Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 81

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 81
81 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Útbreiðsla jökla á Preborealskeiði Lítið er vitað um hvenær jöklar tóku að hörfa frá jökulgörðum af yngri Dryasaldri, en þegar þeir urðu stærstir á Preborealskeiðinu, fyrir um það bil 11.200 árum, var jökul- skjöldurinn nokkru minni en hann var á yngra Dryasskeiði (8. mynd). Á Suðurlandi náði jökull til sjávar og gekk fram á innri garða Búð- araðarinnar.2,65,68 Á Austfjörðum náðu jöklar niður í innri hluta dala og fjarða og á Héraði náði jökull lík- lega ofan í og út eftir Fljótsdal.61,69,70 Í Vopnafirði gengu jöklar í sjó fram og mynduðu greinilega jökulgarða innan við fjörumörk af Preboreal- aldri.71,72 Við Þistilfjörð og Bakka- flóa voru jöklar innan við fjörumörk af Preborealaldri í um 35 m hæð yfir sjó41 og sama máli gegndi um jökla í Öxarfirði.2 Rannsóknir á Eyjafjarðarsvæðinu og í Fnjóskadal sýna að skriðjökull, sem á yngra Dryasskeiði gekk langt norður eftir Eyjafirði, hafði hörfað svo langt til suðurs að á Preborealskeiði var brún hans nærri Espihóli, nokkru innan við Hrafnagil. Á sama tíma gengu jöklar í sjó fram í mynni Hörgárdals og Svarfaðardals.2,19 Í Skagafirði gekk jökull um þetta leyti út undir núverandi strönd við Sauðárkrók, en Skagi var að mestu leyti íslaus.40,73,74 Fátt er vitað um útbreiðslu jökla á Vesturlandi á fyrri hluta Preborealskeiðs annað en að í syðri hluta Dala og í innsta hluta Hvalfjarðar gengu jöklar í sjó fram.2 Þá hafa jöklar trúlega enn legið í sumum þverdala Borg- arfjarðar, en það er þó ekki vitað með vissu.54 Lítið er vitað um stærð jökla á Vestfjörðum á þessum tíma, en reikna má með því að jöklar hafi verið á hásléttum og gengið þaðan niður í firði við innanvert Ísafjarð- ardjúp75,76 og norðanverðan Breiða- fjörð.2 Auk þessa voru smájöklar víða í fjallendi utan við meginjök- ulskjöldinn, eins og á Austfjörðum, á Flateyjarskaga og Tröllaskaga, í fjallgarðinum á Snæfellsnesi, í Skarðsheiði og Esju (8. mynd). Mestur munur á stærð jökulskjald- arins á landinu á yngra Dryas- og Preborealskeiði var á Norðurlandi, en þegar horft er til flatarmáls voru jöklarnir á Preboreal-skeiði aðeins um fimmtungi minni en á yngra Dryasskeiði.2 8. mynd. Líkleg stærð jökla á Íslandi á Preborealtíma (fyrir um 11.200 árum) skv. niðurstöðum rannsókna á legu fjörumarka og jökul- garða frá þeim tíma. Á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og víðar hefur stærð jökla verið áætluð með tilliti til legu fjörumarka.2 Rauð lína umhverfis landið sýnir niðurstöðu líkanreikninga af stærð jökulsins við hámark síðasta jökulskeiðs.35 – Extent of glaciers in Iceland in Preboreal times (white area) based on radiocarbon-dated shells or marine mammal bones (red dots) and raised shorelines and ice- contact features. Red solid line shows is the modelled extent of the LGM ice sheet.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.