Són - 01.01.2010, Blaðsíða 180
BENEDIKT HJARTARSON180
12 Dirk von Petersdorff. „Das Verlachen der Avantgarde. Rückblick auf eine ästhet -
ische Prügeley.“ Neue Rundschau, 4/1995, s. 69–73, hér s. 69 og s. 73.
13 Sjá nánar: Georg Bollenbeck. Tradition, Avantgarde, Reaktion. Deutsche Kontroversen um
die kulturelle Moderne 1880–1945. Frankfurt am Main: Fischer, 1999.
14 Edgar Jung. Die Herrschaft der Minderwertigen. Ihr Zerfall und Ablösung durch ein neues
Reich. Berlín, 1930, s. 110. Hér vitnað eftir: Bollenbeck, sama rit, s. 223.
lýst er yfir dauða hennar (og henni þannig svipt í eitt skipti fyrir öll
inn í for tíðina sem hugmyndafræðilegri arfleifð liðins tíma).
Hugmyndin um „dauða“ framúrstefnunnar er sérstakrar athygli
verð, enda er hún róttækasta birtingarmynd þeirrar gagnrýni sem oft
er áberandi í umfjöllun um framúrstefnuna. Athygli vekur að jafnvel
í þeim textum, sem lýsa því yfir að framúrstefnan sé enn á lífi, getur
hún birst sem svipur fortíðar. Dæmi um þetta má finna í grein eftir
Dirk von Petersdorff sem birtist í sérhefti tímaritsins Neue Rundschau
árið 1995, en heftið bar þá lýsandi yfirskrift „Ende der Avant -
garden?“ Petersdorff lýsir því yfir að „framúrstefnan lifi enn“ en
kemst síðan að þeirri niðurstöðu að „framúrstefnumenn hafi sveimað
eins og afturgöngur um nítjándu og tuttugustu öldina“ – vofa Marx
virðist hér ekki langt undan, enda er Petersdorff uggandi yfir ástand-
inu sem hann lýsir og hann vill framúrstefnuna feiga af hugmynda -
fræðilegum ástæðum.12
Dauði framúrstefnunnar hefur í raun vofað yfir henni frá upphafi.
Allt frá því fyrstu evrópsku framúrstefnuhreyfingarnar stigu fram á
sjónarsviðið á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, hafa gagnrýnendur
keppst við að lýsa yfir endalokum hverfullar fagurfræði hennar. Slík
viðhorf grundvallast oft á því að litið er á framúrstefnuna sem birt -
ingarmynd nútímalegrar siðmenningar er stefni til glötunar – og jafn -
vel er litið á fagurfræði hennar sem eins konar hinsta andvarp þes-
sarar siðmenningar. Róttæk viðhorf af þessu tagi birtast ekki síst í
þýskri menningarumræðu tímabilsins, sem rekja má til átakakenndrar
og stuttrar sögu þýska þjóðríkisins sem og þess lykilhlutverks sem
hugmyndin um þýska menningu gegnir á þessum tíma í umræðunni
um þýskt þjóðerni.13 Lýsandi dæmi má m.a. finna í riti eftir Edgar
Jung frá árinu 1930: „Höfrungahlaup hinnar andlegu einangrunar -
stefnu, sem leiddi að lokum inn í dadaismann, er í raun örvæntingar-
full hreyfing stéttar sem er orðin að hópi rótlausra og ístöðulausra
bóhema, sem í fullri einlægni gátu ekki orðið annað en útnýttir í eigin
augum. „Bókmenntavitarnir“ spruttu upp sem visin vafningsjurt
þeirrar menningar er tærir upp sjálfa sig.“14 Það myndmál visnunar og
dauða sem hér má greina er um margt einkennandi fyrir ríkjandi