Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 30
Náttúrufræðingurinn
30
dalnum, sem er frekar flatur fram
undir dalbotn þar sem Þverárjökull
lokar honum. Legu dalsins er þannig
háttað að mikil snjóflóðahætta skap-
ast gjarnan í norðanhríðarveðrum.
Hlíðar Þverárdals eru hlémegin við
norðanáttum og getur fannburður
ofan af fjöllunum verið gríðarlegur
(2. mynd).
Upptakasvæði snjóflóðanna, sem
eru efst undir brúnum í norðurhlíð-
unum, eru stórar trektlaga skálar eða
skörð sem safna í sig miklum snjó.
Niður úr þeim ganga stórskorin,
djúp gil sem opnast á aurkeilum
í hlíðarfætinum, niður undir dal-
botni, en gilin eru miklir snjóflóða-
farvegir. Svo djúp og óvinaleg eru
gilin að þau teljast vart fær yfirferðar,
enda krækja gangnamenn yfirleitt
upp eða niður fyrir þau við smala-
mennsku. Oft er talað um áþekk gil
sem „snjóflóðabyssur“ meðal þeirra
sem rannsaka og vinna með snjóflóð
hér á landi. Þegar snjóflóð fer af stað
á stóru svæði og fellur ofan í þær
þrengingar sem gilin eru, myndast
gífurlegur þrýstingur sem skýtur
snjónum með ógnarkrafti niður úr
giljunum – eins og úr byssuhlaupi.
Það fer m.a. eftir krafti flóðanna
hvort rof eða setupphleðsla verður
þegar snjóflóðin fara yfir aurkeil-
urnar. Mörg flóðanna fara niður í
dalbotninn, rífa með sér möl og grjót
upp úr farvegi og bökkum Þverár
og bera allt að 100–200 m leið yfir á
Kóngsstaðadal.
Snjóflóðadyngjurnar á Þverárdal
eru stór, ávöl landform og geta við
fyrstu sýn verið sláandi líkar jökul-
görðum (3. mynd). Stærsta dyngjan
var mæld upp og könnuð ýtarlega;
nefnist hún Ysti-Nauthóll og er
undir Melagili neðst á dalnum.
Dyngjan er íhvolft landform og
liggur þvert á stefnu dalsins. Sú
hlið hennar sem snýr á móti rennslis-
stefnu snjóflóðanna er brött og há.
Aðrar hliðar dyngjunnar hafa vægan
halla og renna mjúklega saman við
umhverfið í kring. Þykkt dyngj-
unnar er mest þar sem hún rís um
23 m upp frá árbakkanum, en und-
angröftur árinnar viðheldur um 35º
bröttu og fersku þversniði á þeirri
hlið sem að ánni snýr. Dyngjan
þynnist þaðan sem hún er þykkust
yfir árbakkanum, upp í hlíðarfótinn
og út til hliðanna (4. mynd). Skriðu-
set og lækjaframburður úr fjalls-
hlíðinni Kóngsstaðamegin blandast
greinilega við snjóflóðasetið í hlíð-
arfætinum. Dyngjan er breiðust um
220 m og teygir sig upp í hlíðarrætur
Kóngsstaðadals, rúmlega 200 m upp
frá Þveránni. Þar sem stærstu snjó-
flóð eru sjaldgæf gróa jaðarsvæði
dyngjunnar vel á milli snjóflóðanna,
og gerir það nákvæmt mat á stærð
hennar erfitt. Stakir árnúnir steinar
og grjótdreifar finnast lengra upp í
hlíð Kóngsstaðadals og gefa þannig
til kynna stærri snjóflóð en ætla
mætti af dyngjunni sjálfri.
Lausleg athugun á seteiginleikum
í 100 cm háu sniði efst utan í dyngj-
unni, ofan árinnar, leiddi í ljós
blöndu af hálfrúnnaðri ármöl, könt-
uðu efni af ýmsum kornastærðum
og jarðvegi. Jarðvegssniðið og yfir-
borðskönnun bendir til að næst ánni
sé byggingarefni dyngjunnar allt
að 50% hálfrúnnuð ármöl. Hlutfall
ármalar minnkar fjær ánni. Steinar
ættaðir úr ánni, þeir stærstu um 50
cm í þvermál, finnast engu að síður
um alla dyngjuna og eru yfirleitt
frekar smáir. Stærstu grjótstykkin
eru öll köntuð og eru ásamt öðrum
4. mynd. Lögun ystu dyngjunnar, Ysta-Nauthóls, er sýnd á myndinni með langsniði og þversniði. Bláa línan er langsnið frá norðri
til suðurs, þ.e. frá árbakka Þverár upp undir hlíðarfót, rauða línan er þversnið frá austri til vesturs nyrst á dyngjunni þar sem hún
rís hæst. Lega sniðanna er sýnd á 2. mynd. – The shape of the avalanche debris dome, Ysti-Nauthóll, is shown with a longitudinal
N-S section, the blue line and an E-W cross section, the red line. The location is given in fig. 2.
3. mynd. Ysti-Nauthóll, neðsta snjóflóðadyngjan á Þverárdal, er um 23 m há. Yfirborð
hennar er alsett grjóthnullungum, hún er lyngi vaxin þar sem hún er hæst en annars
grasi gróin. – Ysti-Nauthóll in the Þverárdalur valley, a 23 m high snow avalanche boulder
rampart. Ljósm./Photo: Skafti Brynjólfsson, 2010.