Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 18
Náttúrufræðingurinn 18 er til staðar í setinu í þó nokkrum mæli. Í Elliðavogi hjá Reykjavík er um það bil 20 cm þykkt lag af koluðum viðarleifum, sem hvílir á völubergi, en viðarleifarnar eru rétt neðan við Reykjavíkurgrágrýtið. Í þessum lögum, sem líklegast eru frá því seint á ísöld, hafa fundist fræ og aldin af ýmsum núlifandi plöntu- tegundum, ásamt frjókornum af birki, víði og ýmsum jurtum.4,17 Plöntuleifar hafa fundist neðst í setlögunum í Breiðuvík á Tjörnesi. Ber þar mest á frjókornum af furu, elri, birki, víði og grösum, og því má vera ljóst að skógurinn var að mestu horfinn fyrir tæplega 2 milljónum ára en runnagróður tekinn við með einstaka barrtrjám og elri.13 Á síð- ustu hlýskeiðum ísaldar virðist birki hafa verið eina skógartréð og gróður orðinn svipaður og nú er. Kulvísu trén, sem settu mjög svip sinn á elstu plöntufélögin á Íslandi, dóu flest út í frosthörkum og kuldum fyrstu jökulskeiðanna og áttu ekki afturkvæmt vegna ein- angrunar landsins. Gróður á ísöld færðist smám saman í núverandi horf. Íslenska ísaldar- og nútíma- flóran hefur greinilega evrópskan svip, en elstu plöntusamfélögin sýna einnig skyldleika við plöntur í lauf- skógabelti austanverðrar Norður- Ameríku. Af þeim 440 tegundum háplantna sem lifa hér á landi finn- ast um 97% í Evrópu, en aðeins 10 teljast vera amerískar tegundir.18 Eftir að hafstraumar breyttust til núverandi horfs, fyrir um það bil 3,6 milljónum ára, og íshella fór að myndast á Grænlandi, fyrir um 2,6 milljónum ára, má segja að aðflutn- ingsleiðir plantna úr vestri hafi orðið enn illfærari. Landdýraleifar Leifar land- og ferskvatnsdýra hafa sjaldan fundist í setlögum í íslensku blágrýtismynduninni, enda geym- ast dýraleifar illa í kalksnauðum setlögunum og leysast fljótlega upp. Af ferskvatnsdýrum hafa fundist örsmá svipudýr og stoð- nálar úr litlum svampdýrum innan um plöntuleifarnar í Surtarbrands- gili hjá Brjánslæk.10 Vatnaflær hafa fundist í setlögum í Mókollsdal og Langavatnsdal.4,15 Í gili ofan Illuga- staða í Fnjóskadal hafa fundist set- kjarnar (innri kjarnar) úr samlokum sem líklega lifðu í fersku vatni, en allmikið er af plöntuleifum og kísil- þörungum í setinu.19 Leifar landdýra hafa sjaldan fundist í íslenskum jarðlögum. Sagt hefur verið frá bjöllutegund úr lög- unum í Surtarbrandsgili hjá Brjáns- læk,20 en líklegt má telja að þar hafi plöntuleif og skordýr ekki verið rétt greind.4 Skjaldlúsum hefur verið lýst úr setlögum við Tröllatungu í Steingrímsfirði, en ekki hefur verið unnt að endurskoða þá greiningu því eintökin virðast týnd. Í Hrúta- gili innarlega í Mókollsdal hafa hins vegar fundist vel varðveitt skordýr, bæði rykmý og blaðlús (6. mynd).15 Blaðlúsin tilheyrir tegund- inni Longistigma caryae, stóru hikko- ríublaðlúsinni, en hún lifir nú í áður- nefndu laufskógabelti í austurhluta Norður-Ameríku. Fundur hennar í íslenskum jarðlögum er um margt athyglisverður. Í fyrsta lagi virðist hér vera um að ræða elsta eintak núlifandi blaðlúsartegundar. Í öðru lagi er hún ein stærsta blaðlús sem fundist hefur, en framvængirnir eru 8–9 mm langir og með stór væng- merki. Í þriðja lagi hefur hún tölu- verða sérstöðu innan ættar sinnar, því hún lifir á margs konar lauftrjám, t.d. hikkoríu, beyki, kastaníu, eik, hlyn, ösp og mjaðarlyngi. Sumar þessara plantna finnast með blað- lúsinni í setlögunum í Mókollsdal og því er sennilegt að sambandið milli plöntu og blaðlúsar hafi verið svipað þegar setlögin voru að hlað- ast upp í Mókollsdal fyrir 9–8 millj- ónum ára og það er í austanverðri Norður-Ameríku á okkar dögum. Að lokum skal nefnt að fyrir nokkrum árum fundust leifar land- spendýra í setlagi í Þuríðarárgili í Hofsárdal í Vopnafirði.21 Þær voru í rauðu siltsteinslagi í um það bil 330 m hæð yfir sjó og er allþykkt hraunlag ofan á siltsteininum. Þarna fundust beinaleifar úr herðasvæði ungs hjartardýrs og má m.a. greina hluta úr herðablaði. Frekari grein- ing til tegundar hefur ekki ennþá reynst gerleg. Aldur setlagsins með beinunum er 3,5–3 milljónir ára, þannig að dýrið hefur lifað hér áður en ísöld gekk í garð. Því má vera ljóst að dýr jafnt sem plöntur ein- angruðust á landinu þegar það varð eyja í Norður-Atlantshafi. Einu landdýraleifarnar sem komið hafa í ljós í hlýskeiðslögum hér á landi eru skordýr og vatna- krabbar, sem fundust í setlögum með koluðum jurtaleifum í Elliða- vogi við Reykjavík, og virðist ein- göngu vera um núlifandi tegundir að ræða.17,22 Þær eru líklega frá hlý- skeiði á seinni hluta ísaldar. Frekar lítið hefur fundist af land- hryggdýraleifum úr lögum frá síð- jökultíma. Þó hefur fundist jaxl úr ísbirni í um það bil 13.000 ára gömlum setlögum í Röndinni við Kópasker.23 Í sandsteinslögum frá síðjökultíma við Elliðaár hjá Reykja- vík hafa fundist fótspor eftir gleið- gengan sundfugl, og hafa þau mark- ast í mjúkan sandinn.23 Ennfremur hafa bein úr æðarfugli fundist í sjávarsetlögum af svipuðum aldri í Melabökkum í Melasveit.24 6. mynd. Rykmý í 9–8 milljón ára gömlu vatnaseti í Mókollsdal í Kollafirði á Strönd- um. – Bibionidae sp. from 9–8 million-year- old sediments in Mókollsdalur, Kollafjörður, Northwest Iceland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.