Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 92

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 92
92 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Herra­ og dömulína Jör Guðmundur Jörundsson. „merkið er í þróun og hug­ myndin er að þróa það enn frekar áður en við förum að selja erlendis.“ Guðmundur Jörundsson fatahönnuður opn- aði verslunina JÖR fyrr á þessu ári en þar selur hann hönnun sína – bæði herra- og dömufatnað – sem og ýmsa fylgihluti sem hann flytur inn til landsins. Verslunin er við Laugaveg og í kjall- ara húsnæðisins er vinnustofa þar sem m.a. er unnið að vöruþróun. „Framleiðslan er mesti höfuðverkurinn en það er alltaf erfiðasti þröskuldurinn fyrir ný merki að gera samning við verksmiðjur því það þarf alltaf að framleiða lágmarksmagn.“ Vörurnar eru flestar framleiddar í Tyrklandi en þar er umboðsmaður sem sér um að hönnun Guðmundar sé framleidd í fjölda verksmiðja sem sérhæfa sig í mismunandi vöru; buxur, skyrt ur, jakkaföt, frakkar, kápur, kjólar og svo framvegis. Guðmundur segist reyna að búa til nýjan heim fyrir hverja línu og reyna að halda í eitthvað sem merkið stendur fyrir. „Ég fæ hugmyndir alls staðar frá; allt frá lífríkinu yfir í bíómyndir, arkitektúr eða áferðir.“ Lögð er áhersla á góð snið og vönduð nátt úru- leg efni og er unnið í samstarfi við sníðagerðina 7Í HÖGGI og Hexa. „Merkið er í þróun og hugmyndin er að þróa það enn frekar áður en við förum að selja er- l end is,“ segir Guðmundur en hann gerir ráð fyrir að taka það skref á næsta ári. Draumurinn er að opna JÖR-verslanir í öðrum löndum. Dömu deild verslunarinnar verður opnuð í desem ber og á sama tíma verður lögð lokahönd á vor- og sumarlínu merkisins sem verður sýnd í janúar. „Að því verkefni loknu hefst hönnun á haust- og vetrarlínu sem sýnd verður á Reykjavík Fashion Festival í lok mars. Einnig eru spenn- andi hliðarverkefni framundan á næsta ári sem merkið mun taka þátt í en JÖR var valið til að sýna á The Nordic Fashion Biennale 2014 í Frankfurt á Museum Angewandte Kunst en sú sýning verður opnuð 21. mars. Einnig var merkið valið til að sýna á Copenhagen Fashion Summit í apríl 2014 sem þykir mikill heiður enda frábær merki að sýna.“ Fatahönnun

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.