Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 34

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 34
34 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 skoðun K PMG hefur gert alþjóð ­ lega rann sókn á fjár svik­ um og meðal ann ars skoðað hver eru einkenni hins dæmigerða geranda. Margret Flóvenz segir að hann sé starfsmaður þess fyrirtækis sem fyrir svikunum verður, sé á aldr inum 36­45 ára, karlkyns, í stjórnunarstöðu og hafi starfað hjá fyrirtækinu í meira en sex ár. „Þetta eru auðvitað meðaltöl en athyglisvert er að viðkom andi hef­ ur yfirleitt starfað hjá fyrirtækinu um árabil. Þetta eru svipaðar niðurstöður og í eldri könnunum en það sem hefur breyst er hvernig fjársvik eru framin.“ Margret segir að fjársvik séu í síauknum mæli framin með því að nýta veikleika í upplýsinga­ kerfum og fyrirtæki þurfi að bregðast við því. „Eftirlitskerfi gærdagsins duga ekki í síbreytilegu tæknium­ hverfi. Tæknin auðveldar þó ekki aðeins fjársvikin sjálf heldur auðveldar hún líka fyrirtækjun um að verja sig. Greiningar á gög­ num og upplýsingum eru mikil­ vægur þáttur í að koma í veg fyrir fjársvik eða uppgötva þau. Það hefur lengi verið þekkt meðal þeirra sem rannsaka fjársvik að til að fólk falli í þá freistni að draga sér fé þarf þrennt að vera fyrir hendi; tæki færi, hvati og réttlæting. Besta leiðin til að draga úr hættu á fjársvikum er því að draga úr tækifærum til að fremja þau.“ Í könnun KPMG kom í ljós að koma hefði mátt í veg fyrir meira en helming allra fjársvika með öflugra innra eftirliti. Mörgum stjórnendum þykir er­ fitt að setja upp slíkar varnir þar sem þær lýsi vantrausti til starfs­ fólks. Það reynir því á stjórn ­ end ur að innleiða þá menn ingu að varnir gegn fjár svikum séu sjálfsagður hlutur og ekki síður með hagsmuni starfsmannanna sjálfra í huga.“ mARGReT flÓVenz – stjórnarformaður KPmGEndurskoðun Varnir gegn fjársvikum sjálfsagður hlutur ÁRelÍA eydÍs GuðmundsdÓTTiR – dósent við viðskiptafræðideild HÍ og ráðgjafi STJÓRNUN Á relía Eydís Guðmunds­ dóttir segir mikilvægt að stjórnendur séu meðvit­ aðir um að gera það sem kemur starfsfólki best í jólamánuðinum. Hún bendir á að streita og vænt­ ingar þess geti orðið til þess að það sé ekki endilega með hugann við vinnuna. „Þetta er í rauninni tækifæri til að næra allt sem snýr að samstöðu, samvinnu og trausti. Allir vinnustaðir ættu að ýta undir það án þess að fara yfir markið. Ég er ekki að tala um makalaust jólaglögg, eins og var vinsælt á tímabili, heldur einhvers konar samverustund þar sem hægt er að nýta þennan árstíma til þess að næra samvitund og samveru. Flestir vinnustaðir gera eitthvað skemmtilegt saman á þessum árstíma og brjóta þannig upp hversdaginn. Vinaleikir, jólaskreytingarstundir, bakstur og gamaldags jólaböll með börn­ unum eru dæmi um slíkt. Það er um að gera að næra nánar samverustundir því þær næra starfsmenn og starfs andann. Sér staklega mæli ég með að stjórn endur séu með vitaðir um að styrkja fjölskyldu tengsl starfs manna með því að finna leiðir til að fjölskyldan, börn og barnabörn geti kynnst þannig vin­ nustað mömmu og pabba, ömmu og afa – ef það er hægt.“ Næra samvitund og samveru KPMG hefur gert alþjóðlega rannsókn á fjársvik um og meðal annars skoðað hver eru einkenni hins dæmigerða geranda. Margret Flóvenz segir að hann sé starfsmaður þess fyrirtækis sem fyrir svikunum verður, sé á aldrinum 36-45 ára, karlkyns, í stjórnunar- stöðu og hafi starfað hjá fyrirtækinu í meira en sex ár.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.