Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 122

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 122
Náttúrufræðingurinn 122 dæld lá frá kötlunum suður til Grímsvatna og af sprungumynstri mátti ráða að íshellan yfir vötn- unum lyftist vegna aðrennslis frá gosstaðnum. Snemma að morgni 2. október, eftir 31 klukkustundar gos, steig gosstrókur upp úr jöklinum og gjóskugos hófst. Aðeins einn gígur myndaðist; annars staðar á hinni 6 km löngu gossprungu náði gosið ekki upp úr jöklinum. Næstu daga stækkuðu sigkatlarnir og íshellan í Grímsvötnum fór hærra en dæmi voru um áður. Gosinu lauk þann 13. október. Fyrstu fjóra dagana bræddi gosið um 2 km3 af ís og í lok þess höfðu 3 km3 bráðnað. Á næstu vikum bráðnaði einn rúmkílómetri til, en alls nam heildarbráðnun rúmlega 4 km3.49,81 Vatn safnaðist fyrir í Grímsvötnum í fimm vikur en braust síðan fram í stórhlaupi á Skeiðarársandi 5.–6. nóvember. Verður sú saga ekki rakin nánar hér. Ísbráðnun varð undir vel afmörk- uðum sigkötlum og yfir rennslis- leið bræðsluvatnsins frá þeim. Ann- ars staðar varð jökullinn ekki fyrir áhrifum. Vatn virðist hafa runnið nær stöðugt frá gígunum og ekki varð umtalsverð vatnssöfnun á gosstaðnum. Út frá bráðnun íss sunnan gosstöðvanna, yfir rennslis- leið bræðsluvatnsins, var hægt að reikna út að meðalhiti þess hafi verið um 20°C. Þessi tiltölulega hái hiti gegndi lykilhlutverki við að víkka rennslisleiðir bræðsluvatns- ins og auðveldaði mjög afrennsli frá gosstöðvunum. Vatnsborð í gígnum var 150–200 m lægra en yfirborð jökulsins fyrir gosið. Eftir að gosinu lauk kom í ljós að gígurinn var í raun aflangt op í ísinn (7. mynd). Ísgígurinn bráðn- aði burtu á nokkrum vikum og þegar kom fram yfir áramót 1997 fór að sjást í koll fjallsins. Í júní 1997 reis þessi tindur um 40 m yfir botn sigketilsins. Hann var hrygg- laga og allur gerður úr óhörðnuðu hýalóklastíti (8. mynd). Mælingar með íssjá og þyngdarmæli sýndu að kollurinn var efsti hluti 6 km langs og um 550 m hás hryggjar sem er 0,7 km3 að rúmtaki.80 Veturinn 1997–98 kaffærði jökullinn fjallið og hefur dældin grynnkað stöðugt síðan. Sumarið 2005 var ísþykkt yfir kollinum um 70 m. Í Gjálp kom í ljós hve hraði ís- bráðnunar í eldgosi getur verið mikill. Meirihluti kvikunnar virð- ist hafa tvístrast og myndað hýaló- klastít, en þannig næst mun hraðari kæling og bráðnun en fyrir bólstra- berg. Þyngdarmælingar styðja þessa túlkun, því að eðlismassi fjallsins er svipaður því sem búast má við fyrir fyrir hrúgald gert úr hýalóklastíti og mun minni en fengist ef fjallið væri úr bólstrabergi.80 Gögnin útiloka þó ekki að bólstraberg sé að finna neðst í fjallinu, en rúmtak þess er varla nema 10–30% af heildinni. Fylgst hefur verið með þróun sigdæld- arinnar í Gjálp allt frá goslokum. Túlkun mælinganna leiddi í ljós að verulegt útstreymi jarðhita var frá fjallinu fyrstu fimm árin, en eftir 2001 hefur það verið óverulegt.82 Lík- anreikningar af hræringu jarðhita- vatns í fjallinu benda til þess að til að byrja með hafi lekt þess verið svipuð og í lausri gjósku. Á nokkrum mán- uðum minnkaði lektin og benda reikningarnir til þess að hún hafi verið af svipaðri stærðargráðu og mældist í dálítið ummynduðu og samanlímdu móbergi af 60–100 m dýpi úr borkjarna sem tekinn var í Surtsey 1979.82,83 Hiti í mestum hluta fjallsins í Gjálp er jafnframt talinn hafa verið yfir 100°C fyrsta árið. Eins og fram kom hér á undan var móbergsmyndun í Surtsey mjög hröð við háan hita. Það eru því líkur á að Gjálparfjallið hafi að stórum hluta orðið að móbergi á u.þ.b. einu ári. Þetta er þó engan veginn sannað, og ekki er hægt að skera úr um ummyndunarstig bergsins nema með borun niður í það. Slík borun verður enginn barnaleikur, því að fyrst þarf að fara gegnum 70–100 m þykkan ís. En með borun fengjust svör við lykilspurningum um íslensku móbergsmyndunina og vonandi verður slíkri rannsókn hrundið í framkvæmd á næstu árum. Aðstæður við myndun móbergsfjalla á síðari hluta ísaldar Móbergsfjöll með hraunþekju á kolli veita upplýsingar um þykkt jökulsins meðan á eldgosinu stóð. Í mörgum þessara fjalla er hægt að greina mörk hraunþekju og hraun- fótsbreksíu og þar með sjá í hvaða hæð vatnsborðið hefur staðið. Jarð- fræðingar, eins og t.d. Walker,84 virðast yfirleitt hafa gert ráð fyrir að vatnsborðið hafi verið í svipaðri hæð og yfirborð jökulsins meðan á 8. mynd. Fjarvíddarmynd af Gjálp, byggð á niðurstöðum íssjármælinga og öðrum gögnum.80 Yfirborði jökulsins er hér lyft til að sýna hrygginn. – A 3D perspective image of the Gjálp hyaloclastite ridge under Vatnajökull.80 The glacier surface has been lifted to reveal the ridge.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.