Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 84

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 84
84 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Fatahönnun Í ennþá óhefðbundnari átt mundi Mundi rekur verslun í Reykjavík auk þess að selja hönnun sína víða um heim. „Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að selja heima en þar sem markaðurinn er ekki nógu stór til þess að bera frumlegt fatamerki eins og mitt var nauðsynlegt að fara að selja erlendis og eyddum við miklum tíma og orku í það. Ég er að færa mig lengra út í mína sérstöðu og gera sérstakar flíkur og hætta fjölda fram leiðslu enda munu þau samstarfsverkefni sem ég er að fara út í alveg sjá um það. Mín eigin lína verð ur andstæðan við það. Ég ætla með hana í ennþá óhefðbundnari átt, sem ég veit að mun gera hana ennþá erfiðari í sölu en ég hef tækifæri á því þar sem ég fæ tekjur annars staðar frá.“ Mundi segir að verið sé að endurskipuleggja rekst urinn um þessar mundir. „Ég er að færa mig meira út í samstarfsverkefni og er með nokkur í bígerð sem er ekki tímabært að segja frá.“ Mundi segist leggja áherslu á textílinn í hönn - un sinni sem og mynstrin, sem eru prjón uð eða prentuð í nýju línunni, Mundi 66° North. „Sniðin eru praktísk,“ segir hann og bætir við að hann hanni föt sem hann myndi vilja ganga í sjálfur. „Ég geri ráð fyrir að leggja meiri áherslu á ab - strakt form í framtíðinni og hræra þeim meira saman við lis t ina sem ég hef verið að vinna að; kafa dýpra í þann heim sem ég er byrj aður að krafsa í.“ Mundi segir að í íslenskri hönnun sé nauð - synlegt að öll efni og framleiðsluaðferðir séu náttúruvæn. „Það er mikill áhugi fyrir ís lenskri hönnun úti í heimi og það er þess vegna nauðsynlegt að við stöndum saman um að halda því orðspori í toppformi og gera það sem við kunnum best, sem er að vera frumleg, skemmti leg og ögrandi.“ Guðmundur Hallgríms­ son: „Þar sem heimam­ arkaðurinn er ekki nógu stór til þess að bera frumlegt fatamerki eins og mitt var nauðsynlegt að hefja sölu erlendis.“ Guðmundur Hallgrímsson.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.