Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 36
Náttúrufræðingurinn
36
rannsakaðir í auknum mæli undan-
farna áratugi.5,6,7 Með rannsóknum
á jökulgörðunum má fá miklar upp-
lýsingar um ferli sem eiga sér stað
undir og við jökulsporða, svo sem
hreyfingar jökuls á undirlagi, set-
flutning, setmyndun og rof, jarðhnik,
rennsli vatns og breytingar í vatns-
þrýstingi.1,8–11
Í þessari grein er fjallað um
byggingu og myndun jökulgarða
sem urðu til í framhlaupi Brúar-
jökuls árið 1890 og nefndir hafa
verið Hraukar. Jökulgarða frá þessu
framhlaupi má rekja nánast sam-
fellt frá Kverkárrana í vestri til
Maríutungna í austri, en hér verður
einblínt á þann hluta garðanna sem
er í Kringilsárrana. Lögun, setgerð
og innri byggingu garðanna verður
lýst, sem og dreifingu setlaga og
tengslum þeirra við jökulgarðana
og ferli undir jökli. Með samanburði
við upplýsingar um framhlaup
Brúarjökuls veturinn 1963–1964 má
síðan áætla hve langan tíma það tók
Brúarjökul að mynda Hrauka.
Brúarjökull og
Kringilsárrani
Brúarjökull er framhlaupsjökull sem
gengur til norðurs úr Vatnajökli og
er stærsti skriðjökull á Íslandi (1.
mynd). Sporður hans liggur í um
600 m h.y.s. en hæst nær jökullinn í
um 1500 m h.y.s.12 Við framhlaup í
Brúarjökli hleypur sporðurinn fram
um allt að 10 km á u.þ.b. þremur
mánuðum þar sem skriðhraði er
um 5 m/klst. eða 120 m/dag. Á
milli framhlaupa er lítil sem engin
hreyfing í fremsta hluta jökulsins og
hann hopar jafnt og þétt í 70–90 ár.
Hop jökulsins getur numið allt að
250 m/ári á vissum stöðum.13 Þekkt
framhlaup í Brúarjökli voru árin
1625, ~1730, ~1775?, 1810, 1890 og
1963–1964.14 Í lok hvers framhlaups
hefur jökullinn myndað jökulgarða
sem rekja má nánast samfellt frá
Maríutungum í austri, þvert yfir
Kringilsárrana og að Kverkárrana
í vestri. Jökulgarðarnir sem mynd-
uðust í framhlaupinu 1890, því
mesta til þessa, hafa verið nefndir
Hraukar. Þeir eru háir, tilkomu-
miklir og vel grónir, sérstaklega í
Kringilsárrana. Hálslón hylur nú
lítinn hluta garðanna.
1. mynd. a) Staðsetning Brúarjökuls og nánasta umhverfi hans. b) Hæðarlíkan sem sýnir sporð Brúarjökuls og svæðið framan við hann
í Kringilsárrana. Bláleit og fjólublá svæði eru hæðir en grænleit, gulleit og rauðleit svæði tákna lægra land. Rauðar línur merktar ÞL1–
ÞL4 tákna þverlínur yfir jökulgarðana (5. mynd), svört lína A-A’ táknar þversnið sem sýnir dreifingu setlaga (2. mynd) og punktar
S1–S3 tákna snið í jökulgarðinum (6., 7. og 8. mynd). – a) The location of Brúarjökull. b) The forefield of the surge-type glacier Brúar-
jökull, eastern Iceland, visualized as Terrain Shade Relief model. ÞL1–ÞL4 indicate terrain cross-profiles (fig. 5), line A-A’ represents
sediment distribution profile (fig. 2), and dots S1–S3 mark cross-sections in the 1890 end moraine (figs 6, 7, 8).