Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 41
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 41
geta að í fyrra kom út viðamikil
skýrsla sem sýndi að Orkuveitan
hafði verið blóðmjólkuð á fyrri
árum af Reykjavíkurborg sem tók
mikið fé út úr fyrirtækinu – en
skýrslan vakti verulega athygli og
mikið umtal.
sterk staða – með
stórauknum skatttekjum
Ekki verður annað sagt en að
fjárhagsstaða borgarinnar sé býsna
sterk þegar Jón Gnarr gengur frá
borði. Samstæðan skilar meiri
rekstrarafgangi á þessu ári en
áætlað var vegna aukinna tekna
og handbært fé frá rekstrinum
er gott. Stórauknar skatttekjur
borgarinnar hafa breytt stöðunni
– en þeir peningar komu að
vísu frá Reykvíkingum sjálfum;
reykvískum fjölskyldum sem hafa
fyrir vikið minna á milli handanna
í annað. Borgin leggur mikið fé til
hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga
starfsmanna og er staðan þar sögð
býsna sterk. Mesta áhyggjuefni
fyrir Reykvíkinga er hvað útgjöld
borgarinnar hafa blásið út sam -
fara auknum skatttekjum frá
borgarbúum – og getur orðið erfitt
að vinda ofan af þeirri þróun og
draga úr útgjöldum. Stórauknar
skuldir A-hluta borgarinnar,
m.a. vegna mikilla fjárfestinga í
skólahúsnæði og sundlaugum,
hljóta líka að vera áhyggjuefni
– enda ævinlega spurning um
hveru fjárhagslega arðbærar slíkar
fjárfestingar eru þótt þær séu
félagslega arðbærar. Gert er ráð
fyrir að skuldir A-hlutans aukist
á næsta ári og verði 67 milljarðar
króna. Af orðum borgarstjórans
hefur mátt skilja að farið hafi
verið m.a. í þessar fjárfestingar
til að skapa ný störf og ýta undir
atvinnusköpun í borginni. Þar að
auki hefur borgin, eins og önnur
sveitarfélög, tekið á sig auknar
álögur í útgjöldum vegna aukins
atvinnuleysis og félagslegra bóta
sem hafa fylgt atvinnuleysinu.
Mörgum finnst hins vegar sem of
lítið fé hafi farið í snyrtingu borg -
arinnar og að viðhald gatna sé
ekki nægilega gott og geti kostað
verulegt átak og útgjöld eftir
nokkur ár.
Hefur Jón Gnarr verið góður
borgar stjóri eða ekki? Margir svara
FJárhaGsleGar upplýsinGar
1. Heildarskuldir og skuldbindingar hafa aukist samtals um 17,0 milljarða kr.
í tíð Jóns Gnarrs frá ársbyrjun 2011 til ársloka 2013.
2. fjárfestingar í tíð Jóns Gnarrs eru samtals 19,5 milljarðar kr.
frá ársbyrjun 2011 til ársloka 2013.
3. ný löng lán í tíð Jóns Gnarrs eru samtals 12,7 milljarðar kr.
frá ársbyrjun 2011 til ársloka 2013.
4. Útsvarstekjur í tíð Jóns Gnarrs eru 14,4 milljörðum kr.
hærri á árinu 2013 en 2010.
5. Heildartekjur í tíð Jóns Gnarrs eru 15,9 milljörðum kr.
hærri á árinu 2013 en 2010.
Meðaltal
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Heildarskuldir: 31,7 33,8 47,8 57,0 60,9 64,8 67,0
fjárfestingar: 10,3 4,8 5,3 5,9 6,8 6,8
löng lán tekin í A-hluta: 0,0 6,0 4,2 6,5 2,9 3,3
Heildartekjur: 58,9 60,0 61,0 68,6 73,1 76,9 82,5
Útsvar (brúttó) 41,9 41,3 40,5 48,4 51,6 54,9
(þar af útsvarstekjur
v. málefna fatlaðra) 0,2 0,3 0,6 4,0 4,3
Gr. til jöfnunarsjóðs
vegna skóla og
mál. fatl. -2,4 -2,4 -2,3 -5,6 -5,9
fasteignaskattur 11,5 12,1 11,7 11,0 11,2
Aðrar tekjur 8,7 9,3 10,9 10,5 11,2 10,7
söluhagnaður (tap) -0,7 -0,2 0,1 0,2 0,1
Heildargjöld: 56,7 57,0 61,2 71,0 72,9 75,9 81,7
laun og launat. gjöld 28,8 30,8 31,3 35,0 37,4 39,5
Annar rekstrarkostnaður 27,1 25,4 26,5 28,5 29,3 30,1
Rekstrarafgangur: 2,2 3,0 -0,2 -2,4 0,2 1,0 0,8
launavísitala: 345 358 375 408 432 457
Heildarskuldir miðast við í lok hvers árs.
A-hluti og allar tölur í milljörðum kr.
Áætl.
Við gerð fjárhagsáætlunar 2009 var ákveðið að halda uppi öflugum fjárfestingum A-hluta til að skapa atvinnutækifæri í bygg-
ingargeiranum og var ákveðið að fjármagna fjárfestingar með langtímalánum RVK09. Sama stefna var áfram við lýði 2010 og
2011. Árin 2012 og 2013 var ákveðið að fjármagna fjárfestingar aðeins að hálfu með aðkomufé og ennfremur settur á laggir
2012 stuttur (sjö ára) skuldabréfaflokkur til að stytta lánstíma. Markmiðið var sett í fimm ára áætlun 2013-2017 að hætta alveg
á tímabilinu lántökum vegna fjárfestinga.
því til að hann sé hvorki betri
né verri en aðir – en augljóslega
öðru vísi borgarstjóri. Hann
hefur verið umdeildur. Í nýrri
könn un Capacent kemur fram
að yfir helmingur landsmanna
er ánægður með hann – en svo
undarlega vill til að í sömu könn -
un eru tvöfalt fleiri ánægðir en
óánægðir með að hann skuli vera
að hætta. Dagur B. Eggertsson
mælist um þessar mundir í
könn unum sá sem nýtur mesta
fylgis til borgarstjóra og hefur
hann umtalsverða yfirburði í
fylgi yfir Halldór Halldórsson
og Björn Blöndal. Björt framtíð,
sem væntanlega velur Björn
Blöndal til forystu, mælist hins
vegar með mesta fylgið í höfuð -
borg inni um þessar mundir og
meira en Sjálfstæðisflokkurinn.
Verði úrslitin á þann veg er
ekki líklegt að Dagur setjist í
borgarstjórastólinn heldur oddviti
Bjartrar framtíðar – arftaki Jóns
Gnarrs.
En hver er svo fjárhagslegur
viðskilnaður Jóns Gnarrs í einni
setningu? Stórauknar skuldir,
hærri skatttekjur og aukin út gjöld
– og hann tók á Orkuveitunni.
Hvað geta aðrir stjórnmálamenn
svo lært af Jóni Gnarr? Fáir stjórn -
málamenn hætta þegar þeir njóta
mestra vinsælda.
Rekstrarafgangur er fyrir fjármagnsliði.