Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn 30 dalnum, sem er frekar flatur fram undir dalbotn þar sem Þverárjökull lokar honum. Legu dalsins er þannig háttað að mikil snjóflóðahætta skap- ast gjarnan í norðanhríðarveðrum. Hlíðar Þverárdals eru hlémegin við norðanáttum og getur fannburður ofan af fjöllunum verið gríðarlegur (2. mynd). Upptakasvæði snjóflóðanna, sem eru efst undir brúnum í norðurhlíð- unum, eru stórar trektlaga skálar eða skörð sem safna í sig miklum snjó. Niður úr þeim ganga stórskorin, djúp gil sem opnast á aurkeilum í hlíðarfætinum, niður undir dal- botni, en gilin eru miklir snjóflóða- farvegir. Svo djúp og óvinaleg eru gilin að þau teljast vart fær yfirferðar, enda krækja gangnamenn yfirleitt upp eða niður fyrir þau við smala- mennsku. Oft er talað um áþekk gil sem „snjóflóðabyssur“ meðal þeirra sem rannsaka og vinna með snjóflóð hér á landi. Þegar snjóflóð fer af stað á stóru svæði og fellur ofan í þær þrengingar sem gilin eru, myndast gífurlegur þrýstingur sem skýtur snjónum með ógnarkrafti niður úr giljunum – eins og úr byssuhlaupi. Það fer m.a. eftir krafti flóðanna hvort rof eða setupphleðsla verður þegar snjóflóðin fara yfir aurkeil- urnar. Mörg flóðanna fara niður í dalbotninn, rífa með sér möl og grjót upp úr farvegi og bökkum Þverár og bera allt að 100–200 m leið yfir á Kóngsstaðadal. Snjóflóðadyngjurnar á Þverárdal eru stór, ávöl landform og geta við fyrstu sýn verið sláandi líkar jökul- görðum (3. mynd). Stærsta dyngjan var mæld upp og könnuð ýtarlega; nefnist hún Ysti-Nauthóll og er undir Melagili neðst á dalnum. Dyngjan er íhvolft landform og liggur þvert á stefnu dalsins. Sú hlið hennar sem snýr á móti rennslis- stefnu snjóflóðanna er brött og há. Aðrar hliðar dyngjunnar hafa vægan halla og renna mjúklega saman við umhverfið í kring. Þykkt dyngj- unnar er mest þar sem hún rís um 23 m upp frá árbakkanum, en und- angröftur árinnar viðheldur um 35º bröttu og fersku þversniði á þeirri hlið sem að ánni snýr. Dyngjan þynnist þaðan sem hún er þykkust yfir árbakkanum, upp í hlíðarfótinn og út til hliðanna (4. mynd). Skriðu- set og lækjaframburður úr fjalls- hlíðinni Kóngsstaðamegin blandast greinilega við snjóflóðasetið í hlíð- arfætinum. Dyngjan er breiðust um 220 m og teygir sig upp í hlíðarrætur Kóngsstaðadals, rúmlega 200 m upp frá Þveránni. Þar sem stærstu snjó- flóð eru sjaldgæf gróa jaðarsvæði dyngjunnar vel á milli snjóflóðanna, og gerir það nákvæmt mat á stærð hennar erfitt. Stakir árnúnir steinar og grjótdreifar finnast lengra upp í hlíð Kóngsstaðadals og gefa þannig til kynna stærri snjóflóð en ætla mætti af dyngjunni sjálfri. Lausleg athugun á seteiginleikum í 100 cm háu sniði efst utan í dyngj- unni, ofan árinnar, leiddi í ljós blöndu af hálfrúnnaðri ármöl, könt- uðu efni af ýmsum kornastærðum og jarðvegi. Jarðvegssniðið og yfir- borðskönnun bendir til að næst ánni sé byggingarefni dyngjunnar allt að 50% hálfrúnnuð ármöl. Hlutfall ármalar minnkar fjær ánni. Steinar ættaðir úr ánni, þeir stærstu um 50 cm í þvermál, finnast engu að síður um alla dyngjuna og eru yfirleitt frekar smáir. Stærstu grjótstykkin eru öll köntuð og eru ásamt öðrum 4. mynd. Lögun ystu dyngjunnar, Ysta-Nauthóls, er sýnd á myndinni með langsniði og þversniði. Bláa línan er langsnið frá norðri til suðurs, þ.e. frá árbakka Þverár upp undir hlíðarfót, rauða línan er þversnið frá austri til vesturs nyrst á dyngjunni þar sem hún rís hæst. Lega sniðanna er sýnd á 2. mynd. – The shape of the avalanche debris dome, Ysti-Nauthóll, is shown with a longitudinal N-S section, the blue line and an E-W cross section, the red line. The location is given in fig. 2. 3. mynd. Ysti-Nauthóll, neðsta snjóflóðadyngjan á Þverárdal, er um 23 m há. Yfirborð hennar er alsett grjóthnullungum, hún er lyngi vaxin þar sem hún er hæst en annars grasi gróin. – Ysti-Nauthóll in the Þverárdalur valley, a 23 m high snow avalanche boulder rampart. Ljósm./Photo: Skafti Brynjólfsson, 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.