Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 18
Náttúrufræðingurinn
18
er til staðar í setinu í þó nokkrum
mæli.
Í Elliðavogi hjá Reykjavík er um
það bil 20 cm þykkt lag af koluðum
viðarleifum, sem hvílir á völubergi,
en viðarleifarnar eru rétt neðan
við Reykjavíkurgrágrýtið. Í þessum
lögum, sem líklegast eru frá því
seint á ísöld, hafa fundist fræ og
aldin af ýmsum núlifandi plöntu-
tegundum, ásamt frjókornum af
birki, víði og ýmsum jurtum.4,17
Plöntuleifar hafa fundist neðst í
setlögunum í Breiðuvík á Tjörnesi.
Ber þar mest á frjókornum af furu,
elri, birki, víði og grösum, og því má
vera ljóst að skógurinn var að mestu
horfinn fyrir tæplega 2 milljónum
ára en runnagróður tekinn við með
einstaka barrtrjám og elri.13 Á síð-
ustu hlýskeiðum ísaldar virðist birki
hafa verið eina skógartréð og gróður
orðinn svipaður og nú er.
Kulvísu trén, sem settu mjög
svip sinn á elstu plöntufélögin á
Íslandi, dóu flest út í frosthörkum
og kuldum fyrstu jökulskeiðanna
og áttu ekki afturkvæmt vegna ein-
angrunar landsins. Gróður á ísöld
færðist smám saman í núverandi
horf. Íslenska ísaldar- og nútíma-
flóran hefur greinilega evrópskan
svip, en elstu plöntusamfélögin sýna
einnig skyldleika við plöntur í lauf-
skógabelti austanverðrar Norður-
Ameríku. Af þeim 440 tegundum
háplantna sem lifa hér á landi finn-
ast um 97% í Evrópu, en aðeins 10
teljast vera amerískar tegundir.18
Eftir að hafstraumar breyttust til
núverandi horfs, fyrir um það bil
3,6 milljónum ára, og íshella fór að
myndast á Grænlandi, fyrir um 2,6
milljónum ára, má segja að aðflutn-
ingsleiðir plantna úr vestri hafi
orðið enn illfærari.
Landdýraleifar
Leifar land- og ferskvatnsdýra hafa
sjaldan fundist í setlögum í íslensku
blágrýtismynduninni, enda geym-
ast dýraleifar illa í kalksnauðum
setlögunum og leysast fljótlega
upp. Af ferskvatnsdýrum hafa
fundist örsmá svipudýr og stoð-
nálar úr litlum svampdýrum innan
um plöntuleifarnar í Surtarbrands-
gili hjá Brjánslæk.10 Vatnaflær hafa
fundist í setlögum í Mókollsdal og
Langavatnsdal.4,15 Í gili ofan Illuga-
staða í Fnjóskadal hafa fundist set-
kjarnar (innri kjarnar) úr samlokum
sem líklega lifðu í fersku vatni, en
allmikið er af plöntuleifum og kísil-
þörungum í setinu.19
Leifar landdýra hafa sjaldan
fundist í íslenskum jarðlögum. Sagt
hefur verið frá bjöllutegund úr lög-
unum í Surtarbrandsgili hjá Brjáns-
læk,20 en líklegt má telja að þar hafi
plöntuleif og skordýr ekki verið rétt
greind.4 Skjaldlúsum hefur verið
lýst úr setlögum við Tröllatungu í
Steingrímsfirði, en ekki hefur verið
unnt að endurskoða þá greiningu
því eintökin virðast týnd. Í Hrúta-
gili innarlega í Mókollsdal hafa
hins vegar fundist vel varðveitt
skordýr, bæði rykmý og blaðlús (6.
mynd).15 Blaðlúsin tilheyrir tegund-
inni Longistigma caryae, stóru hikko-
ríublaðlúsinni, en hún lifir nú í áður-
nefndu laufskógabelti í austurhluta
Norður-Ameríku. Fundur hennar í
íslenskum jarðlögum er um margt
athyglisverður. Í fyrsta lagi virðist
hér vera um að ræða elsta eintak
núlifandi blaðlúsartegundar. Í öðru
lagi er hún ein stærsta blaðlús sem
fundist hefur, en framvængirnir eru
8–9 mm langir og með stór væng-
merki. Í þriðja lagi hefur hún tölu-
verða sérstöðu innan ættar sinnar,
því hún lifir á margs konar lauftrjám,
t.d. hikkoríu, beyki, kastaníu, eik,
hlyn, ösp og mjaðarlyngi. Sumar
þessara plantna finnast með blað-
lúsinni í setlögunum í Mókollsdal
og því er sennilegt að sambandið
milli plöntu og blaðlúsar hafi verið
svipað þegar setlögin voru að hlað-
ast upp í Mókollsdal fyrir 9–8 millj-
ónum ára og það er í austanverðri
Norður-Ameríku á okkar dögum.
Að lokum skal nefnt að fyrir
nokkrum árum fundust leifar land-
spendýra í setlagi í Þuríðarárgili í
Hofsárdal í Vopnafirði.21 Þær voru
í rauðu siltsteinslagi í um það bil
330 m hæð yfir sjó og er allþykkt
hraunlag ofan á siltsteininum. Þarna
fundust beinaleifar úr herðasvæði
ungs hjartardýrs og má m.a. greina
hluta úr herðablaði. Frekari grein-
ing til tegundar hefur ekki ennþá
reynst gerleg. Aldur setlagsins með
beinunum er 3,5–3 milljónir ára,
þannig að dýrið hefur lifað hér áður
en ísöld gekk í garð. Því má vera
ljóst að dýr jafnt sem plöntur ein-
angruðust á landinu þegar það varð
eyja í Norður-Atlantshafi.
Einu landdýraleifarnar sem
komið hafa í ljós í hlýskeiðslögum
hér á landi eru skordýr og vatna-
krabbar, sem fundust í setlögum
með koluðum jurtaleifum í Elliða-
vogi við Reykjavík, og virðist ein-
göngu vera um núlifandi tegundir
að ræða.17,22 Þær eru líklega frá hlý-
skeiði á seinni hluta ísaldar.
Frekar lítið hefur fundist af land-
hryggdýraleifum úr lögum frá síð-
jökultíma. Þó hefur fundist jaxl
úr ísbirni í um það bil 13.000 ára
gömlum setlögum í Röndinni við
Kópasker.23 Í sandsteinslögum frá
síðjökultíma við Elliðaár hjá Reykja-
vík hafa fundist fótspor eftir gleið-
gengan sundfugl, og hafa þau mark-
ast í mjúkan sandinn.23 Ennfremur
hafa bein úr æðarfugli fundist í
sjávarsetlögum af svipuðum aldri
í Melabökkum í Melasveit.24
6. mynd. Rykmý í 9–8 milljón ára gömlu
vatnaseti í Mókollsdal í Kollafirði á Strönd-
um. – Bibionidae sp. from 9–8 million-year-
old sediments in Mókollsdalur, Kollafjörður,
Northwest Iceland.