Són - 01.01.2009, Blaðsíða 31

Són - 01.01.2009, Blaðsíða 31
Á HNOTSKÓGI 31 Helga varð ekki röksemda vant í umræðunni um það hvernig ís- lenskri tungu yrði best sinnt, og var þó of hógvær maður til að benda á það hvernig hann leitaðist stöðugt sjálfur við að sýna fram á það með eigin verkum að málrækt er skapandi starf sem felur í sér sífellda endurnýjun arfsins. Og það var síður en svo að hann teldi þennan arf ósnertanlegt góss sem best væri falið í umsjá sérfræðinga. Helgi var ódeigur að velta við steinum í forníslenskum kveðskap, eins og hér hefur komið fram, og jafnframt var kunnátta hans í íslensku máli – að fornu og nýju – hornsteinn að þýðingum hans á erlendum bókmenntaverkum frá ýmsum tímum yfir í okkar íslenska málheim. Okkur kann að finnast það vera skemmtilegt dæmi um fjölbreyti- leika íslenskrar menningar að apótekari í litlum kaupstað við Skjálf- anda skuli vakinn og sofinn glíma við að koma fjölda klassískra skáld- verka yfir á íslenskt mál. En það er ekkert sjálfsagt við þetta og frá að minnsta kosti einum sjónarhóli eru bókmenntaþýðingar Helga gríðarmikil tilraun, glíma við óvissuna, áhættusamt ferðalag, endalaus leit að réttum orðum á réttum stöðum, við aðstæður þar sem sjálft hugtakið „rétt“ virðist miklum vafa undirorpið. Og því fer víðsfjarri að Helgi hafi ævinlega haldið sig við óbreytta tjáningarhætti eða orðaforða málsins eins og hann fann það fyrir. Um það eiga höfund- ar þessarar greinar svolitla sögu. Fyrir allmörgum árum vorum við að þýða skáldsögu úr þýsku þar sem meðal annars segir af lögfræðingi sem orðinn er heilsutæpur og allmjög bundinn við rúm sitt heima fyrir. Hann hefur í þjónustu sinni konu, Lení að nafni, sem annast hann og kölluð er „Pflegerin“ á þýsku. Hún er augljóslega ekki venju- leg vinnukona eða þjónustustúlka en þótt hún annist heilsutæpan manninn er hún ekki beinlínis hjúkrunarkona (þótt henni sé gefið það starfsheiti í sumum þýðingum). Þessi kona barst í tal þegar við þýð- endur hittum Helga meðan á þýðingarvinnunni stóð og við kvört- uðum yfir því að íslenskan ætti ekkert orð um þessa persónu, þessa umönnunarmannesku, „Pflegerin“. Ekki leið á löngu uns Helgi hringdi í okkur. „Er hún ekki hlúkona þessi Lení?“ spurði hann. Mikið rétt; hún er hlúkona, og það nýstárlega en hárrétta starfsheiti fékk hún í þýðingunni, og ekki alveg laust við þá frísklegu kímni sem ávallt fylgdi Helga á réttum stöðum.35 Sé málrækt brúargerð frá einum mannshuga til annars, eins og 35 Franz Kafka: Réttarhöldin, þýð. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983, bls. 123 o.áfr. 2. útg., endurskoðuð, Reykjavík: Mál og menning 1995, bls. 85 o.áfr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.