Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 81
81
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Útbreiðsla jökla á
Preborealskeiði
Lítið er vitað um hvenær jöklar tóku
að hörfa frá jökulgörðum af yngri
Dryasaldri, en þegar þeir urðu
stærstir á Preborealskeiðinu, fyrir
um það bil 11.200 árum, var jökul-
skjöldurinn nokkru minni en hann
var á yngra Dryasskeiði (8. mynd).
Á Suðurlandi náði jökull til sjávar
og gekk fram á innri garða Búð-
araðarinnar.2,65,68 Á Austfjörðum
náðu jöklar niður í innri hluta dala
og fjarða og á Héraði náði jökull lík-
lega ofan í og út eftir Fljótsdal.61,69,70
Í Vopnafirði gengu jöklar í sjó fram
og mynduðu greinilega jökulgarða
innan við fjörumörk af Preboreal-
aldri.71,72 Við Þistilfjörð og Bakka-
flóa voru jöklar innan við fjörumörk
af Preborealaldri í um 35 m hæð
yfir sjó41 og sama máli gegndi um
jökla í Öxarfirði.2 Rannsóknir á
Eyjafjarðarsvæðinu og í Fnjóskadal
sýna að skriðjökull, sem á yngra
Dryasskeiði gekk langt norður eftir
Eyjafirði, hafði hörfað svo langt
til suðurs að á Preborealskeiði var
brún hans nærri Espihóli, nokkru
innan við Hrafnagil. Á sama tíma
gengu jöklar í sjó fram í mynni
Hörgárdals og Svarfaðardals.2,19
Í Skagafirði gekk jökull um þetta
leyti út undir núverandi strönd við
Sauðárkrók, en Skagi var að mestu
leyti íslaus.40,73,74 Fátt er vitað um
útbreiðslu jökla á Vesturlandi á
fyrri hluta Preborealskeiðs annað
en að í syðri hluta Dala og í innsta
hluta Hvalfjarðar gengu jöklar í
sjó fram.2 Þá hafa jöklar trúlega
enn legið í sumum þverdala Borg-
arfjarðar, en það er þó ekki vitað
með vissu.54 Lítið er vitað um stærð
jökla á Vestfjörðum á þessum tíma,
en reikna má með því að jöklar hafi
verið á hásléttum og gengið þaðan
niður í firði við innanvert Ísafjarð-
ardjúp75,76 og norðanverðan Breiða-
fjörð.2 Auk þessa voru smájöklar
víða í fjallendi utan við meginjök-
ulskjöldinn, eins og á Austfjörðum,
á Flateyjarskaga og Tröllaskaga,
í fjallgarðinum á Snæfellsnesi, í
Skarðsheiði og Esju (8. mynd).
Mestur munur á stærð jökulskjald-
arins á landinu á yngra Dryas- og
Preborealskeiði var á Norðurlandi,
en þegar horft er til flatarmáls voru
jöklarnir á Preboreal-skeiði aðeins
um fimmtungi minni en á yngra
Dryasskeiði.2
8. mynd. Líkleg stærð jökla á Íslandi á Preborealtíma (fyrir um 11.200 árum) skv. niðurstöðum rannsókna á legu fjörumarka og jökul-
garða frá þeim tíma. Á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og víðar hefur stærð jökla verið áætluð með tilliti til legu fjörumarka.2 Rauð lína
umhverfis landið sýnir niðurstöðu líkanreikninga af stærð jökulsins við hámark síðasta jökulskeiðs.35 – Extent of glaciers in Iceland
in Preboreal times (white area) based on radiocarbon-dated shells or marine mammal bones (red dots) and raised shorelines and ice-
contact features. Red solid line shows is the modelled extent of the LGM ice sheet.