Són - 01.01.2010, Blaðsíða 174
BENEDIKT HJARTARSON174
ast á bókatitla, þar sem tilteknum höfundum, listamönnum eða
hreyfingum er lýst sem hinum næstfyrstu eða næstsíðustu. Yfir lýst
upphöf og endalok er í raun nauðsynlegur þáttur í frásagnar bygg ingu
hinnar menningarsögulegu greiningar. Í tilviki framúrstefn unnar eru
slíkar yfirlýsingar um endalok aftur á móti svo þrásæknar að hér
virðist annað og meira vera í húfi. Yfirlýsingar um endalok eða jafn-
vel „dauða“ framúrstefnunnar helgast ekki síst af því að hugtakið
hefur í meginatriðum þjónað sem hugmyndafræðileg kví í gagnrýni á
þjóðfélagsgerð nútímans. Að lýsa yfir endalokum framúrstefnunnar
felur um leið í sér yfirlýsingu um framhaldslíf hennar í annarri mynd
– eða meintan skort á slíku framhaldslífi – hvort heldur er innan
nýrra bókmenntalegra og listrænna strauma eða innan fræðilegrar
orðræðu. Hugmyndin um endalok framúrstefnunnar er nauðsyn -
legur þáttur í sjálfri hugmyndinni um framúrstefnu; það er vegna
hinn ar aðsteðjandi ógnar sem verkefni framúrstefnunnar og gagn-
rýnin vinna með arfleifð hennar verða aðkallandi.
Í lok áðurnefndrar ráðstefnu í Gent fóru fram pallborðsumræður
þar sem þeir fræðimenn, sem höfðu flutt erindi á þinginu, tóku þátt.
Sascha Bru, sem stýrði umræðunum, setti í upphafi fram forvitnilega
athugasemd, þegar hann benti á að ekkert okkar hafði snert með
beinum hætti á spurningunni sem þó var sett fram í yfirskrift þingsins.
Flutt höfðu verið margvísleg erindi um framúrstefnu á tuttugustu öld
og rætt hafði verið um kenningar um dauða framúrstefnunnar, sem
og breyttar aðstæður nýframúrstefnuhreyfinga á sjöunda og áttunda
áratugnum, en enginn hafði tekið það skref að fjalla um framúrstefnu
í samtímanum. Bru spurði hvort þetta væri til marks um að við teld -
um öll að tími framúrstefnunnar væri liðinn. Svarið var löng og vand -
ræðaleg þögn. Hægt og rólega rann upp fyrir hópnum sem þarna sat,
að ekkert okkar hafði í raun dirfst að takast á við þá ögrandi spurn -
ingu sem við höfðum þó verið kölluð saman til að ræða. Löng þögnin
helgaðist án efa að einhverju leyti af slæmri samvisku okkar, sem
höfðum ekki mikið litið í kringum okkur í leit að birtingarmyndum
framúrstefnu í samtímanum. Þegar þögnin var orðin allt að því þrúg -
andi, ákvað ég að höggva á hnútinn og sletta fram vanhugsaðri
athugasemd. Ég benti á að þögnin um framúrstefnuna í samtíma
okkar helgaðist af innbyggðum þverstæðum sjálfrar hugmyndarinnar
um framúrstefnu. Framúrstefna eða „avant-garde“ væri að mörgu
leyti varhugavert hugtak í umfjöllun um samtímann vegna inn -
byggðra tímalegra og hugmyndafræðilegra forsendna þess. Hugtakið