Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 120

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 120
Náttúrufræðingurinn 120 auðrofin. Það er því ljóst að á ísöld og nútíma hefur samanlagt borist gífurlegt magn af hýalóklastíti og bólstrabergs- og hraunmylsnu frá gosbeltunum. Mikill hluti þessa sets hefur borist út á sanda og þaðan að einhverju leyti út á landgrunn. Móbergsfjöllin eru greinilega einnig rofin af skriðjöklum eftir að gosum líkur, þótt í mismiklum mæli sé. Þeir sem unnið hafa við rannsóknir á móbergsfjöllum hafa stundum skipt þeim í flokka, allt eftir því hversu rofin þau eru af jöklum. Í elsta rofflokki í Vesturgos- beltinu eru t.d. Botnssúlur, Efsta- dalsfjall í Laugardal og Bláfell við Hvítárvatn. Fjöll eins og Skriðu- tindar (4. mynd) og Skefilsfjöll í Vesturgosbeltinu eru aftur á móti mun minna rofin og eru líklega frá síðustu jökulskeiðum. Með því að rannsaka vel hlíðar móbergsfjalla sem eru á mismunandi rofstigi, og hafa í huga reynsluna úr Surtseyjar- gosinu, má oft með nokkrum líkum meta heildarrof einstakra fjalla. Niðurstaðan er sú að allt að 25–30% rúmmáls yngstu móbergsfjallanna í Vesturgosbeltinu gætu hafa rofist burt og hugsanlega allt að 40–50% af eldri móbergsfjöllunum. Stap- arnir eru líklega hlutfallslega meira rofnir en hryggirnir, því það er greinilegt að í mörgum tilvikum er verulegur hluti upprunalegrar hraunfótsbreksíu horfinn. Myndun móbergs Hýalóklastít sem myndast hefur við gos undir jökli á ísöld er yfir- leitt harðnað og orðið að móbergi, einkum ef grunnmassinn er fín- korna. Óharðnað hýalóklastít er þó víða að finna í jöðrum þessara eld- fjalla. Hýalóklastítið er úr berggleri (síderómelan) auk steindadíla og bergbrota; algengt er að 80–90% bas- ísks hýalóklastíts sé berggler, 5–12% steindadílar og 2–8% bergbrot. Berg- glerið er mjög óstöðugt og ummynd- ast auðveldlega. Síðsteindir taka þá að falla út, hýaló-klastítið harðnar og verður að móbergi. Eins og áður er getið virðist nokkuð algengt að net innskota myndist í móbergsfjöllum. Í Surtsey mynduðust innskotin aðallega undir lok gossins45 og út frá þeim þróaðist jarðhitasvæði. Rannsóknir í Surtsey sýndu að ummyndun bergglersins í palagónít er í venjulegu hýaló- klastíti aðallega fall af hita.71 Þessi ummyndun var mun hraðari en menn höfðu áður gert sér í hugar- lund, og má sem dæmi nefna að við 80–100°C var gjóskan í Surtsey orðin að hörðu móbergi á aðeins 2–3 árum. Annað sem hefur áhrif á hörðnun gjóskunnar er kornastærð og efna- samsetning bergsins. Margt bendir til þess að skammvinnt jarðhita- kerfi af svipuðum toga og í Surtsey myndist í flestum móbergsfjöllum. Móbergið verður þess vegna líklega oft til undir lok gossins á hverjum stað eða næstu ár á eftir. Þetta atriði skiptir miklu máli þegar meta skal rofhraða fjallanna. Palagónít getur einnig myndast á annan hátt, t.d. við venjulegar veðrun- araðstæður,45,72 en sú ummyndun er miklum mun hægari en innan jarð- hitakerfanna. Því hefur nýlega verið haldið fram að örverur (gerlar) geti átt þátt í myndun móbergs. Örverur fundust fyrst í íslensku móbergi 1991, í sýnum frá Mosfelli í Mosfells- sveit, en síðar einnig í Surtsey.73 Til- raunir hafa staðfest að örverur geti leyst upp berggler,74 og flestir telja nú að örverur eigi einhvern þátt í þessu ummyndunarferli þótt þá greini á um hversu mikill hann sé.75 Nýleg gos undir jökli – Gjálpargosið Rannsóknir á gjóskulögum sýna að yfir helmingur allra sögulegra eld- gosa hér á landi varð í jöklum.76 Flest þessara gosa urðu í Vatnajökli þar sem Grímsvötn eiga drýgstan hlut að máli. Lætur nærri að í Vatnajökli gjósi að jafnaði á um 10 ára fresti. Virknin er þó lotubundin, með lotuna 130–140 ár þar sem róleg tímabil skiptast á við tímabil tíðra gosa.77 Skráð gos í Kötlu út frá gjóskulögum og ritheimildum eru 20 á sögulegum tíma.78 Gosin í Öræfajökli 1362 og 1727 voru að a.m.k. að hluta í jökli og orsökuðu mikil jökulhlaup.79 Eyjafjallajökull hefur fjórum sinnum gosið á sögu- legum tíma og gos í Heklu hafa nokkrum sinnum brætt hjarn og ís í hlíðum fjallsins svo af hafa hlotist jökulhlaup, þótt í smáum stíl hafi verið. Í öflugum eldgosum getur ís- bráðnun orðið geysihröð, svo magn bræðsluvatns sem myndast á fáum dögum eða jafnvel klukkustundum nemur rúmkílómetrum. Jökulþekja á eldfjalli hefur þau áhrif að sprengi- virkni, jökulhlaup og gjóskufall fylgir gosum sem annars væru 6. mynd. Grímsvatnagosið 2004. Gígurinn var á botni ísketils með bröttum veggjum. – Explosive eruption in Grímsvötn in 2004; the melted ice provides water for the vents and leads to phreatomagmatic activity. Ljósm./Photo: Magnús T. Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.