Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 61
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 61
Fyrirtæki hafa komið reglu lega til okkar í gegn um tíðina og keypt af okkur rakett -
ur, blys og fleira til að gefa til
dæmis starfsmönnum og sam -
starfsaðilum og sumir hafa
valið að varan sé sérmerkt
fyrirtækinu en þá merkjum við
hólkinn með lógói fyrirtækisins
og jafnvel áramótakveðju,“
segir Vilhjálmur
Halldórsson í flugeldanefnd
björgunarsveitarinnar Ársæls.
„Þetta hefur gefist mjög vel;
þetta er sniðugt enda svolítið
öðruvísi.“
Vilhjálmur segir að þótt ýmsar
vörur hafi verið sérmerktar
á þennan hátt séu þetta aðal -
lega raketturnar þar sem
hag kvæmast sé að velja þær.
„Það er tiltölulega auðvelt að
sérmerkja þessar vörur.“
Úrvalið hjá björgunarsveitinni
Ársæli er mikið: Allt frá mjög
litlum rakettum upp í stórar
miðnæturbombur. „Það sama
má segja um skotterturnar;
þær eru til mjög litlar upp í
risatertur. Það er bara spurning
hvað hentar hverju sinni.“
Björgunarsveitirnar selja flug -
elda út um allt land og þar af
er Ársæll með sex sölustaði í
Reykja vík og á Seltjarnarnesi
fyrir hver áramót.
Um hundrað virkir félagar
Hagnaðurinn af sölu flugelda
rennur óskiptur til reksturs
björgunarsveitarinnar en
þess má geta að hún er ein af
tæplega hundrað björg unar -
sveitum á landinu.
„Starfssvæði okkar er höfuð -
borgarsvæðið, bæði á landi
og sjó. Við erum m.a. með
breytta jeppa og snjóbíl, báta
og björgunarskip og kafara.
Þá erum við hluti af alþjóða-
björg unarsveitinni sem hefur
farið í nokkur útköll erlendis.
Við höfum líka farið út um
allt land þegar þess er óskað,
svo sem með þyrlu þegar slys
verða uppi á jöklum og utan
alfaraleiða.“
Starfið er allt unnið í sjálf -
boða vinnu þannig að allur
hagn aðurinn rennur óskiptur í
rekstur björgunarsveitarinnar.
Um fjögur hundruð félagar eru
á lista en af þeim eru rúmlega
hundrað sem teljast virkir og
eru á útkallslista.
„Þetta snýst ekki bara um
útköllin – það er heilmikið sem
liggur þarna að baki svo sem
æfingar, fjáraflanir, nám skeiða -
hald og viðhald á búnaði. Starf -
semin er ansi umfangsmikil og
það er yfirleitt eitthvað um að
vera á hverjum degi yfir vetrar-
tímann.“
Nokkur svið
Starfsemin skiptist niður á
nokkur svið. Landbjörgunar -
svið ið sér t.d. um fjalla- og
rústa björgun og þar eru
sérhæfðir leitar menn.
Kafarar, léttabátar og björg-
unar skip tilheyra sjóbjörgunar-
sviði. Bílar og snjóbíll tilheyra
tækjasviði og svo eru það
þver faglegir hópar svo sem
hvað varðar skyndihjálp, sem
á alls staðar við. Loks má nefna
bækistöðvar hóp sem mannar
bækistöð björg unar sveitarinnar
í öllum út köll um, hvort sem
það er á landi eða sjó.
„Við erum með öfluga nýliða-
starfsemi en það er tekinn inn
hópur af nýju fólki á hverju
hausti sem þarf að halda vel
utan um. Við erum auk þess
með unglingadeild fyrir fjórtán
til átján ára.“
bJörGUNArSVeiTiN ÁrSæll
Frumleg aðferð til að minna á sig
Björgunarsveitin Ársæll hefur undanfarin ár boðið upp á sérmerktar rakettur, blys og fleira með
nöfnum og lógóum fyrirtækja sem þau gefa síðan starfsmönnum sínum og viðskiptavinum í
árslok og þakka þannig fyrir samvinnuna og samstarfið á árinu sem er að líða.
TexTi: Hrund HauksdóTTir / Myndir: Geir ólafsson
Vilhjálmur Halldórsson. „Fyrirtæki hafa
komið reglulega til okkar í gegnum tíðina
og keypt af okkur rakettur, blys og fleira til
að gefa til dæmis starfsmönnum og sam-
starfsaðilum og sumir hafa valið að varan
sé sérmerkt fyrirtækinu en þá merkjum við
hólkinn með lógói fyrirtækisins og jafnvel
áramótakveðju.“