Són - 01.01.2010, Blaðsíða 32
HEIMIR PÁLSSON32
saka Gylfaginningu. En þá sneri hann sér að því að skrifa Skáld -
skapar mál. Þau áttu að verða rammafrásögn eins og Gylfaginning, en
Snorri sprakk á limminu.19
Þetta er líklega grundvallarmisskilningur. Við höfum engin rök til
að telja Snorra-Eddu hugsaða sem heildstætt verk frá höfundarins
hendi. Til þess að búa til Gylfaginningu þurfti hann að safna fjölda
goðsagna og upplýsinga, kvæða og þulna. Til þess að búa til Skáld -
skaparmál þurfti hann 200–300 vísur og vísuparta, sem síðan þurfti
að flokka. Sé nú um einn höfund að ræða og þá þann sama og skrif -
aði eða sagði fyrir Heimskringlu þá notaði hann þar líka nokkur hundr -
uð vísur, en þær voru að allramestu leyti aðrar en þær sem hann
notaði í Eddu. Höfundatalið var ekki sérlega ólíkt, en sjálfur korpus -
inn var ger ólíkur.
Skynugir fræðimenn eins og Sverrir Tómasson hafa bent á að Edda
er þróunarverk, a work in progress.20 Það er sífellt verið að endurvinna
hana og breyta. Þetta passar reyndar afskaplega vel við að hún er
námsefni, kennslubók. Og kennslubækur er alltaf verið að endurvinna
og endurskrifa. Hver kennari vill sitt.
Áratug áður en Anne Holtsmark skrifaði formálann sem áðan var
nefndur skrifaði Bjarni Aðalbjarnarson sinn gagnmerka formála að
Heimskringlu I í Íslenskum fornritum. Þar benti hann á að einmitt á fyrstu
árunum í Reykholti, og þó einkum eftir að ljóst var að ekki yrði af
heimsókn til Hákonar galins, 1214, hefði Snorri haft gott tóm til fræða
og hefði vel mátt semja Eddu nema Háttatal.21 Þetta er auðvitað
hugleikur, en árið 1953 skrifaði Sigurður Nordal í Nordisk kultur VIII B:
Edda (Snorra-Edda) er det eneste af Snorris skrifter, der tilskrives
ham i et bevaret haandskrift af selve bogen. Dens sidste del er
Háttatal, afsluttet i vinteren 1222–23. At Edda er fuldført
omkring denne tid, men paa grundlag af ældre forarbejder [letur-
breyting mín], kan betragtes som nogenlunde sikkert.22
Þetta virðist afskaplega skynsamleg ályktun. Það hlýtur að hafa
tekið langan tíma að safna efninu og þó að Edda í þeirri mynd sem
við þekkjum hana best úr útgáfum sé kannski ekki eldri en 1224–
19 Holtsmark 1950.
20 Svo skil ég fróðlega greinargerð hans í Nýsköpun eða endurtekning? 1996.
21 ÍF XXVI:xxiv.
22 Sigurður Nordal 1953:219.