Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 115
115
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Gosmyndanir á síðari
hluta ísaldar
Jarðmyndanir sem orðið hafa til
við gos undir jöklum á síðari hluta
ísaldar þekja um 11.200 ferkílómetra
(1. mynd).35 Sé líkleg útbreiðsla
undir núverandi jöklum frá síðari
hluta ísaldar og nútíma talin með
er heildarútbreiðslan nálægt 15.000
ferkílómetrar. Þessar gosmyndanir
hafa yfirleitt meira rúmtak og ná
meiri hæð en sambærilegar gos-
myndanir sem alfarið verða til á
þurru landi. Samsetning gosmynd-
ana er að sjálfsögðu breytileg en
hlutföll bergtegunda eru sennilega
svipuð og í jarðmyndunum á nútíma.
Þannig eru líklega í allt nálægt 92%
rúmmáls móbergsmyndunarinnar
basískt berg, um 5% ísúrt berg og
um 3% súrt berg, en þessi hlutföll
eru breytileg á milli eldstöðvakerfa.
Í þessari grein verður einungis rúm
til að fjalla um basískar gosmynd-
anir, en þess má geta að súru hýaló-
klastíti og bólstrabergi hafa verið
gerð allgóð skil.29,36–39
Grunneiningar
Helstu grunneiningar (ásýndir) gos-
myndana sem orðið hafa til við
eldgos undir jökli eru bólstraberg,
hýalóklastít, óregluleg innskot og
hraunþekja. Bólstraberg myndar
oft sökkul basískra gosmyndana (2.
mynd) og verður til þegar kvikan
kólnar án þess að tvístrast og springa,
yfirleitt þar sem þrýstingur vatns-
súlu og/eða íssúlu er hár. Erfitt er
að segja til um þykkt bólstrabergs-
einingarinnar vegna þess hversu
opnur eru yfirleitt lélegar neðan til
í móbergsfjöllum. Í Vesturgosbelt-
inu (1. mynd) hefur þykkt bólstra-
bergsins mælst mest um 300 m í
sökkli Rauðafells og Högnhöfða25
og 270 m í sökkli Efstadalsfjalls.40
Á nokkrum stöðum, eins og í Rana
suðaustan í Hlöðufelli (3. mynd),
1. mynd. Útbreiðsla jarðmyndana frá síðari hluta ísaldar (fyrir 0,78–0,01 Ma), sem orðið hafa til við gos undir eða í jökli. Flatarmál
þeirra er um 11.200 km2. Byggt á jarðfræðikorti Hauks Jóhannessonar og Kristjáns Sæmundssonar2,35 með nokkrum breytingum. SGB:
Snæfellsnesgosbeltið, VGB: Vesturgosbeltið, AGB: Austurgosbeltið, ÖGB: Öræfajökulsgosbeltið, NGB: Norðurgosbeltið. – Exposures
of subglacial and intraglacial volcanic rocks of Late Pleistocene age (0.01–0.78 Ma) in Iceland. They cover an area of 11.200 km2.
Modified from Jóhannesson and Sæmundsson.2,35
AThM2012
VA
TN
AJ
ÖK
UL
L
Surtsey
Torfajökull
La
ng
jök
ull
Grímsvötn
Mýrdalsjökull
Hellisheiði
Hlöðufell
Kálfstindar
Kverkfjöll
Jarlhettur
Tu
ng
na
árf
jö
ll
Bláfjall
Herðubreið
Dalsheiði
Síð
a
Lj
ós
uf
jö
ll
Eyjafjöll
S G B
V
G
B
N
G
B
Ö
G
B
A
G
B
Hofs-
Gjálp
Laugarvatn
14°V16°V18°V20°V22°V24°V
66°N
65°N
64°N
50 km
K
jö
lu
r
Hestfjall
Öræfajökull
Undirhlíðar
Eiríks-
jökull
jökull
Móbergsmyndunin