Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 40

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 40
40 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 þegar hann tók við þótt hann hafi sagt annað í kosningabaráttunni. Andstæðingar hans draga þess vegna upp þá mynd að undir stjórn hans hafi skattaálögur á Reykvíkinga aukist, halli hafi verið á rekstrinum 2010, 2011 en afgangur árið 2012 og á þessu ári 2013. Útlit er fyrir rekstr ar- afgang á næsta ári líka. Þá segja and stæðingar hans að skulda - söfnun hafi aukist veru lega, launa - kostnaður og annar kostnaður sömuleiðis. Þá sé spurning um hversu arðbærar opin berar fram - kvæmdir séu þegar tekin eru dýr lán til að fjármagna þær. stórauknar skuldir á vakt jóns Gnarrs Á vakt Jóns Gnarrs hafa skuldir og skuldbindingar borgarinnar, A-hlutans, aukist um 17 milljarða króna frá upphafi árs 2011 til loka árs 2013. Þetta er mest vegna aukinna fjárfestinga. Skuld irnar eru núna 64 milljarðar króna og stefna í 67 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárhags áætlun. Skuldirnar voru 47 milljarð ar króna í ársbyrjun 2011. Fjárfestingar Reykjavíkurborgar, A-hlutans, eru samtals um 19,5 milljarðar króna frá ársbyrjun 2011 til loka ársins 2013. Undir stjórn Jóns Gnarrs hefur Reykjavíkurborg tekið ný lán að fjárhæð 12,7 milljarð ar á þeim árum – sum þeirra til býsna langs tíma. Stundum er haft á orði að útgjöld sveitarfélaga séu næstum um 90% lögbundin og því sé ekki mikið svigrúm fyrir nýja flokka til að gera einhverjar drastískar strúktúr breytingar. Þegar rætt er um fjárhagslegan viðskilnað Jóns Gnarrs nefna margir fyrst til sögunnar að hann hafi bjargað Orkuveitu Reykja - víkur. „Hann er maðurinn sem bjarg aði Orkuveitunni,“ má heyra marga stuðningsmenn hans segja. Það er örugglega of mikið sagt. Fyrir það fyrsta var um lausafjárvandræði Orku veit unnar að ræða en ekki eiginfjár vandræði. Í annan stað eru það borgar búar sjálfir sem hafa tekið á sig auknar byrðar vegna um tals verðra gjald- skrárhækkana fyrirtækisins. En það breytir því ekki að Jón Gnarr réðst í gjaldskrárhækkanir og sparnað fyrirtækisins til að mæta erfiðri lausafjárstöðu. Að vísu er það oft þannig að lánar - drottnar hafa hvað mest um gang mála að segja á erfiðum tímum hjá fyrirtækjum og fyrir skipa endurskipulagningu. Enn er Orkuveitan rekin með tapi en handbært fé frá rekstri – og öruggar framtíðartekjur – eru með þeim hætti að tæplega þarf að hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur af þessu stóra fyrirtæki. Ekkert fyrirtæki rekur sig hins vegar sjálft – og á sjálfstýringunni. Orkuveitan lenti auðvitað í lausa - fjárvandræðum eftir hrunið þegar skuldir hennar stökkbreyttust en hún var langt frá því að fara á höfuðið, eins og frægt varð þegar Jón Gnarr skrifaði það, nýorðinn borgarstjóri, inn á Facebook. Nýr meirihluti undir hans stjórn ákvað hins vegar að frysta ekki lengur gjaldskrá félagsins, eins og meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna hafði ákveðið að gera í kjölfar hrunsins, heldur hækkaði gjaldskrána til að auka tekjur og dró jafnframt úr kostnaði. Þar að auki fékk Orku - veitan fé frá stærsta eiganda sínum, Reykjavíkurborg, til að takast á við stórar afborganir 2011 og 2013. