Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 45
45 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags um er að ræða samgengi eða siggengi. Þar sem jökulgarðurinn er hár eru hallamikil misgengi jafnan algeng en hallastefna þeirra mjög breyti- leg. Stefna ása fellinganna í sniðunum er aftur á móti mun einsleitari (sjá t.d. snið 3; 8. mynd A og E). Ásar flestra fellinga liggja í stefnu austur- vestur og flestar fellingarnar vísa til norðurs (6. mynd D; 7. mynd D og 8. mynd E). Þetta bendir sterklega til þrýstings úr suðri, eins og við má búast miðað við skriðstefnu Brúarjökuls til norðurs. Þessar mælingar benda jafnframt til að stefna fellingarása gefi mun áreiðanlegri upp- lýsingar en hallastefna misgengja um það úr hvað átt þrýstingurinn (jökullinn) kom. Slíkar upplýsingar geta skipt sköpum við rannsóknir á svæðum þar sem jöklar eru löngu horfnir.22 Líkan fyrir myndun Hrauka Miðað við ofangreindar athuganir má setja fram líkan fyrir þau ferli sem eru að verki undir jökulsporði Brúarjökuls í framhlaupi og við myndun jökulgarðsins – Hrauka – á síðasta degi þess (10. mynd). 1. Á milli framhlaupa berst lítill ís frá ákomu- svæði jökulsins niður á leysingasvæði. Sporður jökulsins er því óvirkur og hann hopar hratt. Hann er að miklu leyti hulinn seti sem komið hefur út úr honum við bráðnun (10. mynd). 2. Þar sem jökullinn hleypur fram yfir fínkornótt set byggist vatnsþrýstingur upp undir honum. Ástæða þess er að bræðsluvatn sem verður til við botn jökulsins, þrýstist inn í setlögin en kemst ekki jafnóðum út. Af og til finnur vatnið sér undankomuleið á mörk- um setlagasyrpunnar og berggrunnsins þar undir.13,23 Við það minnkar vatnsþrýstingur snögglega en byggist hratt upp aftur. Hinn mikli vatnsþrýstingur í fínkornóttu undirlagi jökulsins vegur á móti þunga jökulsins, og segja má að jökullinn og undirlag hans lyftist af berggrunninum af þeim sökum. Af því leiðir að undirlag jökulsins flyst áfram með honum í framhlaupinu í átt til jökulsporðsins og hleðst þar upp (10. mynd). 3. Þar sem framhlaupsbylgjan hefur farið hjá þynnist jökullinn og springur upp. Vatn, sem er undir miklum þrýstingi við jökulbotn, leitar upp til yfirborðs og rennur þar eftir sprungum og myndar t.a.m. krákustígsása.24 Setfleygur, 10. mynd. Líkan sem sýnir myndun og þróun setfleygsins og jökulgarðsins Hrauka. Nánari skýringar í textanum. – Sequential model of the formation and evolution of the 1890 marginal sediment wedge and end moraine.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.