Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 28

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 28
28 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Opin bert reglufarg an og eftirlitss tarfsemi, sem einu nafni má kalla eftirlitsiðnað­ inn, hefur vaxið hröðum skrefum undan farin ár. Þetta hafa at ­ vinnu rekstur landsmanna og heimilin í landinu fengið að finna á eigin skinni og í eigin pyngju. Margt bendir til að eftirlitsiðnaðurinn í sínum ýmsu myndum sé orðinn meiriháttar atvinnurekstur á Íslandi og e.t.v. sá sem hraðast hefur vaxið. Þrátt fyrir að eftirlitsiðnaðurinn kunni að vera einn helsti vaxtar ­ broddurinn í íslensku atvinnu lífi á mælikvarða veltu og mann­ afla liggja ekki fyrir opinberar mælingar á umfangi hans eða eðli. Einhverra hluta vegna hefur hann smogið undan opinberri hagsýslugerð í landinu. Að þessu leyti er hann eins og dulin meinsemd í þjóðarlíkamanum. Fyrirliggjandi upplýsingar um afmarkaða þætti í eftirlitsiðnaðin­ um eins og t.d. vinnueftirlitið, matvælaeftirlitið, umhverfiseftir­ litið, lyfjaeftirlitið, landlæknis­ embættið, fjármálaeftirlitið, gjaldeyriseftirlitið, bifreiðaeftirlitið, tryggingaeftirlitið, útlendingaeftir­ litið, veiðieftirlitið, tollgæsluna og bifreiðaeftirlitið, svo eitthvað sé nefnt meira og minna af handa hófi, benda hins vegar til þess að í þessum iðnaði starfi þúsundir manna, e.t.v. tugir þúsunda. Sé svo er hér um að ræða einn umfangmesta atvinnu­ rekstur landsmanna. Það er fyrir löngu kominn tími til að fara skipulega yfir þenn an óskapn­ að, halda því sem gagn legt er en fleygja hinu. Þjóð in hefur ekki lengur efni á að sól unda verðmætum í gagnslausa og jafnvel skaðlega starfsemi á vegum hins opinbera.“ eftirlitsiðnaðurinn RAGnAR ÁRnAson – prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands EFNAHAGSMÁL skoðun TexTi: svava jónsdóTTir Þrátt fyrir að eftirlitsiðnaðurinn kunni að vera einn helsti vaxtar - broddurinn í íslensku atvinnu lífi á mælikvarða veltu og mannafla liggja ekki fyrir opinberar mælingar á umfangi hans eða eðli. – dulin meinsemd

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.