Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 53

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 53
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 53 græjur HTC one snjallsími (verð frá 109.990 kr., t.d. hjá helstu símafyrirtækjum). HTC One er án efa einn besti síminn sem kom á markaðinn á árinu, þótt hann hafi ekki fengið sömu athygli og Galaxy S4 eða iPhone 5s. Skjáupplausnin er með því mesta sem í boði er og er hrein unun að horfa á myndir eða myndskeið í HTC One. Myndavélin er frábær, sérstaklega í slæmum birtuskilyrðum, og stórir hátalarar gera það mögulegt að nýta símann til að spila tónlistina ekki bara í heyrnartólum, heldur líka án þeirra. Þá þykir hugbúnaðurinn sem HTC hefur byggt ofan á Android­stýrikerfið í One afar vel heppnaður. lenovo Thinkpad X1 Carbon Fistölva (verð frá 229.915 kr. á www.netverslun.is). Thinkpad­ fartölv urnar hafa jafnan verið í fararbroddi í fartölvuþróuninni og hafa sér staklega verið eftirsóttar í hinum kröfuharða heimi far­ og fistölva fyrir vinnumarkaðinn. Þær gerast varla betri en X1 Carbon­tölvurnar, sem eins og nafnið gefur til kynna eru búnar til úr koltrefjum. Það gerir þær einstaklega þunnar og léttar – þrátt fyrir að vera með 14 tommu skjá vega þær bara rétt yfir 1,3 kg. X1 Carbon er hins vegar ekki í neinni fjaðurvigt hvað vinnslugetu varðar, því afköstin eru fyrsta flokks. Lenovo hefur að auki gert útgáfu af þessum tölvum með snerti skjá, X1 CarbonTouch, sem þykir vel heppnuð. Dell XPS 18 Borðtölva/spjaldtölva (verð 229.990 kr. hjá www.advania.is). Nú þarf ekki lengur að vera alltaf að skipta á milli borðtölvunnar á skrifborðinu og spjaldtölvunnar á flakkinu. XPS 18 frá Dell er nefnilega hvort tveggja í senn. Þessi græja er með 18 tommu snertiskjá og keyrir borðtölvuútgáfuna af Windows 8. Það er hægt að nota hana sem borðtölvu með því að smella henni á þar til gerðan stand, en sé hún tekin upp breytist hún í einstak­ lega öfluga spjaldtölvu – þótt vissulega sé hún fyrirferðarmikil sem slík. Einhverjir hafa sjálfsagt áhyggjur af rafhlöðuendingu á svona græju, en prófanir sýna samt að endingin er glettilega góð. Fujifilm X100S myndavél (verð 214.900 kr., t.d. hjá ljosmyndavorur.is). X100S er arftaki hinnar vinsælu X100 frá Fuji. Hún heldur sama flotta gamaldags útlitinu og í raun öllu því sem gerði fyrirrennarann að einni bestu myndavélinni á markaðnum – en bætir um betur með betri myndflögu og betri myndvinnsluörgjörva. X100S er því frábær kostur fyrir þá sem vilja hafa netta og létta vél við höndina sem tekur engu að síður fyrsta flokks myndir. HTC One er án efa einn besti síminn sem kom á markaðinn á árinu, þótt hann hafi ekki fengið sömu athygli og Galaxy S4 eða iPhone 5s.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.