Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 51

Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 51
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 51 Það verður að segjast að ekki voru tekin nein merkjanleg risa stökk í tækninni á árinu – það hef ur frekar einkennst af smærri skref um hjá helstu risunum í brans anum. Við höfum fengið svolítið mikið af því sama, nema bara örlítið hraðara, léttara, kraftmeira og endingarbetra. Sem er í sjálfu sér gott, en það verður að segjast að fyrir okkur sem höfum gaman af nýjungum er kominn tími á krassandi bylt ingu á einhverju sviði. Eitthvað í ætt við stóru stökkin sem urðu við innkomu snjall­ símans annars vegar og spjaldtölvunnar hins vegar á markaðinn síð ustu árin. Í báðum þeim tilvikum var það Apple sem kastaði sprengju inn á markaði sem höfðu ein kennst af frekar óspennandi græjum þeirra sem fyrir voru. Það er því ekki að furða að margir horfi núna til Apple í bið eftir næstu stóru sprengju. Hvort Apple svar ­ ar kallinu er alls óvíst. Á tveimur sviðum gæti 2013 þó reynst upp hafið að miklum breyt ingum, þótt enn sé of snemmt að segja til um hvort sú verði raunin. Annars vegar með tilkomu tveggja nýrra leikjatölva, en bæði Xbox One og PlayStation 4 komu á markaðinn vestanhafs síðari hluta nóvem­ ber. Framleiðendur leikjatölva hafa reynt að gera þær að meira en bara leik tækj um, en hvort það tekst loks nú að búa til alvöru ­ af þreyingarmiðstöð fyrir heimilið á eftir að koma í ljós. Hins vegar hefur átt sér stað nokkuð merkileg þróun á nýju sviði sem mögulega gæti orðið næsti suðupottur tölvu tækninnar: græjuklæðnaði. Með því er átt við lítil tæki sem hægt er að bera utan á sér og nýta má til ýmissa hluta. Þetta eru til dæmis úr, armbönd og gleraugu sem eru í raun litlar tölvur sem hægt er að nota til að leysa ýmis verkefni í daglega lífinu. Það má t.d. svara í símann með úrinu, láta armbandið fylgjast með því að maður hreyfi sig nægilega mikið og taka myndir með gleraugunum – svo eitthvað sé nefnt. Slík tækni er þó enn á fyrstu stigunum og því ekki farin að rata á lista bestu græjanna – enn sem komið er. Við tökum hér saman margar af þeim græj um og nýjungum í tæknibransanum sem hafa vakið hvað mesta athygli á árinu, bæði á alþjóðavettvangi og hér heima og tökum að vanda mið af ýmsum helstu tækni tímaritum heims. Við bendum á hvar megi fá viðkomandi græjur hér á landi og nefnum verð þeirra sem við finnum hjá innlendum netverslunum. Við reynum eftir fremsta megni að finna hag kvæmasta verð ­ ið hjá viðurkenndum söluaðila, en getum þó ekki ábyrgst að vöruna sé ekki að finna annars staðar á betra verði eða að verð hafi ekki breyst frá því að blaðið fór í prentun. En það er ekki eftir neinu að bíða – vindum okkur í yfirlitið yfir áhugaverðustu græjurnar árið 2013. „Ný kynslóð af MacBook Air kom út á árinu og var almenn ánægja með 2013-útgáf una af þessari ofurléttu en öflugu fistölvu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.