Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Qupperneq 89

Frjáls verslun - 01.10.2013, Qupperneq 89
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 89 Gæði og virðing as We Grow As We Grow er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir prjónuð barnaföt en þau hanna Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir fata- og prjóna - hönnuður og María Theódóra Ólafsdóttir fata - hönnuður. „Stíllinn er klassískur og ber keim af skandi n - a vískum klæðaburði frá liðnum tímum,“ segir Gréta Hlöðversdóttir, fram kvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtæki sins. „Nýtni fyrri kyn - slóða er höfð að leiðarljósi og virðing bor in fyrir umhverfi, í anda „slow fashion“-stefn unnar. Hugmyndin að As We Grow varð til út frá peysu sem mörg börn notuðu í níu ár, varð uppáhaldsflík þeirra allra og er enn í notkun. Við leggjum áherslu á þá verðmætaaukningu sem skapast þegar föt ganga manna á milli en með því skapast ekki síður tilfinningalegt gildi.“ Fötin framleidd í Perú Gréta segir að sérstaða As We Grow felist í þremur atriðum; í hugmyndinni sem er lýst hér að ofan, í vandlega hugsaðri og útfærðri hönn - uninni og síðast en ekki síst hráefninu sem fötin eru gerð úr. „Hér er um að ræða gæða efnið alpaca-ull frá Perú sem gerir það að verkum að varan endist lengur.“ Fötin eru framleidd í Perú og segir Gréta að ástæðan fyrir því sé að hér á landi sé ekki hægt að framleiða föt á samkeppnishæfan hátt, enda ekki til vélar sem hæfa framleiðslunni. „Markhópur okkar er fólk sem hugsar um gæði og umhverfið og þeir sem vilja náttúru - legar og þægilegar gæðavörur sem þeir geta nýtt lengi. Við berum mikla virðingu fyrir framleiðsluferlinu en verksmiðjurnar sem framleiða garnið og flíkurnar þykja vera til fyrir myndar og hafa t.d. fengið viðurkenningar og vottanir fyrir góðan aðbúnað og kjör starfs - manna. Við höfum líka áhuga á að láta gott af okkur leiða og höfum t.d. sett af stað hliðar - verk efni þar sem við látum atvinnu lausar kon ur í Perú prjóna fyrir okkur trefla úr garnaf- göng um en ætlunin er að gefa söluand virðið til góðgerðarmála.“ Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmur … As We Grow hefur nýlega sett á fót eigin vef- verslun, aswegrow.is, auk þess sem flíkurnar eru seldar í Mýrinni, Maiu, Rammagerðinni, Hönnunarbúð Bláa lónsins, í verslunum Ice landair-hótelanna og í Icelandair-flugvél - unum. Þá eru flíkurnar seldar í verslunum í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló og Berlín auk þess sem þær eru seldar í vefverslunum í Svíþjóð og Bretlandi. „Við erum mjög ánægðar með þær frábæru viðtökur sem fötin hafa fengið bæði hérlendis og erlendis og þá umfjöllun sem við höfum fengið. Í Noregi, þar sem við byrjuðum að selja síðastliðið haust, hefur skapast ótrúlega mikil stemning og bloggarar duglegir að fjalla um okkur og senda okkur daglega fyrirspurnir í gegnum félagsmiðla eins og Instagram. Öll þessi jákvæða athygli hvetur okkur til enn frekari landvinninga.“ Gréta Hlöðversdóttir, fram­ kvæmdastjóri as We Grow: „stíllinn er klassískur og ber keim af skandinavísk­ um klæðaburði frá liðnum tímum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.