmöguleikarnir eru margir. Þeim er jafnan skipt í tvo flokka, raforkuframleiðslu annars vegar og beina nýtingu varmans hins vegar, eins og til upphitunar húsa og fyrir ýmsan iðnað.1,2 Vegna þess að jarðvarmi er auð- lind í jörðu er ætíð óvissa fyrir hendi um árangur þegar áform um nýtingu á tilteknu svæði verða að veruleika. Óvissan stafar af því að upplýsingar um eiginleika auðlind- arinnar skortir þegar lagt er af stað með nýtingu fyrir augum. Þessara upplýsinga verður ekki aflað nema með borunum og þær eru dýrar. Þá er ekki vitað með vissu í upp- hafi hvernig tiltekið jarðhitakerfi, sem tekið er til vinnslu, bregst við vinnsluálaginu eða hversu lengi það endist. Viðskipta- og markaðslega séð er notkun jarðvarma til raforkufram- leiðslu allt annars eðlis en notkun jarðefnaeldsneytis (jarðolíu, jarðgass og kola) og kjarnorku. Tveir síðar- nefndu orkugjafarnir eru keyptir á markaði og fluttir þangað sem raforkunnar er þörf, og bygging nýrra raforkuvera er endurtekning á byggingu eldri raforkuvera. Allt þetta gerir það kleift að dagsetja með löngum fyrirvara gangsetningu nýrra raforkuvera sem nota jarðefna- eldsneyti eða kjarnorku og ákveða stærð þeirra miðað við þarfir mark- aðarins. Um vatnsafl gildir svipað. Því fylgir ekki mikill kostnaður að meta með góðri vissu stærð og hag- kvæmni vatnsaflsvirkjana þótt það geti tekið langan tíma. En jarðhit- inn er annars eðlis. Áður en unnt er að taka vel grundaða ákvörðun um byggingu jarðgufuvirkjunar, bæði stærð hennar og gangsetn- ingu, er ekki aðeins nauðsynlegt að fjárfesta mikið í borunum heldur einnig meta vandlega umhverfis- áhrif nýtingar. Auk þess er óvíst að sú stærð virkjunar sem markaður- inn þarfnast sé í takt við óvissuna um hvað auðlindin beri stóra virkjun og hversu lengi hún muni endast. Það er því aðeins auðvelt að virkja jarðgufu til raforkuframleiðslu ef a Orðið jarðvarmakerfi er hér notað í sömu merkingu og enska hugtakið „geothermal system“. Hér er orðið jarðhitakerfi látið samsvara enska hugtakinu „hydrothermal system“ og er það í samræmi við málvenju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.