Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 79

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 79
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 79 vaxandi þjónusta hjá okkur og öflugir einstaklingar með langa reynslu vinna á skatta- og lögfræðisviðinu.“ Á ráðgjafarsviði KPMG starfa um þrjátíu sérfræð ing - ar með fjölbreyttan bak grunn og menntun. Þar er að finna ráðgjafa með viðskipta mennt - un, endur skoðendur, lög fræð - inga, tölvunar fræðinga og verkfræðinga. „Í ráðgjöfinni er boðið upp á almenna rekstrarráðgjöf en fyrirtæki sem ætlar að endur bæta reksturinn hjá sér getur leitað til okkar og fengið aðstoð við það. Við sinn um einnig verðmati og arð semis útreikningum, við aðstoðum við viðskiptaáætlanir og styðjum til dæmis mikið við frumkvöðlafyrirtæki í gegn um ráðgjafar sviðið. Við erum með fjölbreytta lík ana- gerð, stefnumótun, sviðs - myndagreiningu, upp lýs - inga tækniráðgjöf og úttektir á upplýsingamálum. Menn vilja kannski vita hversu örugg upplýsingatæknin er innan fyrirtækisins og þá leita þeir til okkar þar sem við erum með sérfræðinga sem geta t.d. metið hvort hugbúnaðurinn sé í lagi.“ Um tuttugu manns vinna á uppgjörs- og bókhaldssviði þar sem er uppgjörsþjónusta, launavinnsla, bókhald og fleira. „Sumir láta okkur færa bókhaldið fyrir sig, gera árs - reikninginn eða þá reikna launin því það getur verið mikill sparnaður í því og öryggi þar sem útreikningar á launum og launatengdum gjöld um eru oft og tíðum flókið viðfangsefni. Við viljum gjarnan auka þessa þjónustu og teljum að þetta fyrirkomulag geti verið álitlegur valkostur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Það er algengur misskilningur að sú þjónusta sé dýr hjá KPMG en þegar dæmið er gert upp getur það borgað sig að útvista bókhaldi og launavinnslu og æ fleiri fyrirtæki eru að átta sig á þeirri staðreynd.“ Endurskoðunarsvið er svo stærsta sviðið hjá KPMG og sjá starfsmenn þar, sem eru um 120 talsins, um endurskoðun stærri fyrirtækja og almenna reikningsskilaþjónustu. „Á því sviði höfum við verið þekktur valkostur og höfum yfir að ráða mikilli þekkingu og tækni enda miklir reynsluboltar þar við störf í bland við ungt fólk sem er nýkomið úr háskólanámi.“ Hlutfall kynja jafnt Starfsmenn hjá KPMG eru nú um 220 talsins á tólf stöðum á landinu og er hlutfall kynjanna nánast jafnt og hefur verið það lengi. „Svona sérfræðifyrirtæki voru karllæg á árum áður en aukið jafnræði milli kynja í há skólanámi hefur breytt stöðunni á vinnumarkaði. Við erum mjög stolt af stöðu kvenna hjá fyrirtækinu sem er hægt að mæla á ýmsan hátt svo sem hvað varðar fjölda kvenna í stjórn og eigendahópi. Hér hefur hlutfall kvenna í eig endahópi alltaf verið til- tölu lega hátt, bæði miðað við KPMG í heiminum sem og önn - ur samkeppnisfyrirtæki hér á landi.“ Fimm eru í stjórn KPMG og eru konur þar í meirihluta og er stjórnarformaðurinn kona. Þá veitir kona stærsta sviðinu, endurskoðunarsviði, forstöðu. „Kona er líka yfir áhættustýringunni og sömu - leiðis er það kona sem leiðir gæðamálin þannig að við telj- um okkur hafa staðið okkur þokkalega vel í þessu. Það er markmið KPMG á heimsvísu að jafna stöðu starfsmanna í víðasta skilningi þess orðs. Erlendis er oft verið að huga að jafnrétti í víðara samhengi en hinu hefðbundna kynjajafnrétti. Þar þarf að taka tillit til kyn- þátta og fleiri sjónarmiða en hugmyndafræðin gengur alltaf út á það sama; að fjölbreytni og jafnræði sé jákvætt fyrir rekstur fyrirtækisins og gefi því aukið samkeppnisforskot. Við höfum eðli máls samkvæmt horft fyrst og fremst á jafnrétti kynja með sömu grundvallarsjónarmið að leiðarljósi, jafnréttið gerir vinnustaðinn betri og hefur jákvæð áhrif á ímynd og þjón - ustu fyrirtækisins. launaákvarðanir kerfis­ bundnar Við sóttum um jafnlaunavottun VR 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna,“ segir Andrés. „Okkur leist vel á þetta framtak VR sem við höfð - um kynnt okkur. Vottunin er í sjálfu sér ekki endanleg staðfesting á jöfnum launum heldur upphaf að vegferð; þetta er upphafspunktur vegna þess að þegar fyrirtæki fær vottunina er það í raun að samþykkja að það ætli að vinna eftir ákveðinni aðferð og form gera alla ákvarðanatöku með það að markmiði að allar launaákvarðanir séu byggðar á þeim forsendum og rökum að það halli ekki á annað kynið.“ „Við erum mjög stolt af stöðu kvenna hjá fyrirtækinu sem er hægt að mæla á ýmsan hátt svo sem hvað varðar fjölda kvenna í stjórn og eigendahópi.“ „í ráðgjöfinni er boðið upp á almenna rekstrarráðgjöf en fyrirtæki sem ætlar að endur bæta reksturinn hjá sér getur leitað til okkar og fengið aðstoð við það.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.