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku - veitunnar, sagði nýlega í viðtali við Frjálsa verslun að ánægjulegt væri hve vel hefði tekist til við að endurskipuleggja reksturinn en fyrirtækið sigldi þó ekki lygnan sjó enda skuldir fyrirtækisins um 226 milljarðar króna. Það eru fyrst og fremst öruggar framtíðartekjur frá föstum viðskiptavinum og mikið handbært fé frá rekstri sem gerir fyrirtækið svona firnasterkt og veitir því lánstraust. Tekjur Orkuveitunnar verða 38 milljarðar króna á þessu ári, 2013. Þær voru 26 milljarðar króna árið 2009 og hafa því hækkað um 46% frá þeim tíma. Heildarskuldir Orkuveitunnar voru í árslok 2007 alls 103 milljarðar en eru núna um 226,6 milljarðar króna. Á þessu ári verða laun, launa - tengd gjöld og annar kostnaður Orku veitunnar um 14 milljarðar króna þannig að af þessu sést hvað rekstrarhagnaðurinn (EBITDA) er mikill hjá fyrirtækinu. Það hefur því um 24 milljarða króna á þessu ári upp í reiknaðar níu milljarða afskriftir og 22 milljarða fjármagnsgjöld. Handbært fé frá rekstri er í raun ótrúlegt hjá fyrirtækinu; það var 19 milljarðar árið 2012 og rúmir 19,7 milljarðar á þessu ári. Taki menn eftir því að fyrir tækið var ekki, og er ekki, veikara en svo að ef árlegt hand bært fé frá rekstri væri 11 milljarðar á ári tæki það aðeins 20 ár að greiða upp allar skuldir fyrir tækisins ef engar nýjar fjár - festingar kæmu til á tímabilinu. jón Gnarr á facebook árið 2010 Áður er minnst á að þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri árið 2010 gaf hann fljótlega út þá yfirlýsingu á Facebook að Orkuveitan væri á hausnum. Fullyrt er af pólitískum andstæðingum hans að það hafi farið illa í erlenda lánveitendur sem neituðu eftir það að lengja í lánum en Orkuveitan fékk fyrst íslenskra fyrirtækja erlent lán eftir hrun, reyndar tvö. Yfir - lýsing Jóns Gnarrs er sögð hafa komið á óheppilegum tíma þar sem fyrirséð var að tvær stórar afborganir yrðu 2011 og 2013 og að semja yrði um þær við erlenda lánveitendur. Haustið 2010 ákvað meirihlutinn að skipta um stjórnar formann Orkuveitunnar og tók Haraldur Flosason við því starfi. Hann réð Helga Þór Jónsson verkfræðing tímabundið til starfa eftir að þeim Hjörleifi Kvaran hafði verið sagt upp og Önnu Skúladóttur fjármálastjóra. Bjarni Bjarnason var síðan ráðinn forstjóri fyrirtækisins. Til að lagfæra lausafjárstöðuna var gjaldskráin hækkuð til að ná fram meiri framlegð og að auki ákvað Reykjavíkurborg að leggja fyrirtækinu til fé til að mæta hinum stóru afborgunum. Þess má Þegar rætt er um fjárhagslegan viðskilnað Jóns Gnarrs nefna margir fyrst til sögunnar að hann hafi bjargað Orkuveitu Reykja - víkur. „Hann er maðurinn sem bjarg- aði Orkuveitunni.“ Þar er auðvitað of mikið sagt. En hver er svo fjár - hagslegur viðskiln- aður Jóns Gnarrs í einni setningu? Stórauknar skuldir, hærri skatttekjur og aukin út gjöld – og hann tók á Orku- veitunni. Hvað geta aðrir stjórn mála - menn svo lært af Jóni Gnarr? Fáir stjórn - málamenn hætta þegar þeir njóta mestra vinsælda. ForsíðueFni Orkuveita reykjavíkur Tölur í milljörðum króna 2007 2009 2013 Tekjur: 21,3 26,0 38,1 skuldir: 103,0 241,0 226,6

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.