Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Qupperneq 63

Frjáls verslun - 01.10.2013, Qupperneq 63
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 63 anna en rannsókn VR sýndi að konur verða af fimm milljörðum króna á ári vegna kynj- amismunar. Í könnun VR fyrir árið 2012 mældist kynbundinn launamunur 9,4% en var 10,6% árið 2011. Í þessari könn un var búið að taka tillit til áhrifaþátta eins og aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, mennt unar, starfsstéttar, atvinnugreinar og manna for- ráða. Í könnun Hagstofunnar frá 2012 var óleið réttur launamunur kynjanna á ís lensk um vinnumarkaði 18,1% en hafði verið 20,5% árið 2008. Ekki hafði verið tekið tillit til áhrifaþátta eins og aldurs, vinnu tíma, starfsaldurs, menntunar, manna for ráða og starfsstéttar. Vert er að minnast á jafnlaunavottun VR, sem sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir sækjast eftir. Alls hafa nú fjórtán fyrirtæki og stofnanir fengið þessa vottun frá því henni var ýtt úr vör í febrúar síðastliðnum. Mikil fjölbreytni einkennir þennan hóp; fyrirtæki í verslun, ferðaþjónustu og sérhæfðri þjónustu hafa fengið vottun sem og tvær opinberar stofn - anir. Á annan tug fyrirtækja eru kom in af stað í ferli vottunar og svipaður fjöldi er í startholunum. Jafnlaunavottun VR er markviss leið fyrir atvinnurekendur til að uppfylla kröf ur nýs jafnlaunastaðals Staðlaráðs Ís lands. Vottunin er tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að meta stöðu kynjanna með viðurkenndri aðferðafræði og sam ræmd um viðmiðum. Ferlið gefur atvinnu rek endum jafnframt tækifæri til að leiðrétta kynbundinn launamun, ef slíkur munur fyrir finnst. Byggða stofnun er nýjasta fyrirtækið sem hlýt ur jafnlaunavottun VR. Alls hafa fjórtán fyrir tæki og stofnanir fengið vottunina. Fyrsta fyrirtækið til að hljóta hana var Ís - lenska gámafélagið. Eftirtalin fyrirtæki og stofn anir hafa fengið vottunina: Íslenska gámafélagið iKeA iss Íslandi Parlogis johan Rönning landmælingar Íslands deloitte KPmG logos securitas ölgerðin Reykjavík excursions – Kynnisferðir Hýsing vöruhótel Byggðastofnun Sigrún Þorleifsdóttir segir í grein sinni í Frjálsri verslun að stundum hafi verið bent á að konur mættu hafa meira sjálfstraust og gera meiri kröfur fyrir eigin hönd um laun og hlunnindi. „Ef til vill er það rétt,“ segir Sigrún. „En athyglin sem málstaður Sheryl Sandberg, höfundar metsölubókarinnar Lean In, hefur fengið um allan heim að undanförnu er vísbending um að konur séu tilbúnar til þess að bretta upp ermar. Ábyrgðin er engu að síður beggja kynja og til að tryggja fullan jöfnuð til lengri tíma verður þetta sameiginlegt verkefni karla og kvenna – og krefst vilja og skuldbindingar af hálfu hvorra tveggja ef árangur á að nást. Þróunin á Íslandi virðist vera í takt við það sem annars staðar gerist í heiminum þótt ef til vill hafi meira áunnist hér á ákveðnum sviðum. Mörg stór skref hafa verið tekin undanfarin ár sem líklegt er að hafi góð áhrif til frekari jöfnunar launa í framtíðinni. Í því sambandi má nefna nýlegan staðal um jafnlaunavottun og lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Reglur um jafnan rétt foreldra til töku fæðingarorlofs hafa haft mikil og jákvæð áhrif,“ segir Sigrún. Nýlega greindi RÚV frá rannsókn sem sýndi að kynjamismunur í ofurlauna- sam félaginu í Hollywood væri enn mjög mikill og að í rannsókninni kæmi fram að leikkonur þénuðu aðeins um þriðjung á við karla í Hollywood – og að áberandi færri hlutverk væru skrifuð fyrir konur. RÚV vísaði þarna í viðamikla rannsókn kvikmyndaakademíunnar í New York um kynjamismunun í kvikmyndabransanum. „Teknar voru fyrir 500 vinsælustu kvik - myndir Hollywood á tímabilinu 2007-2012 sem leiddi í ljós að konur bera skarðan hlut frá borði. Um helmingur allra leikstjóra á síðustu Sundance-kvikmyndahátið var konur. Þegar kemur að Hollywood-stór - myndum er annað upp á teningnum. Í 500 vinsælustu myndum síðustu fimm ára var hlutdeild kvenna meðal leik - stjóra, framleiðenda, handritshöfunda, klippara og kvikmyndatökumanna að - eins 18 prósent. Hlutfall kvenleikstjóra eingöngu er enn lægra, eða níu prósent. Niðurstöðurnar eru nánast þær sömu og í svipaðri rannsókn frá árinu 1998.“ Þá sagði í fréttinni að Martha Lauzen, prófessor í kynjafræði við San Diego-há - skóla, hefði bent á að enginn marktækur mun ur væri á vinsældum kvikmynda eftir því hvort aðalpersónan væri karl- eða kvenkyns, eða hvort kven- eða karl leik - stjóri væri við stjórnvölinn. Engu að síður væru aðalpersónur karlkyns í um 70 pró - sentum þeirra mynda sem teknar voru fyrir í rannsókninni. LAUNAmUNUR KYNJA Hagstofan 2008 20,5% 2012 18,1% Í niðurstöðum Hagstofunnar segir að þegar á heildina er litið hafi óleiðréttur launamunur kynj anna á íslenskum vinnumark aði verið 18,1% árið 2012 og hefur hann lækkað úr 20,5% árið 2008. könnun Vr 2011 10,6% 2012 9,4% Í könnun VR fyrir árið 2012 mæld ist kynbund­ inn launamun ur 9,4% en var 10,6% árið 2011. Í þeirri könnun er búið að taka tillit til áhrifaþátta á launin, þ.e. aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, menntun ar, starfsstéttar, atvinnu ­ greinar og mannaforráða. Í 500 vinsælustu myndunum í Hollywood á árunum 2007-2012 voru aðalpersónur karlkyns í um 70 prósentum þeirra mynda sem teknar voru fyrir í rannsókninni. Glerþakið snýr að launa mis - muni num, þ.e. þegar konur og karlar fá ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, en með gler - veggnu m er átt við að konur komist ekki í „stöðurnar“. Angelina Jolie þénaði mest allra kvenna í Holly­ wood árið 2012, sem var þó aðeins helmingur þess sem hæstlaunaði karlmaðurinn, robert Downey jr., fékk á sama ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.