Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 42
42 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013
Í Litlu gulu hænunni segir frá deilum sem urðu um verklag hjá fjölskyldu nokkurri. „Hver vill …“ var spurningin
þar í sögunni. Nú er spurt: Hver
vill fylla tómarúmið eftir Jón
Gnarr borgarstjóra? Hann axlar
sína ísbjarnarfeldi með 50 prósent
fylgi, leggur niður flokk sinn, sem
enginn var, og kveður sviðið og
loforðin, sem engin voru.
Það myndast tómarúm við
brott hvarf Jóns úr ráðhúsinu.
Og það er eðli tómarúma að
fyllast – ef þau falla ekki saman.
En þetta tómarúm verður fyllt.
Það kemur nýr borgarstjóri
og nýr eða endurnýjaður
borgarstjórnarmeirihluti nú þegar
stærsti flokkurinn í borgarstjórn,
Besti flokkurinn, er horfinn.
Þrír komnir á vettvang
Gunnar Helgi Kristinsson pró-
fessor segir að þrír menn hafi
augljóslega hug á að fylla þetta
tómarúm: Halldór Halldórsson,
Sjálfstæðisflokki, Dagur B. Egg-
ertsson, Samfylkingu, og svo Björn
Blöndal, aðstoðarmaður Jóns
Gnarrs, fyrir Bjarta framtíð – ef
hann verður valinn til forystu þar.
„Björn Blöndal hefur tvennt
með sér: Skoðanakannanir
sýna að hreyfingin að baki Jóni
Gnarr heldur nær fylgi sínu þótt
Jón Gnarr fyllti árið 2010 tómarúm, sem myndaðist við útbreitt vantraust á
hefðbundnum stjórnmálum. Nú hverfur hann af vettvangi og skilur eftir sig
sama tómarúmið. Hver vill fylla það?
fréTTaskýrinG: Gísli krisTjánsson
Hver vill fylla tómarúmið?
Völdin í borginni eftir kjörtímabil Jóns Gnarrs:
ForsíðueFni
Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarrs, er talinn líklegstur til að
leiða Bjarta framtíð. Fari svo – og miðað við fylgi flokksins um þessar
mundir er ekki ólíklegt að hann verði næsti borgarstjóri.
Dagur B. eggertsson nýtur mesta fylgis til borgarstjóra í könnunum.
Hann nýtur þrisvar sinnum meira fylgis til borgarstjóra um þessar
mundir en Halldór Halldórsson og Björn Blöndal.