Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 28
28 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013
Opin bert reglufarg an og eftirlitss tarfsemi, sem einu nafni má kalla eftirlitsiðnað
inn, hefur vaxið hröðum skrefum
undan farin ár. Þetta hafa at
vinnu rekstur landsmanna og
heimilin í landinu fengið að
finna á eigin skinni og í eigin
pyngju. Margt bendir til að
eftirlitsiðnaðurinn í sínum ýmsu
myndum sé orðinn meiriháttar
atvinnurekstur á Íslandi og e.t.v.
sá sem hraðast hefur vaxið.
Þrátt fyrir að eftirlitsiðnaðurinn
kunni að vera einn helsti vaxtar
broddurinn í íslensku atvinnu lífi
á mælikvarða veltu og mann
afla liggja ekki fyrir opinberar
mælingar á umfangi hans eða
eðli. Einhverra hluta vegna hefur
hann smogið undan opinberri
hagsýslugerð í landinu. Að
þessu leyti er hann eins og dulin
meinsemd í þjóðarlíkamanum.
Fyrirliggjandi upplýsingar um
afmarkaða þætti í eftirlitsiðnaðin
um eins og t.d. vinnueftirlitið,
matvælaeftirlitið, umhverfiseftir
litið, lyfjaeftirlitið, landlæknis
embættið, fjármálaeftirlitið,
gjaldeyriseftirlitið, bifreiðaeftirlitið,
tryggingaeftirlitið, útlendingaeftir
litið, veiðieftirlitið, tollgæsluna
og bifreiðaeftirlitið, svo eitthvað
sé nefnt meira og minna af
handa hófi, benda hins vegar
til þess að í þessum iðnaði
starfi þúsundir manna, e.t.v. tugir
þúsunda. Sé svo er hér um að
ræða einn umfangmesta atvinnu
rekstur landsmanna. Það er fyrir
löngu kominn tími til að fara
skipulega yfir þenn an óskapn
að, halda því sem gagn legt er
en fleygja hinu. Þjóð in hefur
ekki lengur efni á að sól unda
verðmætum í gagnslausa og
jafnvel skaðlega starfsemi á
vegum hins opinbera.“
eftirlitsiðnaðurinn
RAGnAR ÁRnAson
– prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
EFNAHAGSMÁL
skoðun
TexTi: svava jónsdóTTir
Þrátt fyrir að eftirlitsiðnaðurinn
kunni að vera einn helsti vaxtar -
broddurinn í íslensku atvinnu lífi á
mælikvarða veltu og mannafla liggja
ekki fyrir opinberar mælingar á
umfangi hans eða eðli.
– dulin meinsemd