Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 30

Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 30
30 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 skoðun Sigurður B. Stefánsson seg­ir að það stefni í að árið sem er að líða verði eitt það besta í sögunni á Wall Street og þurfi að fara til ársins 1998 til að finna jafngóða árshækkun S&P 500 sem er yfir 25%. „Bandaríkin skera sig algjör ­ lega úr þótt árangur á alþjóð leg ­ um hlutabréfamarkaði hafi víðast verið góður á árinu. Hækkun er víðast undir 20% í Evrópuríkjum þar sem árangur er bestur en nær 10% í lakari tilvikum. Hækkun í Asíulöndum er að jafnaði um 10%. Hlutabréf í Jap­ an hafa þó hækkað um 50%, en frá afar lágum grunni, og í Kína er lækkun á árinu 2013 mælt til desember. Hækkun er ekki teljandi í öðrum mikilvægum Asíu ríkjum á hlutabréfamarkaði svo sem á Indlandi og í Suð ur­ Kóreu. Hliðstæð „misskipting“ á milli landa á árinu 2013 kemur fram við samanburð við hæsta verð hlutabréfa á árinu 2007; það er að segja fyrir hrun á hlutabréfa ­ markað sem er víða enn hæsta verð sögunnar.“ Sigurður segir að á Wall Street liggi verð í desember á þessu ári 10­20% yfir hæsta verði árið 2007 auk þess sem hlutabréf í Bretlandi, Þýskalandi og á Ind ­ landi hafi líka náð hærra verði á þessu ári en 2007. „Í flestum öðrum ríkjum vantar mikið upp á að hlutabréf nái fyrri hæðum. Má taka sem dæmi að Evrópuvísitalan liggur 25% undir hæsta gildi 2007 og vísitala Asíu­ og Kyrrahafslanda er 15% undir.“ Sigurður segir að þeir tveir þættir sem þyngst vega í þess ­ ari misskiptingu séu linnulaus kaup bandaríska seðlabank­ ans á ríkisskuldabréfum, sem eykur peningamagn í umferð, og afar veikt verð á hrávörum og málmum og olíu, sem veikir hag útflutningsfyrirtækja á þeim markaði. Stefnir í mjög gott ár á Wall Street siGuRðuR B. sTefÁnsson – sjóðstjóri hjá eignastýringu landsbankans ERLEND HLUTABRÉF Dow Jones síðustu tólf mánuðina. Viðutan í vinnunni GÍsli KRisTjÁnsson – blaðamaður STJÓRNUNAR- MOLI F A C I L I T Y M A N A G E M E N T | C L E A N I N G | S U P P O R T | P R O P E R T Y | C A T E R I N G | S E C U R I T Y | is.ssworld.com/ „Við erum með allt uppi á borðum” ISS hefur nú hlotið jafnlaunavottun VR Jafnlaunavottun 2013 Siðareglur Jafnréttisstefna Starfsmannastefna Umhverfisstefna Áfalla og viðbragðsáætlun Eineltisstefna Heilsu-og öryggisstefna Græn umhverfisvæn ræsting Fyrirmyndarfyrritæki VR 2012 Framúrskarandi fyrirtæki Credit Info Svansvottuð ræstingarþjónusta Við hjá ISS erum stolt af starfsemi okkar enda byggjum við hana á eftirfarandi gildum: Heiðarleiki Ábyrgð Gæði Frumkvöðlar Sofandaháttur á vinnustað er ekki nýtt vandamál. Áður fyrr var ekki dæma­ laust að fólk notaði vinnutímann til að sofa. En það er fleira sem hvetur til hyskni í vinnunni en svefnleysi. Nútímatækni veldur því einnig að fólk er viðutan í vinnunni. Stundum stafar af þessu hætta. Það er þegar fólk er með nefið niðri í snjallsímanum innan um vélar og ökutæki. Þetta er töluvert umfangsmikið mál. Fjarvera af ýmsu tagi dregur úr afköstum og veldur því að meiri tími fer í að ljúka verki en eðlilegt getur talist. Í sumum fyrirtækjum og stofnun um eru settar strangar reglur um mætingu, viðveru og notkun félagsmiðla í vinnunni. Og þess ar reglur breytast með tímanum og nýrri tækni. Í Svíþjóð lét stjórnunarritið Chef kanna meðal forstjóra hvað mætti gera í vinnutímanum af því sem ekki teldist beinlínis hluti af vinnunni. Hvar eru mörk hins leyfilega á okkar tækni­ væddu tímum? Hjá öllum kom upp eitt gamal ­ kunnugt atriði fyrst: Það á að mæta á réttum tíma í vinnuna og vera þar. Síendurtekin fjarvera í vinnutíma er brottrekstrarsök. Annars er það stjórnenda á vinnustað að ákveða hvar mörk hins leyfilega í vinnunni eru. En lítum á listann. 1. stundvísi. Hvarvetna er stundvísi talin mikilvæg regla. Vinnutíminn er afmarkaður fyrir­ fram og það á að fylgja þeim mörkum. Það er ekki í lagi að mæta aðeins of seint og fara aðeins of snemma. 2. Einkamál. Að hvaða marki má sinna prívat erindum í vinnunni? Í þessu efni eru reglur ekki skýrar. Víðast er talið eðlilegt ef fólk fer til læknis í vinnu tímanum. Annar mjög brýnn erindrekstur er líka látinn óátal inn, ef ekki eru mikil brögð að slíkum ferðum úr vinnunni. Það má t.d. fara og skrifa undir kaupsamning á nýrri íbúð enda gerist slíkt aðeins á margra ára fresti. Margir stjórar vilja þó síður að fólk láti klippa sig í vinnutímanum. Þar eru mörkin. Dagleg innkaup til heimilisins eru handan markanna og eiga að fara fram utan vinnutíma. 3. tölvupóstur. Tölvupóstur er mikilvægt vinnutæki margra. Samskipti fólks á skrifstofum eru oftast um tölvuna. En það er erfitt að fylgjast með hvort stöku einkabréf slæðist með. Flestir stjór ar láta sér það í léttu rúmi liggja svo fremi sem bréfa­ skriftirnar trufla ekki vinnuna. Þarna þarf að gæta meðalhófs. Í sumum fyrirtækjum hafa stjórn­ endur rétt til að fylgjast með tölvupósti starfsmanna. 4. netnotkun. Það er hægt að gleyma sér á netinu, bæði við fréttalestur og blogg. Blogg er illa séð í vinnunni. Ef fólk vill þenja sig á netinu á það að gera það utan vinnutíma. Lestur frétta er annað. Flestir stjórar telja í lagi að fólk líti á fréttir, sérstak­ lega ef mikil tíðindi hafa orðið. Fréttaþorsti veldur eirðarleysi í vinnunni og þarfnast svölunar. 5. Félagsmiðlar. Fésbókin er tímaþjófur. Margir stjórar vilja láta loka henni í vinnutímanum. Stundum er þó fésbókin mikil­ vægt tæki til að kynna vöru og þjónustu en yfirleitt koma félags­ miðlar af þessu tagi vinnunni ekkert við. Félagsmiðlarnir eru því handan við mörk hins ásætt­ anlega í vinnutímanum – nema í undantekningartilvikum. Sama er að segja um alla netnotkum sem ekki lýtur að vinnunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.