Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 82

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 82
Náttúrufræðingurinn 82 Sjávarstöðubreytingar Allt frá því að jökulskildir megin- landanna tóku að bráðna og sjávar- mál stóð lægst á síðasta jökulskeiði, fyrir um 21.500 árum og þar til fyrir um 6.800 árum, hækkaði yfirborð heimshafanna um 120–130 m.77,78 Á sama tíma bráðnaði ísaldarjökullinn yfir Íslandi og var hann að mestu horfinn fyrir um 8.600 árum.2,79 Í lok síðasta jökulskeiðs réðst sjávar- staða á Íslandi annars vegar af því að yfirborð heimshafanna var stöðugt að hækka, en þó misjafn- lega hratt, og hins vegar af flotjafn- vægishreyfingum, þ.e.a.s. af því hvort jarðskorpan var að rísa eða síga undan breytilegu fargi jökla á landinu. Vegna sérstakra eiginleika jarðskorpunnar undir Íslandi og lágrar seigju í deighveli möttulsins verður svörun við öllum breytingum á jökulfargi hérlendis tafarlaus og mjög hröð. Að framan hefur því verið lýst hvernig jökulskjöldurinn yfir landinu minnkaði hratt í upp- hafi síðjökultíma og efstu og jafn- framt elstu fjörumörk á landinu urðu til. Tímabundinn vöxtur jökul- sins á yngra Dryas- og Preboreal- skeiði1,2,29 varð þess valdandi að landið seig hratt undan vaxandi fargi og við það gekk sjór á land þegar afstætt sjávarborð hækkaði svo nam tugum metra.2 Á 9. mynd er rakinn líklegur ferill afstæðra sjávarborðsbreytinga á Vestur- og Suðvesturlandi. Á Vestur- og Suðvesturlandi mynduðust elstu og jafnframt efstu fjörumörk frá síðjökultíma í Stóra- Sandhóli í Skorradal í 150 m h.y.s. fyrir um 14.600 árum.36 Jafnaldra fjörumörk má finna í um 125 m h.y.s. í Leirársveit sunnan Skarðsheiðar og í um 105 m h.y.s. í austanverðu Akrafjalli þar sem þau hafa einnig verið aldursákvörðuð.2,36,37 Í dag fer hæð þessara fjörumarka yfir sjó vaxandi svo nemur um 2,2 m fyrir hvern km í átt að miðju landsins. Ástæða þess að hæð jafnaldra fjöru- marka fer vaxandi inn til landsins er sú að farg jökulskjaldarins var mest yfir miðju landinu þar sem hann var þykkastur, eða allt að 2.000 m. Þar seig landið mest, en landsigið varð minna úti við strendur landsins þar sem þykkt og farg jökulsins var mun minna.35 Þegar jökulskjöldurinn bráðnaði og rýrnaði tók land að rísa undan minnkandi jökulfargi, og reis landið þeim mun meira sem jökull- inn hafði áður verið þykkari. Þessu landrisi var langt í frá lokið þegar efstu og elstu fjörumörk mynduðust, en að sjálfsögðu mynduðust þau í upphafi lárétt. Í dag hallar þessum jafnaldra fjörumörkum einfaldlega vegna þess að sá hluti þeirra sem er nær miðju landsins hefur í ald- anna rás risið meira en sá hluti sem er nær ströndinni. Þá hallar einnig strandlínum frá síðjökultíma mis- mikið, þ.e.a.s. þær eldri eru halla- meiri en þær yngri. Ástæður þessa eru þær að landið hefur risið mun meira og lengur frá því að eldri strandlínurnar mynduðust en þær yngri. Sem dæmi um þennan mun má nefna halla á strandlínu forns jökullóns í Fnjóskadal á Norður- landi sem er 2,65 m/km; halli yngra jökullóns í sama dal er hins vegar 1,59 m/km, en þessar strandlínur mynduðust báðar á seinni hluta yngra Dryasskeiðs.18,60 Í Eyjafirði er halli efstu fjörumarka á bilinu 0,4–0,6 m/km enda eru þau allt 9. mynd. Afstæðar sjávarborðsbreytingar á Vestur- og Suðvesturlandi á síðjökultíma og í upphafi nútíma.2 Hugmyndir um raunverulega hækkun á yfirborði Atlantshafsins á sama tíma eru sýndar með bláum línum.77,78 – Lateglacial relative sea-level changes in Southwest Iceland. Eustatic sea-level changes are shown with blue lines.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.