Són - 01.01.2009, Page 31
Á HNOTSKÓGI 31
Helga varð ekki röksemda vant í umræðunni um það hvernig ís-
lenskri tungu yrði best sinnt, og var þó of hógvær maður til að benda
á það hvernig hann leitaðist stöðugt sjálfur við að sýna fram á það
með eigin verkum að málrækt er skapandi starf sem felur í sér
sífellda endurnýjun arfsins. Og það var síður en svo að hann teldi
þennan arf ósnertanlegt góss sem best væri falið í umsjá sérfræðinga.
Helgi var ódeigur að velta við steinum í forníslenskum kveðskap, eins
og hér hefur komið fram, og jafnframt var kunnátta hans í íslensku
máli – að fornu og nýju – hornsteinn að þýðingum hans á erlendum
bókmenntaverkum frá ýmsum tímum yfir í okkar íslenska málheim.
Okkur kann að finnast það vera skemmtilegt dæmi um fjölbreyti-
leika íslenskrar menningar að apótekari í litlum kaupstað við Skjálf-
anda skuli vakinn og sofinn glíma við að koma fjölda klassískra skáld-
verka yfir á íslenskt mál. En það er ekkert sjálfsagt við þetta og frá að
minnsta kosti einum sjónarhóli eru bókmenntaþýðingar Helga
gríðarmikil tilraun, glíma við óvissuna, áhættusamt ferðalag, endalaus
leit að réttum orðum á réttum stöðum, við aðstæður þar sem sjálft
hugtakið „rétt“ virðist miklum vafa undirorpið. Og því fer víðsfjarri
að Helgi hafi ævinlega haldið sig við óbreytta tjáningarhætti eða
orðaforða málsins eins og hann fann það fyrir. Um það eiga höfund-
ar þessarar greinar svolitla sögu. Fyrir allmörgum árum vorum við að
þýða skáldsögu úr þýsku þar sem meðal annars segir af lögfræðingi
sem orðinn er heilsutæpur og allmjög bundinn við rúm sitt heima
fyrir. Hann hefur í þjónustu sinni konu, Lení að nafni, sem annast
hann og kölluð er „Pflegerin“ á þýsku. Hún er augljóslega ekki venju-
leg vinnukona eða þjónustustúlka en þótt hún annist heilsutæpan
manninn er hún ekki beinlínis hjúkrunarkona (þótt henni sé gefið það
starfsheiti í sumum þýðingum). Þessi kona barst í tal þegar við þýð-
endur hittum Helga meðan á þýðingarvinnunni stóð og við kvört-
uðum yfir því að íslenskan ætti ekkert orð um þessa persónu, þessa
umönnunarmannesku, „Pflegerin“. Ekki leið á löngu uns Helgi
hringdi í okkur. „Er hún ekki hlúkona þessi Lení?“ spurði hann.
Mikið rétt; hún er hlúkona, og það nýstárlega en hárrétta starfsheiti
fékk hún í þýðingunni, og ekki alveg laust við þá frísklegu kímni sem
ávallt fylgdi Helga á réttum stöðum.35
Sé málrækt brúargerð frá einum mannshuga til annars, eins og
35 Franz Kafka: Réttarhöldin, þýð. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson,
Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983, bls. 123 o.áfr. 2. útg., endurskoðuð,
Reykjavík: Mál og menning 1995, bls. 85 o.áfr.