Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 85
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 85
vörurnar seldar í um 100 verslunum
freebird
Fatahönnuðirnir Gunnar Hilmarsson og Kol-
brún Petrea Gunnarsdóttir höfðu unnið hjá
bandaríska fyrirtækinu Freebird um tíma þegar
þau festu kaup á öllum hlutabréfum þess fyrr
á þessu ári. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar
í New York en lögð er áhersla á frekari sókn í
Banda ríkjunum og Evrópu. Þá hefur Freebird
gert samninga við umboðs- og dreifingaraðila
í Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Hollandi og á
Spáni. Þessir aðilar sjá um sölu í um 100 verslanir.
Freebird-verslun er í Reykjavík þar sem
hönn un þeirra Gunnars og Kolbrúnar fæst.
Þá er fyrirtækið með netverslun, www.free -
birdclothes.com. „Stækkunarmöguleikar okkar
eru nánast endalausir,“ segir Gunnar. „Við höf -
um fengið sterk viðbrögð við merkinu alveg frá
Skandinavíu til Ameríku og Asíu. Það eina sem
kemur í veg fyrir hraðan vöxt Freebird í Evrópu
og Ameríku er fjárfestingin sjálf; við getum bara
stækkað miðað við það sem fjárhagurinn leyfir
okkur. Það er helsta hindrunin.
Það þarf mikla vinnu til að ná árangri í okkar
fagi; maður er svolítið ósér hlífinn – þetta er erf-
iður markaður, samkeppnin er mikil og erfitt að
komast inn en hins vegar eru tækifærin mikil
þegar menn komast inn. En það þarf svolítið að
berjast fyrir því; það er ekki allt gull sem glóir
í þessu.“
blúndur, pallíettur og steinar
Gunnar segir að stíllinn sé mjög kvenlegur
og rómantískur. „Við leitumst við að hafa
ákveðna litapallettu sem við vinnum yfirleitt
út frá; það eru mjög mjúkir, rómantískir litir
og við leitumst við að nota svolítið gamal dags
áferð bæði varðandi það hvernig efnin eru
meðhöndluð og hvernig hlutirnir eru bró der-
aðir með blúndum, pallíettum og steinum. Það
eru því mikil sérkenni bæði í litum og efnisvali.
Við höfum lengi verið hrifin og upp tekin af
sögu handgerðra hluta en þetta er tækni og
iðn sem samfélögin eru svolítið að týna. Við
t.d. skoðum og rannsökum hvernig hlutir voru
gerðir um aldamótin 1800-1900 og blöndum því
svo saman við nútímastrauma og -stefnur.“
Gunnar og kolbrún Petrea höfðu unnið hjá bandaríska
fyrirtækinu freebird um tíma þegar þau festu kaup á öll um
hlutabréfum þess fyrr á þessu ári. fyrirtækið er með höfuð
stöðvar í New York.
Gunnar Hilmarsson. „Stækkunarmöguleikar
okkar eru nánast endalausir. Við höfum
fengið sterk viðbrögð við merkinu alveg frá
Skandinavíu til Ameríku og Asíu.“