Són - 01.01.2009, Side 106

Són - 01.01.2009, Side 106
BRAGI HALLDÓRSSON106 ótrautt áfram og biður menn og konur að virða vilja sinn og hlýða rímunni um leið og skáldið færir það fögrum konum. Síðan hefst ríman sjálf um söguefnið (12–152). Lokakaflinn (153–158) er ávarp til kvenna um að þær misvirði ekki þótt skáldið hafi vandað óðinn miður en vera skyldi og þá gæti hvarflað að einhverjum að Einar hafi lesið Lilju Eysteins. Jafnframt felur skáldið nafn sitt í 155. vísu og greinir frá hvenær það hafi ort rímuna og skrifað upp (156–157). Einar er einn um það af rímnaskáldunum, sem er fjallað um í þessari grein, að fela nafn sitt í lok rímna. Nokkur skáld önnur segja hins vegar beint til nafns í lokin. Meginefni rímunnar er byggt á Hervarar sögu og Heiðreks konungs og Örvar-Odds sögu en augljóst er að skáldið hefur þekkt vel rímu Guðrúnar Þórðardóttur og jafnvel rímur eftir fleiri skáld og þar koma Hallgrímur læknir og Bólu-Hjálmar helst til greina. Skáldið notar sögurnar jöfnum höndum en vinnur þó úr þeim á svipaðan hátt og Guðrún og Björn Friðriksson Schram. Engu að síður bætir Einar ýmsu við frá eigin brjósti með því að túlka söguefnið með sínum hætti þannig að til verður sjálfstætt verk. Í því efni vekur föðurnafn Ingi- bjargar strax athygli. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs er hún sögð Ingjaldsdóttir en Hlöðversdóttir í Örvar-Odds sögu. Í rímunni er hún aftur á móti sögð Ingadóttir og svo er einnig í rímunum eftir Hallgrím lækni og Björn Schram. Megináhersla er lögð á harmræna ástarsög- una. Ríman sver sig að því leyti vel í ætt hnitmiðaðra riddarakvæða eða jafnvel ballaða sem gjarnan hverfast um eitt tilfinningaþrungið atriði. Hér er það dauðakossinn og síðan endanlegur sigur ástarinnar yfir dauðanum (143). Þessi lok rímunnar minna óneitanlega á lok Tristanskvæðis en það á einnig við um fleiri rímur. Af þessum sökum er ekki ástæða til að gera nákvæman samanburð á sögunum og rímunni því að skáldið hnikar til efnisatriðum úr sögunum að eigin vild og raðar þeim niður eftir því sem hentar meginmarkmiði frásagnarinnar. Ríman hefst á skilnaði elskendanna við Agnafit (12–34). Þessi kafli byggir að nokkru leyti á Dánaróði Hjálmars í sögunum báðum með þeirri breytingu samt að hringurinn góði gegnir mikilvægu hlutverki í ástarsögunni, skilnaðargjöf Ingibjargar áður en hún kveður Hjálmar. Þetta á sér ekki stoð í sögunum en er algengt minni úr eldri rímum. Næst tekur við lýsing á ferðinni til Sámseyjar og bardaganum þar (35–84). Hér styðst skáldið jöfnum höndum við sögurnar tvær og má víða finna orðalagslíkingar með þeim og rímunni. Ýmsum atriðum er þó breytt í þágu frásagnarinnar til að gera hlut Hjálmars sem mestan. Samtal Örvars-Odds og Hjálmars að loknum bardaganum ásamt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.