Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 49

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 49
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 49 að ólíkum þörfum starfsmanna þegar kemur að því að setja markmið og velja viðeigandi leiðir til starfshvatningar, hvort sem er fyrir einstaklinga, deildir, svið eða fyrirtækið í heild. Hvað getur farið úrskeiðis? Í greininni er vitnað í rannsókn Andrews og Nödu K. Kaka­ badse sem í yfir 20 ár hafa rannsakað áhrif þess á ár angur þegar þessar tvær persónu ­ gerðir ná ekki að vinna vel saman. Niðurstöður þeirra byggj ast á gögnum sem safnað hefur verið í 12.500 fyrirtækjum af ólíkum gerðum í 21 landi. Þeirra niðurstöður eru í stuttu máli eftirfarandi, miðað við nokkr ar ólíkar aðstæður: Stjórnandi í sókn og starfs- fólk í vörn = Minni árangur en tækifæri eru til Starfsfólk í sókn og starfsfólk í vörn = Mikil átök og togstreita Stjórnandi í sókn og stjórn­ andi í vörn = Mikil valdabar­ átta og baktal Stjórnandi í vörn og starfsfólk í sókn = Ónýttir hæfileikar og lítil tryggð Að segja sögur (story-telling) er áhrifarík leið til hvatningar. Sögur af fólki í sambærilegum aðstæðum sem hefur náð framúrskarandi árangri virka hvetjandi. Sóknarmenn og varnar menn bregðast á ólíkan hátt við þessum sögum. Þess vegna er áhrifaríkast að velja sögur til að segja á forsendum áheyr andans en ekki á forsend­ um sögumannsins. Framsetning á markmið um getur skipt mjög miklu máli. Jafnvel minniháttar orða lags ­ breyt ing getur haft áhrif á hvort sóknarmenn eða varn­ ar menn tengjast markmiðinu og gera það að sínu. Áhersla á markaðssókn eða áhersla á að verja stöðu á markaði, það getur skipt máli, jafnvel þó að töluleg útkoma sé sambærileg. Í blönduðum hópi þarf að taka tillit til beggja sjónarmiða. Sama gildir um endurgjöf. Þar getur orðalag og framsetning skipt sköpum. Sóknarmenn leggja meira á sig þegar þeim er sagt að þeir séu á áætlun og líklegt að þeir nái markmiðum sínum. Frammistaða þeirra dalar þegar þeim er sagt að þeir séu undir markmiðum og ólíklegt að þau muni nást. Hið gagnstæða gildir um varnarmenn. Þeir leggja sig meira fram þegar þeim er sagt að þeir séu á eftir áætlun en slaka fremur á ef þeir vita að þeir eru á áætlun. Endurgjöf verður alltaf að vera einlæg og heiðarleg. Hér er því alls ekki verið að tala um að hagræða sannleikanum heldur vekja athygli á því að sóknarmenn sækjast frekar eftir hrósi, meðan varnarmenn sækj ast eftir upp­ byggilegri gagnrýni. Umbunarkerfi geta verið mjög áhrifarík en það getur verið afar vandasamt að finna einu réttu leiðina til að hvetja bæði sóknar­ og varnarmenn. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að samsetningu hópsins sem á að umbuna þegar slík kerfi eru byggð. Ólíkar persónugerðir velj­ ast gjarnan í ólík hlut verk. Þann ig er líklegra að finna hátt hlutfall sóknarmanna í sölu deildum, markaðs starfi og vöru þróun og hátt hlutfall varna r manna í fjárhags­, tækni­ og fram ­ leiðsludeildum. Hvor ert þú? Glöggir lesendur eru án efa búnir að átta sig á því nú þegar hvorum hópnum þeir kjósa að tilheyra. En til frekari glöggvunar má nefna eftirfarandi dæmi: Ekki er gerður greinarmunur á því hvort árangursríkara sé að leika sóknarleik eða varnarleik. Aftur á móti er lögð áhersla á að um tvær réttmætar leiðir sé að velja að sama marki. Eins og í góðu fótboltaliði er hverju fyrirtæki nauðsynlegt að hafa bæði sóknarmenn og varnarmenn í liðinu ef vel á að ganga. Hvort góður árangur næst ræðst af því hversu vel okkur tekst að velja leiðir til markmiðssetningar og starfshvatningar sem hæfa báðum aðilum, óháð því hvort fyrirliðinn er sóknarmaður eða varnarmaður. Hið gagnstæða gildir um varnar- menn. Þeir leggja sig meira fram þegar þeim er sagt að þeir séu á eftir áætlun en slaka fremur á ef þeir vita að þeir eru á áætlun. Heidi Grant Halvorson er virtur sálfræðingur og fyrirlesari og höfundur fjölmargra áhugaverðra bóka um hvatningu og árangur. E. Tory Higgins er prófessor í sálfræði og stjórnun og stýrir The Motivation Science Center við Columbia-háskóla. Andrew Kakabadse er prófessor í stjórnun við Cranfield-háskóla í Bretlandi og Nada K. Kakabadse er prófessor í stjórnun og viðskiptarannsóknum við Northampton-háskóla í Bretlandi. SÓKNARmENN: VARNARmENN: Vinna hratt Taka sér tíma, fara sér að engu óðslega. Fá margar hugmyndir og velta upp mörgum kostum. Eru mjög nákvæmir. Eru opnir fyrir nýjum tækifærum. Eru viðbúnir hinu versta. Eru bjartsýnir. Óttast stutt tímamörk. Gera ávallt ráð fyrir hinu besta. Halda sig við troðnar slóðir. Sækjast eftir hrósi og missa áhuga ef það skortir. Líður ekki vel ef þeim er hrósað um of. Finna fyrir höfnun og depurð þegar hlutir fara úrskeiðis. Fyllast ákafa og verða áhyggjufullir. þegar hlutir fara úrskeiðis.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.