Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 21
21 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fer svo að rísa miðað við sjávarmál fyrir um einni milljón ára. Tjörnes- lögin snöruðust fyrst til vestnorð- vesturs, en á ísöld hefur öll spildan snarast til norðurs og síðar norð- austurs. Í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem flest fjöll eru úr móbergi, hafa fundist molar úr silt- eða sand- steini með skeldýraleifum hér og þar í móberginu, t.d. í Höfðabrekku- heiði, Skammadalskömbum og Pétursey.25 Svipaðir setmolar eða hnyðlingar hafa og fundist í Surtsey og Heimaey.4 Setmolar þessir hafa brotnað úr gosrásum, þegar hraun- kvika braust gegnum setlögin á sjávarbotni, og borist upp með gos- efnunum. Við djúpborun í Heimaey árið 1964 komu í ljós um það bil 640 m þykk sjávarsetlög undir eyj- unni og sethnyðlingarnir í Mýrdal, Surtsey og Heimaey benda til þess að allþykk setlög séu undir hluta af Suðurlandi og landgrunninu þar. Í hnyðlingunum sem hafa fund- ist í Mýrdalnum ber töluvert á útdauðum skeldýrum, en fánusam- félögunum svipar mjög til fánusam- félaga í krókskeljalögum á Tjörnesi.25 Setlögin sem mýrdælsku hnyðling- arnir eru úr eru því að öllum lík- indum mynduð á svipuðum tíma og krókskeljalögin á Tjörnesi, en móbergið sem þeir finnast í er tölu- vert yngra, ef til vill frá síðasta jökul- skeiði. Í hnyðlingunum í Surtsey og Heimaey hefur hins vegar fundist frekar dæmigerð nútímafána, með þeirri undantekningu þó að í einum hnyðlingi frá Heimaey hefur fund- ist hjartaskel (Cerastoderma edule), sem virðist hafa lifað hér á mynd- unartíma krókskeljalaga en horfið í byrjun ísaldar og ekki komist hingað aftur fyrr en af mannavöldum á árum seinni heimsstyrjaldar um miðja tuttugustu öld.4 Því bendir aldursdreifing steingervinga til þess að setfleygur gangi inn undir Suður- land og út undir eyjar, þar sem hann er þykkastur, og elsta setið sé neðst og lengst í norðaustri undir Suður- landi (Mýrdal). Gera má því ráð fyrir að þarna hafi myndast setlagadæld í suðurenda gosbeltisins sambærileg við setlagadældina sem myndaðist í norðurenda gosbeltisins á Tjörnes- svæðinu og hefur safnast í hana set fyrst og fremst úr norðri. Á norðanverðu Snæfellsnesi frá Kirkjufelli vestur að Skarðslæk má rekja allt að 50 m þykkar setlaga- syrpur. Bestu opnur í þær eru í Búlandshöfða og Stöð og umhverfis Ólafsvík.38 Í Búlandshöfða liggja setlögin á jökulrákuðu blágrýti í um það bil 130 m hæð yfir sjó og hefur blágrýtishraunið greinilega runnið áður en ísöld gekk í garð. Neðst á hrauninu er blanda af sjávarseti og jökulbergi, en þá hefur jökull gengið í sjó fram og lagt til eigin framburð og blandað í sjávarset, sem varðveitt hefur skeljar og skeljabrot. Í þessum hluta laganna hafa fundist kaldsjávar- tegundir og má þar nefna jökultoddu, trönuskel, lambaskel, rataskel og turnrósa.38 Á neðstu lögunum er silt- eða sandsteinn með hlýsjávarteg- undum eins og kræklingi, kúskel og fjörudoppu. Steingervingarnir í Búlandshöfða benda því eindregið til hækkandi sjávarhita og því má gera ráð fyrir að lögin séu mynduð í lok jökulskeiðs og byrjun eftirfar- andi hlýskeiðs. Lögin í Búlands- höfða eru rúmlega 1,1 milljónar ára gömul samkvæmt kalíum-argonald- ursákvörðun á hraunlaginu sem hvílir á setinu.38 Í Stöð vantar setið með hlýsjávarfánunni, en í stað þess eru skálæg óseyrarlög úr sandsteini og völubergi og sandsteinn mynd- aður í stöðuvatni. Í sandsteininum eru víða blaðför, einkum eftir víði og lyng. Plöntusamfélagið er áþekkt gróðurfélaginu í lögunum í Bakka- brúnum.5 Setlögin á norðanverðu Snæfellsnesi hafa að öllum líkindum sest til í setlagadæld sem fylltist úr aust-suðaustri, en lögin yngjast í vesturátt og eru líklega um 700 þús- und ára gömul við Ólafsvík.38 Í Elliðavogi koma fram setlög undir Reykjavíkurgrágrýtinu. Í Háu- bökkum er neðst siltsteinn með skeljum; gljáhnytlu, hallloku og smyrslingi, og er hann því greini- lega myndaður í sjó.17 Á sjávarset- inu hvílir skálægur sandsteinn sem sennilega er árset að uppruna. Ofan á sandsteininum er jökulbergslag, en á því hvílir aftur völuberg og virðast bæði þessi lög mynduð á landi. Á völubergslaginu er um 20 cm þykkt lag af koluðum viðarleifum beint undir Reykjavíkurgrágrýtinu, en í þeim hafa fundist fræ og aldin af ýmsum núlifandi plöntutegundum ásamt frjókornum af birki, víði og ýmsum jurtum.17 Elri hefur hins vegar ekki fundist í þessum hlý- skeiðslögum frá því seint á ísöld. Leifar land- og vatnadýra aðrar en bjöllurnar og krabbadýrin í Elliðavogslögum hafa ekki fund- ist í hlýskeiðslögum hér á landi. Hins vegar hafa víða fundist leifar sædýra, einkum götunga, krabba- dýra, snigla, samlokna og ígulkerja. Kulvísu tegundirnar sem lifðu hér við land þegar Tjörneslögin mynd- uðust hurfu smátt og smátt þegar sjávarhiti fór lækkandi, einkum meðan setlögin í Breiðuvík voru að myndast, og þá færðist skeldýra- fánan í núverandi horf. Sjávarhiti á hlýskeiðum virðist hafa verið svipaður hér við land og nú er. Í byrjun og lok jökul- skeiða hefur meðalhiti sjávar hins vegar verið um 0°C eða lægri, og þá lifðu hér við strendur einkennisdýr ískalds sjávar svo sem jökultodda. Samfélög slíkra dýra eru einkum þekkt frá lokum jökulskeiða, t.d. í sjávarsetlögum við Saurbæ í Gils- firði, í Geiradal í Króksfirði, við mynni Súluár í Melasveit og á Hey- nesi austan Akraness.37 Setlagaásýndir á síðari hluta nýlífsaldar og ísöld Jöklar hafa prýtt Ísland bæði á míó- sen og plíósen og á ísöld huldist landið af og til víðáttumiklum jökul- skjöldum sem náðu í sjó fram. Af ásýnd setlaga í efri hluta blágrýtis- myndunarinnar má ráða að fyrir um fimm milljónum ára fóru afrennslis- hættir að breytast. Ekki er ósennilegt að það megi rekja til aukinna snjó- fyrninga á landi og tíðari vatnsflóða í asahlákum og vorleysingum. Þessi ferli endurspeglast í aurflóðaseti og grófkorna árframburði, sem gætir æ meir í jarðlagastaflanum uns fyrstu jökulbergslögin og móbergslögin benda til víðáttumikilla og þykkra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.