Són - 01.01.2010, Blaðsíða 156
KRISTJÁN ÁRNASON156
43 Íslensk bókmenntasaga V (2006:32).
44 Íslensk bókmenntasaga V (2006:32).
45 Steinn Steinarr (1988:124-125).
því að hafa forlið í hverri stuttlínu og enda á stúf í jöfnu línunum. En
ef lesið er í langlínum verður hrynjandin daktílsk, því þríliðir mynd -
ast reglulega á mörkum stuttlínanna.
Ástæða er til að árétta það að ljóðstafirnir gegna hér sínu hefð -
bundna hlutverki, þ.e. að mynda stofnhluta, línupör eða vísuhelm inga.
Sem kunnugt er hefur Steinn Steinarr verið talinn fyrsti módern -
istinn í íslenskri ljóðagerð. En fram til ársins 1942, þegar Ferð án
fyrirheits kom út, telur Silja Aðalsteinsdóttir í Íslenskri bókmenntasögu, að
hann hafi „haft mun meiri áhuga á inntaki en formi“, enda notaði
hann gjarna hefbundin form framan af. Silja telur það raunar sér -
kennilegt, „hve lengi Steinn hélt út að yrkja um nýstárlegan og fram -
andi hugmyndaheim að mestum hluta í háttbundnum brag og mynd -
máli sem ekki gekk þvert á venjuna“. Hún telur skýringuna að hluta
þá „að honum eins og öðrum íslenskum skáldum á þessum tíma [hafi
verið] hefðbundið ljóðform eðlilegt og inngróið.“43 Reyndar eru mörg
kvæði með frjálsu formi í elstu bók Steins, Rauður loginn brann (1934),
t.d. lokakvæðið, Stiginn, sem síðar verður vikið að. En í Ferð án
fyrirheits er talið að Steinn hafi tekið „að nostra við ytra borð ljóða
sinna“ og „fundið upp nýja bragarhætti“.44
Verðug úttekt á formþáttum kveðskaparins í Ferð án fyrirheits er
meira verk en svo að það verði gert hér, en þó skal hér minnst á fáein
atriði. Í bókinni skiptast á regluföst ljóð og ljóð með (að því er virðist)
frjálsara formi. Flest formföstu ljóðin hafa fimmkveðnar línur, ýmist
með daktílskri hrynjandi (t.d. Hugsað til Noregs) eða jambískri (Þjóð -
in og ég). Hér er ljóðstafasetning og endarím í föstum skorðum. Hvað
formin varðar hafa menn greint áhrif frá Tómasi Guðmundssyni,
enda mun höfundur hafa sent Tómasi eintak með áritun um „þakk -
læti fyrir lánið“.
En innan um kvæði með löngum háttbundnum braglínum eru
kvæði með styttri línum og þá er eins og formið sé ögn óreglulegra.
Dæmi um þetta er ljóðið Haust í Þjórsárdal:45
(10) Einn sat ég, einn
hjá alfaravegi
um hádegi í haustrauðri sól.