Són - 01.01.2010, Blaðsíða 206
BENEDIKT HJARTARSON206
okkur rödd hins liðna – gjörningur endurtekningarinnar beinir sjón -
um að því að þær hefðir sem framúrstefnan á fyrri hluta tuttugustu
aldar reis gegn hafa, ef eitthvað er, fest seigar rætur sínar enn frekar í
menningarlegum og þjóðfélagslegum jarðvegi okkar tíma.
Hugmyndin um hið nýja birtist í nýframúrstefnu Nýhil-hópsins
sem hefðarvitund. Leitin að hinu nýja liggur í samræðunni við
framúr stefnu fortíðar, sem sótt er til í andófi gegn ríkjandi ljóðhefð.
Sam ræðan tekur á sig ólík gervi í ljóðagerð hópsins. Þannig er t.a.m.
reginmunur á ljóðabókum Kristínar Eiríksdóttur, sem byggja á hefð
súrreal ismans og sækja til hennar aðferðir við sköpun á sérstæðum,
fantasíu kenndum myndheimi á mörkum hins martraðarkennda, og
þeim gáskafulla leik sem birtist í samræðunni við hefð myndljóðsins
og hljóðljóðsins víða í ljóðabókum Eiríks Arnar. Á sama hátt má sjá
skýran greinarmun á leikrænni endurvinnslu Kristínar Svövu
Tómasdóttur á lykilverkum íslenskrar ljóðhefðar og þeirri endur -
vinnslu á hefðinni sem finna má t.a.m. í ljóðum Jóns Arnar Loðm -
fjörð, Ingólfs Gíslasonar, Arngríms Vídalín og Eiríks Arnar, þar sem
unnið er með rafrænar aðferðir og tölvuforrit við endursköpun
hefðarinnar eða sótt er í myndheim tölvuleikja og afþreyingarmenn -
ingar. Loks er skýr munur á þeirri vinnu með hefð lípógrammsins (til-
fallandi hömlur sem notkun tungumálsins eru settar við ljóðagerð)
sem finna má í verkum Óttars M. Norðfjörð og þeirri vinnu með hefð
bókverksins sem sjá má í ljóðabókum Ófeigs Sigurðssonar.
Sú uppstilling andstæðra birtingarmynda samræðunnar við hefðina
sem hér er sett fram er að nokkru leyti handahófskennd, en hún vísar
veginn til þátta sem vert er að hafa í huga við greiningu á skáld -
skaparfræði Nýhil-hópsins. Kerfisbundin greining á þessum ólíku
þráðum liggur utan ramma þessarar greinar, sem er fyrst og fremst
hugsuð sem framlag til að skýra þær forsendur sem slík greining getur
byggt á.90 Í starfsemi sinni hefur Nýhil-hópurinn innleitt í íslenskt bók-
menntakerfi nýja (og gamla) strauma, sem að hluta til greina sig af -
dráttarlaust frá íslenskri ljóðhefð, og stuðlað að mótun bókmennta -
kerfis sem getur þjónað sem opinn átakavettvangur ólíkra ljóðhefða.
Sé leitað að sameiginlegum einkennum á þeim ólíku verkum hópsins
sem sverja sig í ætt við nýframúrstefnu, virðast þær einkum liggja í
fagur fræði endurvinnslunnar, sem sækir efnivið jafnt í íslenska ljóð hefð
og hefð alþjóðlegrar framúrstefnuljóðlistar. Leitað er skerandi ljóðmáls
sem speglar samtímann og getur gert skáldskapnum kleift að kveða sér
90 Efninu hyggst ég gera skil í annarri grein áður en langt um líður.