Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 30

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 30
30 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 skoðun Sigurður B. Stefánsson seg­ir að það stefni í að árið sem er að líða verði eitt það besta í sögunni á Wall Street og þurfi að fara til ársins 1998 til að finna jafngóða árshækkun S&P 500 sem er yfir 25%. „Bandaríkin skera sig algjör ­ lega úr þótt árangur á alþjóð leg ­ um hlutabréfamarkaði hafi víðast verið góður á árinu. Hækkun er víðast undir 20% í Evrópuríkjum þar sem árangur er bestur en nær 10% í lakari tilvikum. Hækkun í Asíulöndum er að jafnaði um 10%. Hlutabréf í Jap­ an hafa þó hækkað um 50%, en frá afar lágum grunni, og í Kína er lækkun á árinu 2013 mælt til desember. Hækkun er ekki teljandi í öðrum mikilvægum Asíu ríkjum á hlutabréfamarkaði svo sem á Indlandi og í Suð ur­ Kóreu. Hliðstæð „misskipting“ á milli landa á árinu 2013 kemur fram við samanburð við hæsta verð hlutabréfa á árinu 2007; það er að segja fyrir hrun á hlutabréfa ­ markað sem er víða enn hæsta verð sögunnar.“ Sigurður segir að á Wall Street liggi verð í desember á þessu ári 10­20% yfir hæsta verði árið 2007 auk þess sem hlutabréf í Bretlandi, Þýskalandi og á Ind ­ landi hafi líka náð hærra verði á þessu ári en 2007. „Í flestum öðrum ríkjum vantar mikið upp á að hlutabréf nái fyrri hæðum. Má taka sem dæmi að Evrópuvísitalan liggur 25% undir hæsta gildi 2007 og vísitala Asíu­ og Kyrrahafslanda er 15% undir.“ Sigurður segir að þeir tveir þættir sem þyngst vega í þess ­ ari misskiptingu séu linnulaus kaup bandaríska seðlabank­ ans á ríkisskuldabréfum, sem eykur peningamagn í umferð, og afar veikt verð á hrávörum og málmum og olíu, sem veikir hag útflutningsfyrirtækja á þeim markaði. Stefnir í mjög gott ár á Wall Street siGuRðuR B. sTefÁnsson – sjóðstjóri hjá eignastýringu landsbankans ERLEND HLUTABRÉF Dow Jones síðustu tólf mánuðina. Viðutan í vinnunni GÍsli KRisTjÁnsson – blaðamaður STJÓRNUNAR- MOLI F A C I L I T Y M A N A G E M E N T | C L E A N I N G | S U P P O R T | P R O P E R T Y | C A T E R I N G | S E C U R I T Y | is.ssworld.com/ „Við erum með allt uppi á borðum” ISS hefur nú hlotið jafnlaunavottun VR Jafnlaunavottun 2013 Siðareglur Jafnréttisstefna Starfsmannastefna Umhverfisstefna Áfalla og viðbragðsáætlun Eineltisstefna Heilsu-og öryggisstefna Græn umhverfisvæn ræsting Fyrirmyndarfyrritæki VR 2012 Framúrskarandi fyrirtæki Credit Info Svansvottuð ræstingarþjónusta Við hjá ISS erum stolt af starfsemi okkar enda byggjum við hana á eftirfarandi gildum: Heiðarleiki Ábyrgð Gæði Frumkvöðlar Sofandaháttur á vinnustað er ekki nýtt vandamál. Áður fyrr var ekki dæma­ laust að fólk notaði vinnutímann til að sofa. En það er fleira sem hvetur til hyskni í vinnunni en svefnleysi. Nútímatækni veldur því einnig að fólk er viðutan í vinnunni. Stundum stafar af þessu hætta. Það er þegar fólk er með nefið niðri í snjallsímanum innan um vélar og ökutæki. Þetta er töluvert umfangsmikið mál. Fjarvera af ýmsu tagi dregur úr afköstum og veldur því að meiri tími fer í að ljúka verki en eðlilegt getur talist. Í sumum fyrirtækjum og stofnun um eru settar strangar reglur um mætingu, viðveru og notkun félagsmiðla í vinnunni. Og þess ar reglur breytast með tímanum og nýrri tækni. Í Svíþjóð lét stjórnunarritið Chef kanna meðal forstjóra hvað mætti gera í vinnutímanum af því sem ekki teldist beinlínis hluti af vinnunni. Hvar eru mörk hins leyfilega á okkar tækni­ væddu tímum? Hjá öllum kom upp eitt gamal ­ kunnugt atriði fyrst: Það á að mæta á réttum tíma í vinnuna og vera þar. Síendurtekin fjarvera í vinnutíma er brottrekstrarsök. Annars er það stjórnenda á vinnustað að ákveða hvar mörk hins leyfilega í vinnunni eru. En lítum á listann. 1. stundvísi. Hvarvetna er stundvísi talin mikilvæg regla. Vinnutíminn er afmarkaður fyrir­ fram og það á að fylgja þeim mörkum. Það er ekki í lagi að mæta aðeins of seint og fara aðeins of snemma. 2. Einkamál. Að hvaða marki má sinna prívat erindum í vinnunni? Í þessu efni eru reglur ekki skýrar. Víðast er talið eðlilegt ef fólk fer til læknis í vinnu tímanum. Annar mjög brýnn erindrekstur er líka látinn óátal inn, ef ekki eru mikil brögð að slíkum ferðum úr vinnunni. Það má t.d. fara og skrifa undir kaupsamning á nýrri íbúð enda gerist slíkt aðeins á margra ára fresti. Margir stjórar vilja þó síður að fólk láti klippa sig í vinnutímanum. Þar eru mörkin. Dagleg innkaup til heimilisins eru handan markanna og eiga að fara fram utan vinnutíma. 3. tölvupóstur. Tölvupóstur er mikilvægt vinnutæki margra. Samskipti fólks á skrifstofum eru oftast um tölvuna. En það er erfitt að fylgjast með hvort stöku einkabréf slæðist með. Flestir stjór ar láta sér það í léttu rúmi liggja svo fremi sem bréfa­ skriftirnar trufla ekki vinnuna. Þarna þarf að gæta meðalhófs. Í sumum fyrirtækjum hafa stjórn­ endur rétt til að fylgjast með tölvupósti starfsmanna. 4. netnotkun. Það er hægt að gleyma sér á netinu, bæði við fréttalestur og blogg. Blogg er illa séð í vinnunni. Ef fólk vill þenja sig á netinu á það að gera það utan vinnutíma. Lestur frétta er annað. Flestir stjórar telja í lagi að fólk líti á fréttir, sérstak­ lega ef mikil tíðindi hafa orðið. Fréttaþorsti veldur eirðarleysi í vinnunni og þarfnast svölunar. 5. Félagsmiðlar. Fésbókin er tímaþjófur. Margir stjórar vilja láta loka henni í vinnutímanum. Stundum er þó fésbókin mikil­ vægt tæki til að kynna vöru og þjónustu en yfirleitt koma félags­ miðlar af þessu tagi vinnunni ekkert við. Félagsmiðlarnir eru því handan við mörk hins ásætt­ anlega í vinnutímanum – nema í undantekningartilvikum. Sama er að segja um alla netnotkum sem ekki lýtur að vinnunni.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.