Són - 01.01.2010, Blaðsíða 149
UM FORMGILDI OG TÁKNGILDI ÍSLENSKRA LJÓÐSTAFA 149
29 Ég kom þar, Jón Helgason (1986:16).
30 Ragnar Ingi Aðalsteinsson (2005, 2010:59-61).
(4) hróðugur kvað ég þá stef mín í stuðlanna skorðum,
stofninn er gamall þótt laufið sé annað en forðum.
Og á enn öðrum stað segir hann:29
(5) Í salkynnum þessum var engin sál nema ein
sem agaði mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein
Ragnar Ingi Aðalsteinsson lítur þetta svipuðum augum í áðurnefndri
ritgerð sinni. Hann telur að tilfinning fyrir réttri ljóðstafasetningu sé
líks eðlis og tilfinning fyrir réttu máli. Alist menn upp við kveðskap,
fái þeir á tilfinninguna og heyri strax hvort rétt er ort eða ekki (jafn-
vel án þess að geta gert skýra grein fyrir því í hverju reglurnar séu
fólgn ar). Í samræmi við þetta gerir Ragnar, eins og áður segir, grein-
armun á því sem hann kallar „lærða stuðlun“ og „eðlilega stuðlun“.
Dæmi um lærða stuðlun er það sem áður var nefnt, þegar skáld á 19.
öld (t.d. Steingrímur Thorsteinsson) nota s-stuðlun, sem vegna mál-
breytinga hafði horfið úr íslenskum kveðskap fyrir siðaskipti.
Athuganir lærðra manna á eldri kveðskap höfðu sýnt að fornskáld
stuðluðu þannig, og því tóku þeir meðvitað upp þennan sið.30 Hér er
komið að afar fróðlegu umhugsunarefni, sem er spurningin um það
með hvaða hætti þau fagurfræðilegu viðmið sem gilda í kveðskapnum
verka í huga skálda sem yrkja, og um leið þeirra sem njóta. Við erum
lent á sviði hugfræði eða sálarfræði, þar sem lögmálin eru flóknari en
svo að þau verði rakin hér eða skilin.
Þótt ekki sé ástæða til að hætta sér of mikið út í þessa sálma getum
við leyft okkur að hugleiða stuttlega hvers konar þættir hafa áhrif á
skynjun kveðskaparformanna og tilfinninguna fyrir því hvort rétt sé
kveðið eða ekki. Vissar kenningar í málfræði (svo sem generatív mál-
fræði, sem stundum er kölluð málkunnáttufræði) hafa raunar gert
tilkall til þess að geta skýrt hvernig málhafar átta sig á muninum á
reglubundnu og óreglubundnu formi, og tengt þessu hefur þróast að -
ferð við greiningu á bragformum sem kalla má generatíva bragfræði.
Samkvæmt kenningunni gilda fastar reglur um það hvernig málleg
form gegna kröfum bragformanna og hvaða skilyrðum texti þarf að
fylgja til að góð og gild hrynjandi náist, og með hliðstæðum hætti eru
skilgreindir jafngildisflokkar sem segja til um hvað stuðlar og hvað