Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 133

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 133
133 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hættu staddur?”17, og er sú frásögn sem hér fer á eftir um margt byggð á honum. Það nýnæmi var í leið- angrinum að þar voru tveir mót- orsleðar, þeir fyrstu sem reynt var að nota á heimskautasvæðum. Ætl- unin var að flytja allan farangurinn, sem var geysimikill, á hestum upp skriðjökulinn upp í um 1.000 m hæð, en þar voru aðalbúðir leiðangursins reistar. Jafnframt skyldi komið upp mannaðri athugunarstöð í Eismitte á hájöklinum, í um 400 km fjarlægð. Þar átti að treysta á mótorsleðana. Verkefni Vigfúsar og félaga hans var að sjá um flutningana frá strönd- inni, upp brattan og sundursprung- inn skriðjökulinn og upp í aðal- búðir. Mótorsleðana varð einnig að draga þessa leið. Jón frá Laug lýsir því svo: „Í fyrstu vannst verkið sæmi- lega, en er á leið spilltist jökull- inn mjög og sprakk allur sundur, svo að þeir voru daglega í hinni mestu hættu staddir og alltaf á nálum um að missa hesta og farangur í sprungurnar. Þó misstum við aðeins einn hest alveg. Að lokum varð við ekkert ráðið og var þá það ráð tekið að ryðja braut upp eftir malarhrygg þeim, er kom fram undan rönd jökulsins og náði alveg upp á brún og unnu að því verki um 30 Grænlendingar undir stjórn Wegeners.“ Í byrjun ágúst var farið að nota þennan veg. Jón og Guðmundur höfðu 20 hesta undir klyfjum og fóru eina ferð á dag. Oft var unnið 14 til 16 tíma á sólarhring. Vigfús hélt til uppi á jöklinum og flutti far- angur, einkum bensín, frá aðalstöð og lengra inn á jökulinn á tveimur hestasleðum. Það verk var þó allt unnið fyrir gýg, eins og síðar kom á daginn. Hinsta för Wegeners Meðan á þessu stóð var einnig unnið að því að koma upp stöðinni á Eismitte. Flutningarnir þangað áttu einkum að verða á mótorsleð- unum, en það tók langan tíma að gera þá klára. Á meðan beðið var voru vistir og vísindatæki selflutt á hundasleðum inn á jökul og bráða- birgðabúðir reistar á Eismitte. Þar voru vísindamennirnir Johannes Georgi og Ernst Sorge skildir eftir svo rannsóknir gætu hafist. En loks þegar sleðarnir voru tilbúnir reynd- ust þessi farartæki, sem allir höfðu borið svo mikið traust til, afar illa. Þeir áttu að geta farið allt að 100 km/klst. en komust þó aldrei meira en 25 km/klst., oftast miklu hægar. Þeir áttu að geta borið tonn en reyndust ekki geta flutt nema bens- ínið sem þeir eyddu svo langa leið sem var til Eismitte. Þá var það ráð tekið að koma upp birgðastöðvum inni á jökli, en í því brasi biluðu báðir sleðarnir svo áhafnir þeirra urðu að ganga frá þeim og náðu við illan leik heim. „Þannig urðu mót- orsleðarnir, sem gert var ráð fyrir að yrðu heill og hamingja leiðang- ursins, þvert á móti hans mesta böl“, skrifar Jón frá Laug. Það var komið fram í miðjan september og tekið að syrta í álinn, og Jón heldur áfram: „Þegar hér er komið sögu eru ástæður því þessar: Tveir menn, þeir Dr. Georgi og Dr. Sorge, eru staddir uppi á jökli, 400 km frá aðalstöðinni, húslausir, með ónógan forða af vistum og elds- neyti og engin loftskeytatæki. Mótorsleðarnir báðir bilaðir og orðið svo áliðið að tvísýnt er um, að komist verði til þeirra á hundasleðum. Grænlendingar telja vandséð hvað hundar þoli úr því að frostið sé komið niður fyrir 40 gráður. Nú var aðeins um tvennt að gera: annað hvort að láta þá félaga eiga sig uppi á jökl- inum eða fara til móts við þá á hundasleðum. Að láta þá eiga sig hjálparlausa, gat ekki komið til mála, þar sem annar eins maður og prófessor Wegener átti hlut að máli. Hann hlaut að taka síð- ari kostinn, jafnvel þó engin von hefði verið um að bjarga þeim. Ég get ekki stillt mig um að minn- ast nokkru nánar á próf. Wegener í þessu sambandi, því ég hygg, að leitun sé að öðrum eins dreng eða meira valmenni en hann er. Hefi ég aldrei unnið hjá öðrum eins yfirmanni. Hann var í öllu vakandi yfir velferð okkar sam- verkamanna sinna.“ Þannig hljóðar lýsing Jóns frá Laug á Wegener. Og í samræmi við umhyggjusemina sem hann lýsir hélt Wegener sjálfur af stað í hinn tví- sýna björgunarleiðangur inn á jökul- inn, við fimmtánda mann og hunda, hinn 23. september 1930. Þeir hugð- ust ná til Eismitte á 20 dögum. Íslendingarnir héldu störfum sínum áfram, en þann 4. október luku þeir flutningunum. Strax morguninn eftir lögðu Vigfús og Jón af stað til Íslands en Guðmundur varð eftir. Þeim félögum leið þó ekki vel, vitandi af Wegener og mönnum hans inni á reginjökli, og fljótlega bárust þeim fréttir af því að ferðin gengi afar illa. Gert hafði grenjandi stórhríð á þá svo þeir sátu veðurtepptir dögum saman. Wegener sá fram á að vistir myndu fljótt ganga til þurrðar og sendi því níu Grænlendinga til baka. Hálfum mánuði síðar, þegar þeir Vigfús voru komnir langt suður með Grænlandsströndum, bárust aftur slæmar fréttir með þremur björgunar- mönnum sem Wegener neyddist til að senda heim. Þá voru þeir enn ekki komnir hálfa leið að Eismitte. En áfram brutust þeir þrír á þremur sleðum, Þjóðverjarnir Wegener og Fritz Löve og Grænlendingurinn Rasmus Villumsen. Vigfús og Jón héldu einnig áfram sinni för og þann 21. desember stigu þeir á land í Reykjavík og náðu að halda jól með sínu fólki. Það skyggði   8. mynd. Vigfús Sigurðsson, Guðmundur Gíslason og Jón frá Laug, félagar Wegeners í Grænlandsleiðangrinum örlagaríka. Mynd úr Alþýðublaðinu 21. janúar 1931.17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.